Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Blaðsíða 30
30 DV. MIÐVIKUDAGUR29. ÁGUST1984. Sígiirbjöm sópaöi til sín verðlaunum —á Fáksvellinum um helgina Síöasta hestamót á Islandi áriö 1984 fór fram á Fáksvellinum í Víðidal á laugardaginn síðastliðinn. Þar var um aö ræða Revlonmótið, opið hesta- v. 0- íþróttamót. I unglingaflokki var keppt í tölti, fjórum gangtegundum, fimm gangtegundum, gæðingaskeiöi og 250 metra skeiði. Segja má að Sigurbjörn Bárðarson hafi sópað til sín verð- laununum því hann sigraði í töltkeppn- inni, fjórum gangtegundum og fimm gangtegundum en var í öðru sæti í gæðingaskeiði og 250 metra skeiði. Fullorðnir Keppnisfyrirkomulag á Revlon- mótinu var þannig í undanúrslitum að tveir keppendur voru á brautinni í einu. Það er til fyrirmyndar á móti sem slíku er keppendur eru fjölmargir. Sigurbjörn Bárðarson sigraöi þrefalt. I töltkeppninni sigraöi hann á Gára. Jón Gísli Þorkelsson var annar á Stíganda en Orri Snorrason þriðji á Kóral. I fjórum gangtegundum sigraði Sigur- björn einnig á Gára. Gísli Þorkelsson var annar á Stíganda en Eiríkur Guömundsson þriðji á Eldi. I fimm gangtegundum sigraöi Sigurbjörn á Neista. Siguröur Marínusson var annar á Skálpa en Erling Sigurðsson þriðji á gamla brýninu Frama. Reynir Aðalsteinsson sigraöi í gæðinga- skeiðinu á Spóa. Sigurbjörn Báröarson var annar á Leisti en Haraldur Sigur- geirsson þriðji á Jóni Hauk. Aðstæöur til skeiðs voru mjög Sigurbjörn Bárðarson á Gára (DV myndE.J) Unglingakeppni Islandsmeistararnir í unglinga- flokki, Sólveig Ásgeirsdóttir og Hjörný Snorradóttir stóðu sig vel á Revlon- mótinu. Keppt var í einum flokki. Sól- veig sigraöi tvöfalt á Neista en Hjörný ■*"» var í öðru sæti í fjórum gangtegundum og þriðja í töltinu á Kasmír. Helgi Eiríksson var annar í töltinu og þriðji í fjórum gangtegundum á Loftfara. Ekki er hægt að skilja svo við umsögn um unglingakeppnina án þess að minn- ast á það hve unglingar eru oft látnir mæta afgangi í skipulagningu. Þeir þurfa alltaf aö byrja fyrst á morgnana. Á þessu móti keyrði þó um þverbak er úrslit í tölti og fjórum gangtegundum fóru fram. Fjórir af fimm unglingum voru í úrslitum í báöum greinum og fóru úrslit í báðum gangtegundum fram strax á eftir úrslitum í tölt- keppni. Hestar og knapar fengu tæpar f imm mínútur til að hvíla sig. Sigurvegarar í fjórum gangtegundum unglinga. T.v. Sólveig Ásgeirsdóttir, Hjörný Snorradóttir, Helgi Eiríksson, Siguröur Teitsson og Gunnar Engilbertsson. góðar. Völlurinn harður og örlítill með- vindur. Hildingur kom á óvart. Eiríkur Guðmundsson sat hann og náði besta tíma sumarsins 22,0 sek. Þó var hesturinn keppnislaus mestan hluta leiðarinnar. Leistur var í öðru sæti, á 22,3, knapi Sigurbjöm Báröarson. Villingur var í þriðja sæti á 22,4 sek en knapi var Aðalsteinn Aðalsteinsson, Hörður G. Albertsson á alla þessa þrjá veringa. Auk þess náöi Spói og Reynir Aðalsteinsson tímanum 22,4 sek. Því miður tók mótshald alltof langan tíma. Byrjaði til dæmis ekki fyrr en þremur korterum of seint og eftir því sem á daginn leið urðu tafir tíðari og meiri. Til þess að áhorfendur nenni að mæta á hestamót verða þau aö vera þrautskipulögö og tímaáætlan- ir að standast. Knapar voru alltaf til meö hesta sína þannig aö ekki er hægt að kenna þeim um tafir. E. J. (DV-myndirE. J.) Séra Sveinbjöm gefur Magnús og Elínu saman. Miðnæturbrúðkaup og Hrunadans Boðsgestum í fimm ára búskapar- afmæli Magnúsar Grímssonar og Elínar Þórðardóttur á Jaðri í Hrauna- mannahreppi kom þaö á óvart að prestur staðarins, séra Sveinbjörn Sveinbjarnarson, mætti á staðinn í full- um skrúöa. Skýring fékkst þó fljótlega. Magnús og Elín höfðu nefnilega fyrir- hugaö giftingu sem átti að koma á óvart. Öllum sveitungum, svo og ættingjum og vinum, var boðið í fimm ára búskaparafmæli en giftingunni var haldið leyndri. Fyrstu gestirnir komu um klukkan 21.00 á föstudagskvöldiö 24. ágúst síðastliðinn og stööugt bættist við gestafjöldann. Dansað var í nýlegri vélageymslu sem þau höfðu reist en Garðar Olgeirsson í Hellisholtum og Bragi Björnsson úr Hafnarfirði spiluðu undir á harmóníkur. Upp úr miðnætti fór athöfnin fram. Séra Sveinbjörn gaf Magnús og Elínu saman í heilagt hjónaband. Eftir heillaóskir og ræður hinum nýgiftu til handa var tekið til viö dansinn og stóð samkoman fram undir morgunn. Þrátt fyrir heyskap mættu þarna rúmlega tvö hundruö manns. Margir Hrunamenn voru aö klára heyskap um kvöldið og nóttina en brugðu sér upp að Jaðri er öllu var lokið. Þarna fóru því fram töðugjöld margra bænda úr Hrunamannahreppi. Enda voru gestir að ræða það sín á milli að slíka sam- komu þyrfti að halda á hverju ári. -ej. Magnús opnar kampavínsflösku. Brúðardansinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.