Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGUST1984. 35 Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn LITSKRÚÐUGIR GARDAR Ekki þótti samferðamönnum Ingólfs hann hafa valiö vel þegar hann settist aö í Reykjavik, eftir aö hafa kannað grösugar sveitir Suðurlands, og lét einhver hortugur þræll hans hafa eftir sér miöur falleg orö um landkosti á nýbýlinu. En síðan eru liðin rúmlega ellefu hundruö ár og margt hefur breyst. Nú eru litskrúöugir garðar um alla borgina og þaö er eitt fyrsta vor- merkið, sem greina má, aö áhugasam- ir garðeigendur hef ja vorverkin í görð- umsínum. Eins og vikiö er aö hér annars staðar á síöunni, hafa markmiö Reykvíkinga með garöræktinni breyst. Áöur rækt- uöu menn í borginni matjurtir. En nú rækta menn garöa til þess aö þeir gleðjiaugað. Tvær skoðanir Tvær skoöanir hafa komið fram á því hvers vegna Reykvíkingar hafa snúið sér aö blómarækt á síöustu ár- um. Aðra lagði fram aldraður maöur utan af landsbyggöinni og var hún sú aö meö frábæru skipulagi á sölu og dreifingu grænmetis, sem opinber stjórnvöld og hálfopinber hafa stuölaö aö, væri heimilisræktun á matjurtum óþörf orðin og úrelt. En miðaldra menntamaöur, fæddur og uppalinn í Þingholtunum, bar fram aöra skýringu. Við sjáum í aukinni skrautblómarækt uppgjöf ungu kyn- slóöarinnar, segir hann. Þetta er kyn- slóðin sem á árunum krmgum 1968 barðist fyrir betri heimi, ást og bræðralagi. Aö loknu námi fór þetta fólk aö vinna og koma sér upp húsi, Umsjón: r OlafurB. Guðnason bömum og bílum. Nú stendur það frammi fyrir því aö fyrri hugsjónir eru aö engu orðnar í lífsgæöakaþphlaupinu og snýr sér aö garðrækt og hyggst þar finna skjól í blíðum faömi náttúrunnar fyrir óblíöu viðmóti velferðarþjóöfé- lagsins. Þannig hefur kynslóöin frá 1968 gert orö Birtings aö sínum, aö sögn þessa bitra, miöaldra menntamanns. Stakkaskipti Hvaö sem veldur er þaö víst aö Reykjavík hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Aö vísu hefur veriö aö því fundiö, með góöum rökum, aö Reykvíkingar hafi gróöursett of mörg tré. Og satt er þaö aö víöa eru garöar dúnmir, og stofur, í glaöasólskini á sumrin vegna þess aöengir sólargeisl- arerusvo öflugir aö þeir nái aö brjót- ast í gegnum laufskrúð trjánna. En þessi mistök eru skiljanleg, og jafnvel fyrirgefanleg, þegar haft er í huga aö flestir Islendmgar finna til sektar- kenndar vegna meöferöar forfeðranna á skóglendmu sem áreiöanlegir menn segja okkur aö hafi verið svo mikiö á Islandi við landnám. Falleg borg En víst er þaö að aldrei hafa garðar Reykvíkinga veriö litskrúöugri en und- anfarin ár og sú alúö sem garðeigend- ur leggja í umhirðu á veikbyggöum skrautblómum, einærum sem fjölær- um, er hróss verð og aödáunar. Því sumum garöeigendum hefur tekist þaö sem arkitektum hefur aldrei tekist: aö gera Reykjavík aöfallegri borg. Rifsberjarunnar eru að verða fágæt sjón í Reykjavík og eru þá oft faldir að húsabaki. FÓLK VILL KOMAST í SNERTINGU VIÐ LANDIÐ —segir Hafliði Jónsson garöyrkjustjórí „Þaö hefur mikiö breyst í garðrækt frá því aö ég byrjaöi í þessu,” sagöi Hafliði Jónsson, garöyrkjustjóri Reykjavíkur. ,,Eg er aö veröa allra karla elstur í þessu og þegar ég var aö byrja var ekki brennandi almennur áhugiágarðrækt.” En Hafliði vill þó geta þess aö fólk geri enn vitleysur við val á plöntum í garöa. „Fólk gerir lítinn mun á skóg- rækt og garörækt. Þaö er eins og þaö reikni meö aö tré veröi alltaf jafnlítil og þegar þau eru sett niður. Afleiöing- amar af þessu má sjá um alla Reykja- vík þar sem garðar eru yfirvaxnir af trjám og þaö rennur upp fyrir húseig- endum að þeir þurfa varla gardínur fyrir glugga lengur.” Og Hafliði segir að fólk planti trjám enn of þétt og planti um of skógar- trjám, á sama tíma og lóðir fara sífellt mmnkandi. Þó hefur oröið mikil breytúig á plöntuvali í garöa, segir Hafúði. „Þeg- ar ég var aö byrja í þessu þekktust varla nokkrir runnar í göröum, nema rifsberja- og sólberjarunnar. Nú eru komnir alls konar runnar sem fólk gróðursetur mikiö af. Þetta eru meðal annars áhrif frá Grasagarðinum. Fólk gerir sér ekki aúnennt grein fyrir þýö- úigu Grasagarðsins en hann hefur haft mikiláhrif.” Þræll garðsins Allir þeir sem aúst hafa upp í Reykjavík geta rifjaö upp sögur af grimmum garðeigendum sem gengu fram af hörku viö aö verja landareign sína og leyfðu enga umgengni um garðinn frekar en um stássstofuna á heúniúnu. Súkir áhugasamir garöeig- endur voru öllum stundum í garðinum, aö reyta arfa, slá, bera á, gróðursetja og lagfæra. „Þaö er komið of langt ef maöur er oröinn þræll garösúis,” segir Hafúði. „Fólk þarf aö geta hreyft sig í honum.” Og Hafliði gagnrýnú- eúinig jarörask sem oft fylgir garöræktinni. „Þaö er of mikið gert aö þvi aö bylta landi. Til dæmis í Grafarvoginum þar sem nú er veriö aö byggja. Þar er landiö móar og klappú- og þar mætti búa til faúega garða, án þess aö umbylta öllu land- úiu.” „Þaö er breytilegt hvað fólk rækt- ar,” segir Hafúöi, þegar hann er spurður hvers konar plöntur fólk vúji helst. „Mér fúinst fráleitt aö vera aö rækta fínar tegundú- sem útheimta dekur og umbúðir. Það getur út af fyrir sig veriö skemmtilegt hobbí fyrir ein- staklúiga en fyrst og fremst á aö hafa í göröum gróöur sem við vitum aö þrífst viö íslenska veðráttu.” En hvaö hefur oröið um alla kálgarö- ana þar sem pörupiltar skemmtu sér viö gulrófnastuld þegar Reykjavík var ung? Minna um matjurtir „Þaö hefur dregið stórlega úr því að fólk rækti matjurtir í húsagörðum. Bæöi er aö lóöir fara minnkandi og svo vúl fólk ekki hafa opin moldarflög upp viö híbýú súi. En ásóknúi i kartöflu- garöa er alltaf svipuð.” Og Hafliöi hefur svör á reiðum hönd- um þegar hann er spuröur hvers vegna fólk vilji bjástra viö að rækta eigin kartöflur. „Fólk viú komast i snertingu við landið. Þaö býr í manninum. Eg held aö maðurúin sé frekar hneigöur til akurræktar en veiöa.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.