Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Blaðsíða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST1984.
Mikill fjöidi var saman kominn i brekkunni á iaugardaginn enda sól og blíða. í baksýn sjást hústjöld Eyja-
skeggja og tjörnin góða sem freistaði margra hátiðargesta.
DV-myndir: SJ.
Þjóðhátíðin í Eyjum:
„STÆRSTA ÞJÓÐHÁTÍÐ SEM
ÞÓR HEFUR HALDIД
—■ segir Þór Vilhjálmsson Þórari
Gestir þjóðhátíöarinnar í Eyjum
fengu svo sannarlega gott sýnishom af
veðurtilbrigðum nú um helgina, þar
var þoka, sólskin og hellidemba. Há-
tíðin fór þó vel fram þrátt fyrir að sól-
skinið væri í minna lagi. Dalurinn var
fagurlega skreyttur, brúin á sínum
stað svo og hin sérkennilegu hústjöld
Eyjamanna. Alls munu hafa verið ná-
lægt sex þúsund manns í dalnum þegar
mest var og töluvert meira var af
aökomutjöldum nú en í fyrra.
Dagskrá þjóðhátíöarinnar var með
nokkuö heföbundnu sniði, dansað var á
tveim pöllum öll kvöldin fram eftir
morgni. Kveikt var í bálkestinum á
Fjósakletti á föstudagskvöldið og það
var að sjálfsögðu Sigurður Reimars-
son brennukóngur sem sá um það.
Þoka var yfir Eyjunum en rigningar-
laust. A laugardagsmorgun létti svo til
og sólin skein fram eftir degi. Það var
nóg við að vera fyrir gesti hátíðarinnar
því á stóra pallinum var f jölbreytt dag-
skrá fram að kvöldmat. Þar komu
meðal annars fram Hálft í hvoru,
Bjartmar Guðlaugsson, HLH-flokkur-
inn, Hljómsveit Stefáns P. og Brúöu-
bíllinn. Eftir kvöldmat var kvöldvaka
meö fjölbreyttri dagskrá, eitt
vinsælasta atriðið er brekkusöngurinn
og tóku menn hraustlega undir, ekki
síst þegar þjóðhátíðarlagið, Ástin
bjarta eftir Ása í Bæ, var kyrjað. Flug-
eldasýning var á miðnætti og fóru
margar hrifningarstunur um áhorf-
endaskarann þegar flugeldarnir
lýstu upp dalinn. Það var eins og
veðurguöimir hefðu vaknað upp af
værum blundi við sýninguna og ákveöið
að hella hraustlega úr fötum sínum
yfir þjóöhátíðargesti. Þeir létu það þó
ekki aftra sér frá því að dansa fram
eftir morgni og fóru menn bara í regn-
gallann góöa sem aldrei má gleyma
þegar f arið er á útisamkomur.
A sunnudaginn var dumbungur yfir
Eyjunum þó svo að fólkið í dalnum
væri enn hið hressasta. Eftir hádegið
var skemmtun á stóra pallinum auk
þess sem tívolúð, mini golf og fleira
var í gangi. Að vanda var svo
varöeldur og brekkusöngur umkvöldið
áður en lokadansleikur þjóöhátíöar-
innarhófst.
Þór Vilhjálmsson, formaður þjóðhá-
tíðamefndar, lét ekki sitt eftir liggja
við að halda svæðinu hreinu en við það
naut hann aðstoðar Þórara sem sáu
um þjóöhátíðina aö þessu sinni. Hann
var í óðaönn að sópa þegar við
ónáðuðum hann á sunnudag og
spurðum hvernig honum fyndist haía
tekist til. „Þetta er líklega stærsta
þjóðhátíð sem Þór hefur haldið og
hefur hún farið vel og áfallalaust fram.
Mikil og góö gæsla hefur verið á
svæðinu og vom þeir gestir sem vom
vanbúnir fluttir inn í bæ þegar mest
rigning var í nótt, hátt á þriðja hundr-
að manns. Vil ég þakka gestum
þjóöhátíðar fýrir komuna og starfs-
fólki fyrir vel unnin störf,” sagði Þór
og skundaði á brott með kústinn.
Eins og fyrr sagði stóð þjóðhátíö
Eyjaskeggja fram á aðfaranótt
mánudags og er ekki vitað um nein
meiriháttaróhöppþar. -SJ.
Klakabandið nefnir þessir hópur sig en klæðnaður hans vakti athygli vegna
skrautlegrar litasamsetningar, en gallarnir voru bleikir og grænir. Eina
markmið þessa hóps mun vera að halda hópinn og skemmta sér saman.
Þegar sólin birtist á laugardag voru menn ekki lengi að rífa sig úr að ofan
að minnsta kosti en sú sæla stóð stutt þvi um kvöldið og nóttina gerði
steyplregn.
Ási i Bæ lót sig ekki vanta á þjóðhátið frekar en fyrri daginn en hann samdi
þjóðhátiðarlagið að þessu sinni sem heitir Ástin bjarta.
í dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
Steingrímur í kúrekaleik
Eins og flestum mun nú kunnugt
fór Steingrímur Hermannsson
vestur um haf um það leyti sem
demókratar héldu flokksþing sitt í
Los Angeles. Denni vildi heilsa upp á
Framsóknarflokkinn sinn vestra,
eins og gefur að skilja, og minna á að
hann væri formaður Framsóknar-
flokksins en ekki Mondale.
En íslenski forsætisráðherrann lét
ekki þar við sitja. Hann átti önnur
erindi í L.A.
Strax og ólympíuieikamir vom
settir í borginni kom í ljós, að Denni
var enn á staðnum og meira að segja
í sjálfri heiöursstúkunni. Mátti
heldur ekki minna vera aö formanni
ameríska Framsóknarflokksins yrði
sýndur viðeigandi heiður þegar
sjálfir ólympíulelkarnir em settir.
Síðan þetta gerðist hafa borist fréttir
frá L.A. jöfnum höndum af íþrótta-
fólkinu og Steingrími og má ekki á
milli sjá hverjir em meir í sviðsljós-
inu.
Skiimerkilega hefur verið tíundaö
hvaða leiki og keppni Steingrímur
sækir, hvaða veislu honum er boðið
til á milli þess sem ráðherrann tjáir
sig um útgerðarvandann og launa-
kröfur BSRB og vaxtafrelsið og við-
skiptahallann. Fer að vera spuraing
hvort ekki sé hægt að fjarstýra
islensku rikisstjóminni frá L.A. í
framtiðinni, sérstaklega þegar for-
sætisráðherra landsins er óneit-
anlega mun meira i sviðsljósinu
vestra heldur en hér uppi á skerinu.
Atbeini Steingrims vestra í
ólympíuþorpinu hefur leitt til þess,
áð ýmsir em farnir að halda að
Steingrímur sé einu af íslensku þátt-
takendunum og spyrja hvaða lág-
marki Steingrímur hafi náð i þvi
skyni. Því er hins vegar til að svara
að lágmarksgeta Steingríms er víð-
kunn og óþarfi að hafa hana i flimt-
ingum. Lágmörkin sem Steingrimur
hefur sett sér um ævina bafa að
minnsta kosti dugað honum til að
verða forsætisráðherra og geri aðrir
betur miðað við þær lágmarkskröfur
sem þjóðin gerir til Denna. Þær era
ekki miklar, og þess vegna skilur
maður vel að ráðherrann standl í
þeirri meiningu að hann hafi unnið
sér rétt til þátttöku í ólympiuleikum.
Nú fyrir heigina mætti
Steingrimur í grísaveislu með fyrir-
mönnum vestra með kúrekahatt á
höfði. Tók hann sig vel út og ekki
síður en JR í öllu sinu Dallasveldi.
Nýlega var haldin kántríhátíð á
Skagaströnd, hinni islensku Dallas,
undir forystu Hallbjarnar kántri-
söngvara, og þar báru þátttakendur
kúrekahatta. Þetta hefur
Steingrímur frétt vestur um haf, og
kúreki eins og Denni, sem veit að
fylgi Framsóknarflokksins er ekki
minna norður í Dallas heldur en í
hinu villta vestri, getur ekki verið
þekktur fyrir annað en að fara að for-
dæmi Hallbjarnar.
Hann getur ekki látið óbreyttan
kántrísöngvara slá sér við þegar um
það er að ræða að vera krýndur
kántríkóngur frá tslandi. Og með
allri virðingu fyrir Halibirni, á
Steingrímur það inni hjá þjóðinni að
hljóta þá útnefningu að vera mestur
kántrikónga af núlifandl mönnum.
Ekki síst eftir að Johnny Wayne and-
aðist.
Hins vegar kemur vel til greina
fyrir Hallbjöra að bjóða til annarrar
kántríhátíðar og hafa þar ráðherr-
ann til sýnis með hattinn. Þegar að
er gáð em þeir alls ekki svo ósvipaö-
ir, Hallbjörn, Denni og JR. En Denni
hefur það fram yfir hina að hann er
löggiltur kúasmali í Framsókn.
Við getum alténd huggað okkur við
það, tslendingar, þótt íþróttafólkinu
gangi misjafnlega, að viö eigum for-
sætisráöherra sem hefur slegið í
gegn í L.A. Réttur maður á réttum
stað. Húrra fyrir Dennamcð hattinn!
Dagfari.