Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR29. ÁGUST1984. 13 HVERJUM ER KERFIÐ GOTT? „Síöan eru valkostir neytenda þeir undir hrammi Framsóknarkerfisins að kaupa annaöhvort skemmdar kartöflur eða engar kartöflur.” Þaö eru töluvert meira en tveir áratugir síöan Gylfi Þ. Gíslason fór aö benda mönnum á, að íslenzkur landbúnaöur væri meö nokkrum hætti á villigötum, þaö stefndi í óefni, ef fylgt væri til frambúðar þeirri óheftu framleiðslustefnu, sem fram- sóknarmenn í Sjálfstæðisflokki, Alþýðubandalagi og Framsóknar- flokki börðust f yrir. Þessar ábendingar Gylfa og ann- arra alþýöuflokksmanna voru tekn- ar óstinnt upp. Fjandskapur viö bændur. Illvilji í garð bændastéttar- innar. Aðför að íslenzkum landbún- aði. Stóryrðin voru ekki spöruð. En hvaðan komu þau? Þau komu ekki frá bændum sjálfum. Þau komu og koma enn frá framsóknarmönn- um í þremur áðumefndum stjórn- málaflokkum. Þau koma frá þeim sem hafa atvinnu af því aö vera bændatalsmenn, skrifstofubændun- umá HótelSögu. Alþýðuflokkurinn eða talsmenn hans hafa aldrei fjandskapast við ís- lenzka bændur. Heldur bent á, að í landbúnaöi væri ýmist fylgt rangri stefnu, eða'engri stefnu. Þaö hafa skrifstofubændumir á Hótel Sögu ekki mátt heyra. Þess vegna hefur öll gagnrýni á stefnu- eöa stefnuleysi í landbúnaöi verið kölluö fjandskap- ur við bændastéttina. Ekki einfalt mál Auðvitað hafa allir fyrir löngu viöurkennt að Gylfi hafði lög að mæla, þegar hann margítrekað benti á hvaö úrskeiðis færi um mótun stefnu í landbúnaöi. Ýmislegt hefur vissulega verið leiörétt, og þar hafa bændur, ekki skrifstofubændumir á Sögu, heldur alvöru bændur vítt og breitt um landið haft frumkvæði. Enn er víöa pottur brotinn. Enn er ótalmargt sem þarf að breyta til að koma landbúnaðarstefnunni í skyn- samlegri farveg. En hér er verið að fást við fólk, eignir fólks og mannleg vandamál. Þess vegna veröur hér ekkert gert í örskotssvipan, heldur hljóta"breytingar aö taka nokkurn tíma. Þess vegna veröur aö hef jast handa strax um að skipuleggja og undirbúa þær breytingar, sem nauðsynlegar eru. Þann uppskurð á núverandi landbúnaðarkerfi, sem löngu er ekki aðeins tímabær, heldur algjörlega óhjákvæmilegur. IMý stefnumótun Byrja veröur á því að móta nýja heildarstefnu í landbúnaðarmálum og gera áætlanir til lengri tima en gert hefur verið til þessa. Treysta menn íhaldi og framsókn til þess? Næsta fáir, hygg ég. Til þess eru hagsmunir þessarar tveggja flokka af því aö viðhalda núverandi valda- og hagsmunakerfi í landbúnaðinum allt of ríkir. Til þess eru framsóknar- menn í báðum flokkum of valdamikl- ir. Halda kannski einhverjir aö stefn- an í landbúnaðarmálum sé mótuð í viöræðum formanna stjórnarflokk- anna? Aldeilis ekki. Þorsteinn Páls- son fær engu að ráða um það frekar en annað þessa dagana. Halda menn að stefnumótunin fari fram í land- búnaöarráðuneytinu hjá Jóni Helga- syni bónda og framsóknarráöherra? Aldeilis ekki. Þar fer engin stefnu- mótun fram að heldur. En hvar er þá stefnan mótuð? Ef um stefnu er hægt að tala. Því er einfalt að svara. Það eru hagsmunaaðilarnir hjá Stéttar- sambandi, Búnaðarfélagi og Fram- leiðsluráði vestur á Sögu, viðskipta- jöframir í SlS og Sláturfélaginu. Það eru þeir sem móta stefnuna. Og hver kaus þá til þess? Enginn. Þetta eru sjálfskipaðir áhugamenn að mestu. Nýtt kerfi I því kerfi, sem nú er viö lýði fitna milliliöirnir, sem reknir eru og stjórnaö af fáum. Þetta kerfi viður- kenna allir að skilar bændum stöðugt lægri tekjum og neytendum stöðugt dýrari vörum. Hverjum er kerfið þá gott? Engum nema milliliðunum. EIÐUR GUÐNASON, ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN Er það ekki stórkostlegt að á ofan- veröu sumrinu 1984 skuli dagblöö á Islandi skrifa um það fram og til baka og velta mjög vöngum yfir því hvort Bjarni bóndi megi selja Kristj- áni kaupmanni kartöflur, eða ekki? Hvort slík viöskipti varði við lög? Niðurstaða vangaveltnanna varð að vísu sú, að sennilega mundi þetta a.m.k. ekki vera ólöglegt, og því væri að líkindum í lagi að Kristján kaup- maður keypti kartöflur hjá Bjarna bónda til að selja mér og þér. Enn eitt dæmi um það steinrunna, af- dankaöa og úrelta kerfi, sem er viö lýði, neytendum og ekki síst bændum oft til mestu bölvunar. Þrátt fyrir, ekki vegna Nokkuð var rýmkað um innflutn- ing á kartöfium og grænmeti í sum- ar, eftir hávær mótmæli neytenda og miklar umræður og fundahöld. Nú- verandi stjórnarflokkar gerðu þetta ekki með glöðu geði. Breytingin varð ekki vegna þess að þeir sátu í stjórn, heldur þrátt fyrir það. Að vísu eru menn innan Sjálfstæðisflokksins, sem vilja breytingar, en fram- sóknarmennirnir þar í flokki eru svo valdamiklir að Reykjavíkurþing- menn íhaldsins komast ekki upp með múður. Það mun fátt gerast á sviöi breyt- inga í landbúnaöarkerfinu fyrr en ofurvald Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga hefur verið brotið á bak aftur. Ofurvald þessa mesta ernok- unarhrings á Islandi. Fyrr eru ekki forsendur fyrir breytingum. Dæmið um finnsku kartöflumar sl. vor er skólabókardæmi um hvernig einokunarhringur starfar. Samband- ið selur Finnum lambakjöt. Sam- bandiö kaupir skemmdar kartöflur af Finnum. Sambandiö flytur skemmdar kartöflur með skipum sínum frá Finnlandi til Islands. Sam- bandiö tryggir ónýtu kartöflurnar hjá tryggingarfélagi sambandsins. Sambandiö selur Grænmetisverslun landbúnaðarins (þar sem Framsókn ræður öllu) skemmdu kartöflurnar, sem að sjálfsögðu hafa hækkað mik- ið á leiðinni til Islands. Síðan eru val- kostir neytenda þeir undir hrammi Framsóknarkerfisins að kaupa ann- aðhvort skemmdar kartöflur eða engar kartöflur. Er þetta hægt leng- ur? Nei. Eiður Guðnason. • „Þetta kerfi viðurkenna allir að skilar bændum stöðugt lægri tekjum og neytendum stöðugt dýrari vörum, Hverjum er kerfið þá gott? Engum nema milliliðunum.” Gæludýr og ekki gæludýr Kjallarinn —athugasemdir við viðtal og forystugrein „Hreiður hf. (ísfugl) hefur fullgilt sláturleyfi sem skyldar húsið til að slátra fugium fyrir þá sem þess óska.” Nesbú, Hjalli og Reykjagarður hf. sem samanlagt eru með um 100.000 varphænur og sögðu sig úr Sambandi eggjaframleiöanda viö tilkomu eggjadreifingarstöövar- innar Iseggs og eru allir í stjóm hins nýja Hagsmunafélags ali- fuglabænda. 6. Reglur kjamfóöursjóös gera ráð fyrir að 20% af gjaldinu renni til viðkomandi búgreina til uppbygg- ingar og hagræðingar. Hluthafar Hreiöurs hf. skila langtum hærri upphæöum í kjamfóðursjóö en hluthafar Dímons hf. þannig að Gunnar Jóhannsson eða Dímon hf. hafa fengið hlutfallslega hæmi endurgreiðslu úr sjóönum. Þar fyrir utan eru 2 af 6 stofnendum Dímons hf., lögfræðingar í Reykjavík auk eiginkonu annars þeirra, sem aldrei hafa greitt í kjamfóðursjóð. Hreiður hf. er frjálst almennings- hlutafélag, algerlega óháð Fram- leiösluráöi landbúnaðarins og póli- txskum öflum. Barlómurinn í auglýs- inga- og framagosanum Gunnari Jóhannssyni um aö illa sé farið meö hann varðandi fyrirgreiðslu úr opin- berum (pólitískum) sjóðum stenst ekki því að bæði Dímon hf. og Holta- búið hf. hafa fengið góða fyrir- greiðslu úr ýmsum sjóöum. Einokun er af hinu illa í hvaöa formi sem er, eggjadreifingarstöðvar eöa Gunnars Jóhannssonar. 23.8.1984. Bjarai Ásgeir Jónssou. Vegna skrifa um mismunun viö út- hlutun úr kjamfóöursjóði vil ég gera eftirfarandi athugasemdir. 1. Eg undirritaður vil taka fram að ég hef frá upphafi verið andvígur kjamfóðursjóði og úthlutunum úr honum. 2. Gísli Andrésson var ekki stofn- andi Hreiðurs hf. en gerðist síðar hluthafi og nýtur þjónustu slátur- hússins. 3. Hreiðurhf. (Isfugl) slátraðimeira magni árið 1982 heldur en Dímon hf. samkvæmt opinberum skýrsl- um. Árið 1983 jókst slátrun hjá Is- fugh um 66% frá árinu áður en lögboðnar skýrslur vantar frá Dímoni hf. fyrir það ár. BJARNI ASGEIR JÓNSSON STJORN ARFORM AÐUR HREIÐURS HF. FRAMKVÆMDASTJÓRI REYKJAGARÐS HF. Hreiður hf. (Isfugl) hefur fullgilt sláturleyfi sem skyldar húsið til að slátra fuglum fyrir þá sem þess óska. Þess má geta að Hreiður hf. hefur slátraö fyrir Holtabúið. 5. Hluthafar Hreiðurs hf. eru 69 tals- ins, þar af nokkur stærstu ali- fuglabú landsins sem framleiða egg, kjúkhnga, gæsir, endur og kalkúna. Þar á meöal eru Vallá, „Einokun er af hinu illa í hvaða formi sem er, eggjadreifingarstöðvar eða Gunnars Jóhannssonar.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.