Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1984, Qupperneq 36
44
Sviðsljósið
Sviðsljósið
DV. FIMMTUDAGUR 2. ÁGUST1984,
Break-dansinn hefur slegið í gegn
hér á Islandi sem annars staðar og þá
á meðal unglinganna því varla er á
færi þeirra eldri að breika. Áhuginn
fyrir breikinu byrjaöi fyrir alvöru í
vetur eftir keppni sem háð var í Tóna-
bæ. Núna sýna unglingamir á óllum
helstu stööum í bænum og þeir fá víst
nóg að gera um verslunarmannahelg-
ina.
Islensku unglingarnir hafa verið í
námi hjá Twin City Breakers-flokkn-
um sem hingað er kominn frá New
York. Hefur það verið mjög skemmti-
legtaðþeirrasögn.
Um síðustu helgi var síðan haldin
sýning í unglingastaðnum Best þar
sem Twin City Breakers og íslenski
flokkurinn Icebreakers sýndu við mik-
inn fögnuð áhrof enda.
Icebreakers-flokkurinn er greini-
lega kominn langt á þessu sviði en það
sýndi flokkurinn greinilega í Best.
Ekki sakar aö geta þess að Ice-
breakers tcku einnig léttar og skemmti-
legar sveiflur fyrir nokkra útvalda á
götunni eftir sýninguna í Best.
Þessi nýi dans hefur gert ungling-
ana frjálslega og ófeimna og er
skemmtiiegt að sjá hve þeir lifa sig inn
í þetta nýja fyrirbæri.
Herreys-bræðurnir:
Gerðu allt
vitlaust í
Kaup-
mannahöfn
Sænsku bræðumir, Herreys, virðast
gera það gott á Norðuriöndunum í
sumar. Þó að Svíarnir virðist ekki yfir
sig hrifnir af þeim bræðrum slógu þeir
rækilega í gegn í Tívolí í Kaupmanna-
höfn nú um daginn. Þá mættu fimmtíu
og eitt þúsund manns til að sjá þá.
Mikið var um unglingsstúlkur en þær
munu vera allhrifnar af þessum vel
greiddu herramönnum. Nokkrar munu
hafa fallið í yfirliö — ekki bara vegna
aðdáunar á piltunum heldur einnig
vegna mikils troönings sem myndaðist
‘í tívolíinu. Einnig mun hafa veriö
nokkuð um minni háttar meiðsli en
ekki þó alvarleg að sögn. Bræöumir
munu hafa haldið af stað í ferð um
Danmörku og vona þeir að þeim verði
alls staðar jafnvel tekið og í Kaup-
mannahöfn.
Það er annars af þeim félögum að
frétta að þeir komu nýlega til Noregs
og báru þeir löndum sínum ekki vel
söguna. Sögðu Svía búa til alls kyns
gróusögur um þá og það þætti þeim
vissulega leiðinlegt.
Rolling Stones aðdáendur geta
fa riö að hiakka til því í desember er
væntanleg ný plata með þessari
elstu rokkhljómsveit heims. Þá er
einnig í ráði aö þeir félagar leggi
upp í tónleikaferð strax á næsta
ári. — Við höfum lofað CBS plötuút-
gáfunni fimm plötum í viöbót þann-
ig að við erum ekki alveg hættir,
segir Mick Jagger. Sjálfur er hann
nú aö vinna að sólóplötu. — Það er
ekkert merkilegt við það, segir
Jagger. Allir aðrir í hljómsveitinni
hafa gefið út sólóplötur, Bill
Wyman hefur t.d. gefið út þrjár
plötur.
BREAK-break-break-break-break-break-break-break-break-break-break-break
Á þessari mynd er yngsti breah-
dansarinn, Waiter, sem aðeins er
fjögurra ára gamall, ásamt David
og islensku strákunum sem kalla
sig lcebreakers. Á hinum myndun-
um sjáum við nokkra skrykki.
DV-myndir Kristján Arí.
í: