Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Blaðsíða 39
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984. 51 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Striplingur í Breiðholti Lögreglubílar og sjúkralið brenndu upp í Breiðholt á döginium á slikum hraða að engu var líkara en fjölda- morð hefðu verið framin í Spóahólum. Enda tilefnið ekki lítið. Hringt hafði verið á lögreglustöðina og tiikynnt um berrassaðan mann á miðjum aldri sem hlypi um götur og gæti þess vegna verið að elta börn. Sá ber- rassaði var á bak og burt þegar verðir laganna og læknar mættu á staðinn en eftir töluverða leit hafðist uppi á sökudólgnum. Viður- kenndi hann að hafa hlaupið nakinn úr húsi sínu og var skýringin eftirfarandi: Kviknað hafði í náttlampa mannsins og henti hann honum fyrir bragðið út á götu og afstýrði þannig stórslysi. Lampinn var aftur á móti hinn mesti kostagripur þannig að maðurinu stökk á eftir honum út en gleymdi í flýtinum að fara í buxur. Lög- reglan tók þetta gott og gilt en áminnti manninn um að gæta betur að neðri hlutanum næst þegar hann þyrfti að elta eigin eignir um hverfið. Datt hann í McDonalds? íslenska ólympíuliðið hafði með sér sérstakan blaðafull- trúa til Los Angeles og átti sá að sjálfsögðu að sjá um upp- lýsingastreymi til þeirra íslensku fjölmiðla sem ekki sendu menn á leikana. Aðeins DV og Morgunblaðið veittu sér þann munað en önnur blöð eru upp á blaðafulltrúann komin. Galiinn er bara sá að ómögulegt virðist með öllu að ná sambaudi við hann, spyr ja menn sig nú hvort kappinn hafi e.t.v. dottið í dýfinga- sundlaugina sem er sér- hönnuö af McDonalds ham- borgarahringnum og er eins og hamborgari í laginu. Vigdís i rauða kjólnum. Rauði kjóllinn Eiginkona háttsetts emb- ættismanns í Reykjavik keypti sér ágætan, rauðan kjól á dögunum í tilefni af embættistöku Vigdísar Finn- bogadóttur forseta íslands. Viðskiptin gengu greiðlega fyrir sig, kjóilinn var bæði dýr og fallegur og greiddur út í hönd. Frúin mátaöi kjólinn vel og lengi heima hjá sér við góðar undirtektir heima- manna og voru allir á einu máli um að rauði kjóliinn værifrábærhlutur. Þá gerðist það daginn áður en Vigdís forseti tekur við embætti að kjólasölustúlkan hringir i eiginkonu embættis- mannsins og spyr kurteislega hvernig henni liki kjóllinn. Frúin segir málið í góðu lagi en bætir því viö að líklega geti hún ekki verið viðstödd athöfnina vegna óumflýj- anlegra ástæðna sem óþarfi er að tiunda hér. Varpar af- greiðslustúlkan þá öndinni léttar, fórnar höndum og þakkar sinum sæla. Þá var vaudamálið einfaldlega það að Vigdís Finnbogadóttir, for- seti Islands, haföi keypt sér nákvæmlega eins kjól daginn áður tii að skrýðast við emb- ættistökuna. Æskilegar fjar- vistir Eins og kunnugt er af fréttum tókst samkomulag á milli hrossabænda í Skaga- firði, sem rekið höföu hcsta sína á afrétti í óþökk yfir- valda, og sýslumanns sem kominn var í stökustu vand- ræði með sýslunga sína. Ýmsum kom á óvart hversu vel gekk að semja en leyndar- dómurinn og skýringin á bak viö það er einföld og höfð eftir mátulega áreiðanlegum heimildum: Svcinn Runólfsson land- græðslustjóri lýsti því yfir á fundi fyrir 2 árum eða svo að markmið hans í starfi væri það helst að koma öllum hrossum af afréttum innan tveggja ára. Tóku bændur þessu skiljanlega illa og síðan hefur allt samstarf iand- græðslustjórans og bænda verið vægast sagt stirt. Á fundunum í Skagafirði, þar sem reynt var að ná sáttum, gekk hvorki né rak á meðan Sveinn og bændur voru saman í húsi. Þreyttust menn aö vonum og endaði þetta með því að land- græðslustjóri var beðinn að fara fram á gang — og viti menn, innan 10 minútna var samkomulag um afréttar- hross á Eyvindarstaðahciði undirritað. Fóru þá allir ánægðir heim. Sveinn líka. Umsjón: Eirikur Jónsson. Nýja bíó—Maðurinn frá Snæá: Ástralirí fremstu röð bræöuma, Harrison og Spur. Ekki er þar við Douglas að sakast, hann get.ur unaö við sitt. Það skapar hins vegar miklar takmarkanir á sjónar- hornum þegar bræðurnir hittast, ekki er hægt að sýna þá báöa í einu. Og ekki er þaö gert fyrst í stað, en svo er allt í einu farið að nota statista í hlutverk hins skeggjaöa Spur. Áhorfandinn fer aö brosa og veit vel aö þama er eitthvert plott í gangi. Svona hlutur gengur ekki. Ef nota á statista veröur þaö að gerast án þess að áhorfandinn taki eftir því og slíkt verður ekki gert meö því aö hafa mann í hlutverki tveggja bræðra. Annar galli er aö um tíma er reynt að gera þessa mynd of rómantíska, sem hún er ekki í heildina tekið. Þessi galli skemmir þó ekki svo mik- iö fyrir. Þessi kvikmynd er snjallt stykki og mikill og >góður vitnisí burður ástralskrar kvikmyndagerð- ar. Sigurbjörn Aðalsteinsson. Heiti: The Man From Snowy River. Þjóðorni: Astralskt. Árgerð: 1982. Leikstjórn: Goorge Miller. Handrit: John Dixon, Fred Cul Cullen. Kvikmyndun: Keith Wagstaff. Aðalhlutverk: Tom Burlinson, Kirk Douglas, Sigrid Thornton, Jack Thompson. The Man From Snowy River er byggö á samnefndu og víðfrægu ljóði eftir A.B. Paterson. Sögusviöið er Viktoríufylki í Ástralíu einhvern tím- annásíöustu öld. Ungur fjallabúi, Jim Craig (Tom Burlinson), kemur niður á láglendið til að vinna sér nafn svo hann geti snúiö aftur til fjalla en þaðan var hann gerður brottrækur er faöir hans dó. Til þess að fjallabúar viðurkenni menn verða þeir aö hafa afrekað eitthvað. Jim ræður sig hjá stórgripabónda, Harrison aö nafni, (Kirk Douglas) en eignast þar sína óvini sem gera sér annarlegar hugmyndir um fjalla- búana. Einn þeirra er Harrison sem á reyndar bróður í fjöllunum, Spur (KirkDouglas). Inn í þetta fléttast dóttir Harrisons (Sigrid Thornton), en þau Jim eru ekki alveg laus viö að gefa hvort ööru auga. Hjörð villihesta kemur einnig mikiö við sögu en fyrir henni fer svartur hestur sem viröist ýfa upp gömul sár í huga Harrisons. Áströlsk kvikmyndagerð hefur á undanförnum árum verið í mikilli framför og er nú svo komið að keng- úruæturnar eru með þeim fremstu í heimi. The Man From Snowy River er enn ein sönnun þess hve góðir þeir eru, andfætlingar vorir. Þama hjálpast flest allt að, góður leikur, frábær kvikmyndataka, góð tónlist o.fl. Myndin er samt ekki alveg laus við galla og sá stærsti skemmir í raun fyrir heildarmynd hennar. Það er sú fáránlega ákvörðun leikstjórans aö láta Kirk Douglas leika báða Ritari óskast Viðskiptaráðuneytiö óskar að ráöa ritara frá 1. september nk. Góð kunnátta í vélritun, ensku og einu Norðurlandamáli til- skilin. Umsóknir sendist viðskiptaráðuneytinu Arnarhvoli fyrir 15. þ.m. Frá menntamálaráðuueyt- inu Kennara í viðskiptagreinum vantar að Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Áður auglýstur umsóknarfrestur framlengist til 15. ágúst. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið. Kynning á PROLOG á vegum Reiknistofnunar Háskólans KYNNING REIKNISTOFNUNAR HÁSKOLANS Á FÖR- RITUNARMÁLINU PROLOG HEFST MÁNUDAGINN 20. ÁGUST NK. KL. 16-18 OG VERÐUR AUK ÞESS DAGANA 21., 23. OG 27. ÁGUST, EÐA ALLS 8 TÍMA. ÞESS Á MILLIER FRJÁLS AÐGANGUR AÐ TÖLVUM TIL ÆFINGA. ÞÁTT- TÖKUGJALD ER KR. 3.000,-. KENNARIER PRÖFESSOR ODDUR BENEDIKTSSON. STUÐST VERÐUR VIÐ BÓK CLARK OG MCCABE: MICRO—PROLOG, PROGRAMMINGIN LOGIC, OG FÆST HÚN í BÖKSÖLU STÚDENTA. PROLOG er um flest ólíkt hefðbundnum forritunarmálum, svo sem Fortran, Cobol, Pascal o.fl. PROLOG hefur ásamt LISP náð mikilli útbreiðslu á sviði tölvuvits (Artificial Intelligence), m.a. við gerð svonefndra þekkingarkerfa (Expert Systems). Ástæða er til að ætla að PROLOG eða svip- uð mál eiga eftir að gerbreyta notkun tölva í framtíðinni. Til dæmis hafa Japanir valið PROLOG til notkunar á fimmtu kyn- slóðar tölvum sínum. Námskeiðið er öllum opið, en gert er ráö fyrir að þátttakendur hafi kynnst a.m.k. einu forritunarmáli. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST SEM FYRST TIL OLAFAR EYJOLFSDOTTUR í SÍMA 25088 (fyrir hádegi). Reiknistofnun Háskólans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.