Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984. Á hestbaki i Haiiormsstaðarskógi. Rirtgo á sviðinu i A tlavík. Yfir6000 manns í Atlavík: DV-myndir: FRI. ■ Stuðmenn á fullu. „Þetta hefur ver ið stórkostlegt” — sagði Ringo Starr í hátíðarlok óumdeilanlega Stuömenn sem héldu uppi brjáluöu fjöri alla helgina enda hafa þeir öðrum fremur gert þessa hátíð aö því sem hún er, hreinni skemmtun í þrjá til fjóra sólarhringa eftir því hve úthaldið er gott. Mikil ölvun var í Atlavík þar sem engin leit var gerð að áfengi. Hins vegar urðu aldrei nein teljandi vand- ræði vegna ölvunarinnar, fólkið yfir- leitt mjög rólegt og hugsaði fyrst og fremst um aö eiga góðar stundir þama. Hermann Níelsson, UlA, sem yfir- umsjón haföi með stjóm á svæðinu, sagði í samtali við DV að þessi hátíð hefði verið miklu rólegri en sú í fyrra og þakkaöi hann það veðrinu fyrst og fremst en sól og logn settu einkum svip á það. „Það hefur ekki veriö eins mikið um illa drukkið fólk hér og var í fyrra og þjófnaðir eru mun minni. Fólk hefur einnig almennt búið sig betur nú,” sagöi hann. Yfir 6000 manns komu í Atlavík um helgina sem er mun meira en kom í fyrra en af þessum f jölda voru tæp- lega 500 gæslumenn. Vegna sólarinn- ar og hitans var mikið drukkið af öli og gosdrykkjum þannig að á sunnu- deginum lá við að auðveldara væri aö útvega sér áfengi en bland í þaö. Þá höfðu selst um 1400 kassar af gos- drykkjum eða 33600 flöskur. Þá voru pilsner-birgðir héraðsins og nær- liggjandi sveita algjörlega búnar. Hvað áfengið varöar lá við að útsal- an á Seyðisfirði yrði tæmd á föstu- deginum. Nokkrir voru svo heppnir að ná þar í 14 ára gamalt brennivín, sem var þannig tilkomið að nokkrir kassar af því, sem keyptir höfðu veriö 1970, höföu legið óopnaöir afsíö- is í útsölunni en voru teknir fram er a ðra r birgðir þra ut. .pm Gamli Bítillinn, Ringo Starr, setti óneitanlega hvað mestan svip á úti- hátíðina í Atlavík um helgina. Bara að hann var þar til staðar var nógu ótrúlegt, hvað þá að sjá hann í brjál- uðu stuði á sviðinu meö Stuðmönnum og Gunnari Þórðarsyni að taka gamla rokklagið „Johnnie be good” eftir Chuck Berry. öskrin og lætin í unglingunum fyrir framan sviöið að loknu því lagi minntu á þá tíma er Bítlamir voru og hétu, stemmningin hreint rafmögnuð. „Þetta hefur veriö stórkostlegt,” sagði Ringo Starr í stuttu samtali við DV síödegis á sunnudaginn. „Ég gæti vel hugsað mér að koma hingaö afturef þaðbyðist.” En hvaö olli því að Ringo og kona hans, Barbara Bach, ákváðu að koma í Atlavík? „Kobbi hringdi í mig og spurði mig hvort ég vildi koma. Við hjónin höf- um aldrei komið hingað áður og slóg- um því til. Ég er hérna aðallega til að afhenda verðlaunin í hljómsveita- keppninni. Hlutur sem ég geri með ánægju enda höfum við allir ein- hvem tímann verið í þeirra spor- um,” sagði Ringo. Kobbi, sem Ringo minnist á, er Jakeb Magnússon í Stuðmönnum en það var aðallega fyrir hans tilstuðlan aö Ringo kom. Ringo sagði síöan aö það hefði einnig spilað inn í dæmiö að hann þekkti ts- lendinga þá sem tekið hafa upp í stúdíói hans en þaö munu vera þau Ragnhildur Gísladóttir og Tómas M. Tómasson, Stuðmaður. Verðlaunin, fimmtíu þúsund krónur, fékk hljómsveitin Fásinna, sem skipuð er piltum frá Eiðum og Egilsstöðum. Aðspurður um hvemig sambandið væri á milli þeirra Bítlanna þriggja, sagöi Ringo að þaö væri gott. „En það þýðir ekki að við búum saman. Eg er að fara að heimsækja George á morgun, við ætlum út saman en við George og Paul heimsækjum hver annan stöku sinnum. Ringo Starr mætti í Atlavík síðdeg- is á laugardaginn og hið fyrsta sem hann og kona hans gerðu var aö fara í útreiðartúr. „Það var mjög gam- an, viö Barbara vorum mjög ánægö meö útreiöartúrinn,” sagði hann. Barbara Bach og Joan Woodgate, umboðsmaður Ringos, fylgjast með hljómsveitakeppninni. Ringo Starr tekur lagið með Stuðmönnum. Á laugardagsnóttina komu þau svo á sjálft hátíðarsvæðið og gengu um það á meðan Stuðmenn léku fyrir dansi. „Þaö var betra að fara um svæðið í myrkri en margir þekktu mig og vildu bjóða mér sjúss eða taka í höndina á mér. Það var gaman og ég lenti ekki í neinum vand- ræðum,” sagði Ringo. Er hann var spurður hvaö hann væri aðallega að gera þessa dagana sagði hann að það væri mest lítið. „Við erum í fríi í sumar en þaö er margt fram undan og í gangi. Fyrir tveimur vikum var ég í upptökum með Beach Boys og það er það síð- asta sem ég hef gert.” En er að vænta nýrrar plötu frá þér? „Kannski undir áramótin.” Ringo Starr kom með einkaþotu frá Sverri Þóroddssyni til Reykjavík- ur á föstudagskvöldið. Meðal þeirra sem tóku á móti honum var Jónas R. Jónsson hljómlistarmaður sem var fylgdarmaður þeirra Ringos og Bar- böru meðan þau dvöidu hér. Um kvöldið og nóttina voru hjónin í veislu hjá Agli Eðvarðssyni en hann og Gunnar Þórðarson fylgdu þeim svo til Atlavíkur. Gunnar mætti meö gítarinn og nokkur lög voru tekin í veislunni um nóttina en engin bítla- lög og allan þann tíma sem Ringo var hér vildi hann aldrei ræða fortíð- ina eöa bítlatímann. I Atlavík bjuggu þau hjónin á Eddu-hótelinu í Hailormsstaðarskógi en aliar máltíðir sínar boröuðu þau með Stuðmönnum í Húsmæðraskól- anum enda voru Stuðmenn með sér- stakan kokk meö sér sem var Jó- hannes Lárusson, eigandi Safari. Jafnvel kornflögurnar í morgunmat- inn voru sóttar í Húsmæðraskólann. Brjálað fjör og mikil ölvun „Stuömenn eru frábærir. Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri íslenska tón- list og hún kemur mér á óvart,” sagði Ringo Starr um tónlistina í Atlavík og þótt Ringo hafi skyggt á önnur atriði hátíðarinnar voru það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.