Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Blaðsíða 44
FRETTASKOTIÐ 687858 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 1984. Annar ökumannanna slasaðist það mikið að flytja þurfti hann flugleiðis á Borgarspítalann í Reykjavík. DV-mynd: S. Alvarlegt umferðarslys á Möðrudalsöræfum: Áttaá slysadeild Alvarlegt umferðarslys varð á föstudag á Möðrudalsöræfum, skammt frá Grimsstöðum á Fjöllum. Átta voru fluttir á s júkrahús, þar af einn í f lugvél á Borgarspítalann í Reykjavík. Það var klukkan 16.42 að lögregl- unni á Húsavík barst tilkynning um slysið. Höfðu tveir bílar rekist saman, báöir á allmikilli ferð. Sex farþegar voru í bílunum, auk ökumanna. Var annar ökumannanna fluttur í flugvél á Borgarspítalann í Reykjavík, fjórir, hjón meö tvö böm, voru fluttir á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og þrír á sjúkrahúsiö á Húsavík. Munu allir vera vei á batavegi. Þrír af fjórum sem sátu í framsætum bifreiðanna voru með bílbelti og er taliö að það hafi bjargað því sem bjargað varð. Eru bíl- arnir handónýtir eftir. LUKKUDAGAR 4. ágúst 33703 FERÐAÚTVARPFRÁ í FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 12.000.- 5. ágúst 40761 SKÍÐI FRÁ FÁLKANUM AÐ VERDMÆTI KR. 10.000.- 6. ágúst 18359 FLUGVÉLAMÓDEL FRÁ I.H. AÐ VERÐMÆTI KR. 650.- 7. ágúst 35702 LEIKFANGAVIRKI FRÁ I.H. AÐ VERÐMÆTI KR. 1000.- Stórþjófnaður í Lyf jabúðinni Iðunni: Stálu lyfjum fyrir tugi þúsunda króna Brotist var inn i Lyfjabúðina Iö- unni aðfaranótt mánudags og stoliö þaðan lyfjum og unnin skemmdar- verk fyrir tugi þúsunda króna að sögn rannsóknarlögreglunnar. Tveir menn hafa verið handteknir vegna þessa máls. Það var snemma í gærmorgun aö lögreglan stöðvaöi bíl vegna gruns um að ökumaður væri undir áhrifum áfengis. Reyndust þrír unglingar í bílnum og í fórum þeirra fannst mikið magn af lyfjum, allt ómerkt. Voru unglingarnir færöir til yfir- heyrslu og á meðan verið var að kanna það mál, var tilkynnt um inn- brot í Lyf jabúðina Iðunni. Þegar þangaö var komið höfðu mikil skemmdarverk verið unnin þar og stolið miklu af lyf jum, einkum valíum og öðrum róandi og verkja- deyfandi lyfjum. Reyndust lyfin í fórum unglinganna vera úr Iðunni. Að sögn rannsóknarlögreglunnar er ekki vitað nákvæmlega hve miklu magni af lyf jum hefur verið stolið úr Iðunni, en ljóst er þó aö það er mikið. Síðdegis i gær voru svo tveir menn í haldi vegna þessa máls. Munu það vera tveir af þeim þremur, sem voru í bílnum, er áður er nefndur. Hófust yfirheyrslur yfir þeim í gærkvöldi, og skyldi þeim fram haldið í dag. -KÞ Á ofsahraða frá Kefla- vík til Reykjavíkur: Eltingarleik- ur lögreglu við ungan Keflvíking Ofsalegur eltingarleikur lögreglu og ungs ökumanns úr Keflavík átti sér stað aöfaranótt mánudags. Hófst eltingarleikurinn í Keflavík, eftir að ungi maöurinn sinnti ekki stöðvunar- merki lögreglu, og lauk við Kringlu- mýrarbraut í Reykjavík. Til allrar mildi slasaöist enginn en nokkrir bílar skemmdust eitthvað. Tildrög þessa voru þau að um miö- nætti á sunnudag var lögreglan í Keflavík með radarmælingar á Reykjanesbraut. Kom ungi maður- inn þar að á mikilli ferð. Sinnti hann ekki merki lögreglunnar um að stöðva bifreið sína. Ok hann á ofsa- hraða sem leið lá eftir Reykjanes- braut, eða Keflavíkurvegi, með Keflavíkurlögregluna á hælunum. Ok hann í gegnum Hafnarf jörð og fór þar utan í tvo bíla og síðan áfram í gegnum Kópavog. Hafði þá bæði Hafnarfjarðar- og Kópavogslögregl- anslegistíförina. Var nú Reykjavíkurlögreglunni gert viðvart og var komið upp um- ferðarhindrunum með lögreglubilum á Kringlumýrarbraut. Þar endaði för unga mannsins. -KÞ. Þeir voru ófáir, lögreglumennirnir, sem komnir voru á hælana á Keflvíkingnum þegar för hans var stöðvuð við Kringiumýrarbraut i Reykjavik. Á innfelldu myndinni sóst hvar bíll Keflvíkings- ins hefur verið stöðvaður, umkringdur lög- reglubílum. DV-myndir S. i i i i í i i i i i i i Vinningshafar hringi í síma 20068 Franski sendiherrann í umferðaróhappi: Boltarnir losnuðu hjá boltamanninum í Franski sendiherrann á Islandi, Louis Legendre, og frú lentu í um- ferðaróhappi við bæinn Grímsstaði í Franski sendiherrann, Louis Le- gendre, á hvítri skyrtu, krýpur við bU sinn, lengst til vinstri. Þegar þessi mynd ver tekin var búið að' rótta bUinn við og vor verið að kanna skemmdirnar. DV-mynd JBH. Mývatnssveit síðdegis á sunnudag. Þau sakaði litt en bíllinn skemmdist talsvert. Málsatvik voru þau að annað afturhjól bílsins losnaði af bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum og valt út í síki við vegarkantinn. Orsök þessa eru ókunn en talið er að boltamir á felgu hjólsins hafi losnað, enda sendiherr- annfrægurboltamaöur. -KÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.