Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984.'
5
NISSAN STANZA 1800 GL
DAUFLEGT
A LAUGUM
Þessir strákar keyptu sér pakkann
góða sem dugði skammt og sátu
þeir því á Reykjavíkurflugvelli og
vönduðu pakkasölumönnum ekki
kveðjurnar. „Við komumst aldrei
að iandganginum, hvað þá um
borð, þetta var aigjör della allt sam-
an."
DV-mynd: S.J.
Ferðafólk í vandræðum:
Herjólfur
yfirfullur
— margir, sem höfðu
keyptfartil Eyja,
komust hvergi
„Veöriö skapaði vandamálið,” sagöi
Engilbert Gíslason, forstjóri Feröa-
skrifstofu Vestmannaeyja, þegar hann
var inntur eftir því hvers vegna gestir
á þjóðhátíðina, sem þegar höföu keypt
sér miða, voru skildir eftir á
bryggjunni í Þorlákshöfn á föstudag.
Ferðaskrifstofan hafði útbúið sérstak-
an pakka sem í fólst ferð til Þorláks-
hafnar með Herjólfi og inn á þjóðhátíð-
ina.
Mikið öngþveiti myndaðist við land-
gang Herjólfs og virtist lítil sem engin
stjóm vera á því að þeir sem áttu miða
gengju fyrir. Þegar báturinn fór full-
hlaðinn frá bryggjunni var fólkinu
vísað á Flugleiðir þar sem útlit var fyrir
að flogið yrði til Eyja um kvöldið. Svo
fór þó ekki, þar sem mikil þoka var í
Eyjum, árangurslausar tilraunir voru
gerðar. Hátt á fjórða hundrað manns
voru á flugvellinum í Reykjavík um
kvöldið, margir komu frá Þorlákshöfn
en aörir áttu pantað f lug.
Mikil óánægja var meðal þeirra sem
höfðu keypt sér pakka með löngum
fyrirvara en voru svo skildir eftir. Að
sögn Engilberts hafði hann ekki ná-
kvæma tölu yfir hversu margir heföu
keypt sér pakkann þeirra og vildi hann
ítreka að ef flugið hefði ekki brugðist
þá hefði þessi staða ekki komið upp.
________________________SJ
„Bíðum eftir
svörum”
„Viö bíðum eftir svörum við þessum
orðsendingum og þangað til get ég ekk-
ert sagt um frekari aðgeröir,” sagöi
Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra,
aöspuröur um hver yrðu næstu skref
íslenskra stjórnvalda vegna loönu-
veiöa Dana á Jan Mayen svæðinu.
„Af augljósum ástæöum vil ég ekk-
ert segja um viðbrögö Norömanna
vegna tilkynningar okkar um að veiöi-
magn Dana verði dregið frá þeirra
kvóta. Það verður að koma í ljós,”
sagðiGeir.
ás
Laugahátíð var daufleg þrátt fyrir
veðurblíðu í Reykjadalnum. Á henni
voru varla fleiri en 700 til 1000 gestir,
mest unglingar á aldrinum 12 til 15
ára. ölvun var nokkuð áberandi, sér-
staklega á föstudagskvöld. Helst
lifnaði yfir liðinu á fjölskylduhátíö
Sumargleðinnar á sunnudag. Iþrótta-
húsið fylltist þá og stemmning var
mjög góð.
Sumargleðin gerði víðreist
norðanlands um helgina, var í
Sjallanum á föstudagskvöld, Skjól-
brekku í Mývatnssveit á laugardags-
kvöld, Laugum og Skúlagaröi í
Kelduhverfi á sunnudag og aftur í
Sjallanum í gærkvöldi.
Mikill fjöldi fólks dvaldi í Vagla-
skógi um helgina, líklega á þriðja
þúsund manns, mest fjölskyldufólk,
sem slappaöi af, naut blíðunnar og
grillaöi við tjöldin.
Á Melgerðismelum í Eyjafirði voru
flugáhugamenn með fjölskyldu-
samkomu eða , ,fly inn” eins og það var
kallað. Þar var fjöldi fólks og flugvéla
víðs vegar af landinu.
Talið er að í Asbyrgi og Hljóða-
klettum hafi verið um fimmtán hundr-
uð manns. Þar fór allt hið besta fram,
eins og annars staöar þar sem fólk
safnaöist saman á Norðurlandi.
-JBH Akureyri/-KÞ.
Laugahátíðin var I daufara lagi. Þar voru samankomin milli 700 og lOOO manns, flest unglingar á
aldrinum 12 tH 15 ára. Á stærri myndinni skemmtir Sumargleðin gestum i íþróttahúsinu. Á innfeiidu
myndinni eru unglingarað leik. DV-myndir JBH
FYRIR ÞÁ
SEM GERA KRÖFUR
- MISKUNNARLAUSAR KRÖFUR
Nissan Stanza er bíll þeirra sem gera
ekki bara kröfur um fegurð, þægindi og
endingu eins og flestir láta sér nægja, heldur gera
líka miskunnarlausar kröfur um mikinn
kraft, óaðfinnanlegan frágang og
síðast en ekki síst að bíllinn hafi þetta
alveg sérstaka sem ekki er hægt að
skýra og aðeins örfáir bílar í heiminum
hafa. Einn þeirra er Nissan Stanza,
framhjó/adrifinn, 5 gíra,
með geipiskemm tilegri
1800 cc vél.
BíH sem veitir þér
miklu meira en bara að
komast frá einum
stað til annars.
VERÐ KR. 397.000,-
,FJÖLBREVTNIN MEST OG KJÚRIN BEST bíta uppinýja.