Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd SAKHAROV HÆTTUR í HUNGURVERKFALLI? Vinir sovéska andófsmannsins Andrei Sakharov sögöu í gær aö hann væri hættur í hungurverkfalli en honum væri haldið á sjúkrahúsi gegn viljasínum. Vinir Sakharovs, sem ekki voru nefndir á nafn, segjast hafa fengið stutta orösendingu frá eiginkonu andófsmannsins, Yelenu Bonner, þar sem hún skýrir frá þessu. Sögöu vin- Shimon Peres, formaður Verka- mannaflokksins í ísrael, kveöst vera bjartsýnn á aö sér takist að mynda þjóöstjórn. Hann hefur 42 daga til aö mynda starfhæfa ríkis- stjórn. irnir jafnframt aö samkvæmt orðsend- ingunni væri Sakharov viö góða heilsu. Sakharov hóf hungurverkfall sitt 2. maí síðastliðinn til aö mótmæla því aö konu hans væri ekki heimilað aö leita sér lækninga á Vesturlöndum. Ekki var hægt að ráöa af orðsend- ingu Bonners hvort matur heföi verið neyddur ofan í Sakharov en fréttir um slíkthafa borist. »---------------) Vinir sovéska andófsmannsins Andrei Sakharov segjast hafa fengiö skeyti frá konu hans þar sem skýrt sé frá því aö hann sé hættur í hungurverkfalli og við góða heilsu. Slógu hring um Akropolis Friöarsinnar mynduöu keöju í kring- um Akropolishæö í Aþenu meö því aö dreifa sér í hring í kringum hæöina og haldastíhendur. Ráöstefnu 14 evrópskra samtaka, sem berjast gegn kjarnorkuvopnum, lauk í Aþenu um helgina. Hún var haldin til að minnast 39 ára afmælis kjarnorkusprengingar Bandaríkja- manna á borgina Hiroshima í Japan. I ályktun ráöstefnunnar segir að samtökin muni gera allt til þess að „eyða ógnuninni um gereyðingu mann- kyns í kjarnorkustyrjöld”. Þaö voru gestgjafamir, grísku friöarsamtökin sem styöja sósíalista, sem sömdu ályktunina, en þátttakendur voru bæöi frá Austur-og Vestur-Evrópu. Ágreiningur kom upp á síðasta degi ráöstefnunnar um hvort bjóöa skyldi samtökum sem fylgja Sovétmönnum að málum til framhaldsráöstefnu í Aþenu í desember næstkomandi. Dönsku og belgísku fulltrúarnir fóru fyrir þeim sem andmæltu því aö sovét- sinnuöum samtökum yröi boöiö til ráö- stefnu enda teldist hún ekki hlutlaus ef svo væri aö málum staöiö. Málamiðl- unartillaga Grikkja náöi fram aö ganga en samkvæmt henni er hverju landi í sjálfsvald sett hvaöa samtök mæta til leiks í desember. Peres biartsýnn Sbimon Peres, formaöur Verka- mannaflokksins í Israel, sagöi í gær aö hann væri hóflega bjartsýnn á aö sér tækist aö mynda þjóöstjórn í landinu meö þátttöku Likudbandalagsins. Forseti Ísraels, Chaim Herz, hefur gefið Peres umboö til aö mynda ríkis- stjórn og fær hann 42 daga til verksins. Peres lét þessi ummæli falla eftir aö hafa átt fund meö Yitzhak Shamir, for- sætisráöherra og formanni Likud- bandalagsins. Peres og Shamir neit- uðu aö skýra nánar frá viðræðunum. Hvorugur þeirra er talinn vilja eiga sökina á því að upp úr þjóöstjórnar- viðræðum slitni því skoöanakannanir Rauðahafið: LOGÐU IRANIR TUNDURDUFUN? benda til aö yfirgnæfandi meirihluti kjósenda sé fylgjandi slíkri stjórn. Hugsanlegt er talið aö Peres og Shamir skiptist á um aö gegna for- sætisráöherraembætti ef samningar takastmeð þeim. Möguleikar Peres á myndun stjórnar eru taldir hafa aukist í gær þegar Yosef Burg, leiðtogi Þjóölega trúarflokksins, lýsti því yfir aö hann heföi áhuga á þátttöku í þjóöstjórn. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjöma í kosningunum í síöasta mánuöi. 120 fulltrúar eiga sæti á ísraelska þinginu og fékk Verkamannaflokkur- inn 44 þingmenn kjörna en Likud- bandalagiö 41 þingmann. Andófsmenn í Júgóslavíu Egypskir tundurduflaslæöarar voru viö leit á Rauöahafinu í gær eftir að stjórnvöld í Egyptalandi höföu ráöfært sig viö stjórnir Bandaríkjanna, Bret- lands og Frakklands. Aö minnsta kosti 12 skip hafa oröiö fyrir tjóni af völdum tundurdufla á einum mánuöi á Rauða- hafinu og Suezskurðinum. Varnarmálaráöherra Egyptalands, Abdel-Halim Abu-Ghazala, sagöi í gær aö ekki væri vitaö meö vissu hverjir heföu lagt duflin en tvö ríki væru þó sterklega grunuö. Hann neit- aði aö gefa upp hvaöa ríki þetta væru. Hins vegar sagöi Ghazala að ekki væri ólíklegt aö tundurduflin stæöu í sam- bandi viö stríö Irans og Iraks og gaf þar meö í skyn að Iranir væru aö refsa Egyptum og fleiri arabaríkjum fyrir stuðning viö Iraka. Bandaríkjamenn sendu um helgina 15 sprengjusérfræöinga til aö aðstoða Egypta viö leitina aö tundurduflunum. Til greina hefur komiö aö Bandaríkja- menn sendi þyrlur til Egyptalands, og eru þær sérstaklega útbúnar til leitar aö tundurduflum. Sex menn voru ákæröir í Belgrad í gær fyrir samsæri sem miðaði aö því aö bylta kommúnistastjórn Júgó- slavíu, aö sögn fréttastofu þess opin- bera. — Eiga þeir yfir höföi sér frá fimm til fimmtán ára fangelsi, en ekki hefur veriö ákveöiö hvenær málflutn- ingurfer fram. Er þeim gefiö aö sök aö hafa staðið að myndun samtaka og aö hafa staöiö fyrir fundarhöldum, þar sem þeir veittust aö stjórnskipulagi landsins í eyru annarra. I apríl í vor réöst lögreglan inn á fund, sem 28 menntamenn höföu sótt, í íbúö einni í Belgrad, en þar flutti andófsmaöurinn Milovan Djilas fyrir- lestur. Allir mennirnir voru fluttir á lögreglustöðina, en látnir lausir aftur. Sex þeirra voru síöan handteknir aftur 23. maí. Þrír þessara manna fóru í hungur- verkfall og linntu ekki fyrr en þeir voru enn látnir lausir (3. júlí). Sjöundi maðurinn, félagsfræöingur að nafni Vojislav Seselj (29 ára), var meöal þeirra 28, sem upphaflega voru handteknir á fundinum, en hann var, í síðasta mánuöi, dæmdur í Sarajevo í 8 ára fangelsi fyrir gagnbyltingarstarf- semi. Leikarinn Riehard Burton lést á sjúkrahúsi í Sviss á sunnudag, 58 ára aö aldri. Richard Burton var einn þekktasti kvikmynda- og leiksviðsleikari heims um áratuga skeið. Burton hét réttu nafni Richard RICHARD BURTON LÁTINN Richard Burton á sviði sem Arthur konungur í „Camelot”. Jenkins og fæddist í litlu þorpi, Pontrhydfen, í Wales áriö 1925. Hann var næstyngstur 13 systkina, sonur kolanámumanns. Ungur aö árum komst hann í kynni við leiklist fyrir milligöngu kennara síns Philips Burtons og tók síöar upp eftirnafn hans til heiðurs honum. Burton tók háskólapróf frá Oxford og eftir her- þjónustu hóf hann leikferil sinn. Hann náöi skjótt árangri á leiksviði, einkum fyrir túlkun sína á Shakes- pearehlutverkum. Heimsfrægur varö hann sem kvikmyndaleikari í Hollywoodmyndinni ,,My cousin Rachel” þar sem hann lék á móti Olivia de Havilland áriö 1952. Af ótal frábærum myndum sem hann hefur leikiö í má nefna Equus, Look back in anger, Who’s afraid of Virginia Woolf?, The desert rats, Cleopatra, The robe. Svo og aðalhlutverk í sjón- varpsþáttum um Winston Churchill og Richard Wagner. Burton átti þó leiksviðsframa sínum aö litlu leyti aö þakka heims- frægö sína. Ofsafengiö líferni hans, drykkja, dufl og ástir varö honum ekki síöur til f rægöar. Viö töku myndarinnar Kleópötru kynntist hann leikkonunni Elísabetu Taylor og varö ástarsamband þeirra uppáhaldsumræöuefni slúöurkerl- inga um áratuga skeið. Hann skildi við fyrstu eiginkonu sína til að ganga aö eiga Taylor áriö 1964. Burton og Taylor skildu árið 1974 en giftust á ný ári síðar en þaö hjónaband fór sömu leiö og þaö f yrra eftir árið. Burton kvæntist Sally Hunt, fyrr- um eiginkonu heimsmeistara í kapp- akstri, eftir síðari skilnaðinn viö Taylor en þaö hjónaband varði skamma stund. I fyrra kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Sally Hay. Framlagi Burtons til leiklistar- innar verður ef til vill best lýst með oröum sir Laurence Olivier sem hann mælti viö Burton ungan: „Gerðu upp hug þinn, Richard, hvort þú vilt aö nafn þitt verði á hvers manns vörum eöa hvort þú vilt veröa stórkostlegur leikari.” Segja má aö Burton hafi valið fyrri kostinn en engu að síður nægir frammistaða hans, er best lætur, honum til aö veröa talinn meö bestu kvikmyndaleikur- umallratíma. Stórmeistarar leiklistarinnar hörmuöu dauöa Burtons um helgina. Má þar nefna John Gielgud og Laurence Olivier sem kváöu þar góðan mann hafa farið sem enn átti eftir aö láta kveöa aö sér. Elizabeth Taylor, fyrrum eiginkona Burtons, var harmi slegin yfir fráfalli leikarans og foröast fréttamenn. Richard Burton hefur síðustu viku leikiö í kvikmynd sem gerö er eftir sögu George Orwell, 1984, og leikur hann aöalhlutverkiö í þeirri mynd á móti John Hurt. Ástir Burton og Elizabeth Taylor uröu þeim ekki síður til frægðar en frammi- staðan á hvíta tjaldinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.