Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR29. ÁGUST1984. Spurningin Hefurðu borðað krækling? Jóhann Guömundsson nemi: Nei, ég hef aldrei boröaö krækling og hef eng- an áhuga á því. Pétur Guðmundsson netagerðarmaö- ur: Aldrei borðaö krækling. Þaö var ekki siður þar sem ég er uppalinn á Austfjöröum. Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleik- ari: Já, ég hef boröaö krækling og mér fannst hann mjög góöur. Ég tíndi hann meira aðsegja sjálf í firöi fyrir vestan. Hann er bestur glænýr. Maria Magnúsdóttir afgreiösludama: Krækling hef ég aldrei smakkað og hef ekki nokkum áhuga á þvi aö bragða hann. Kristinn Karlsson leikhústæknimaður: Krækling hef ég boröað en þaö er að vísu langt síöan. Hann er bestur meö hvítlauksbrauöi og hvítvíni. Bára Óskarsdóttir verkakona: Já, ég hef smakkað krækling og mér fannst hann mjög góöur. Eg nota hann nokkuö í salöt. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Athugasemd vegna greinarinnar „Kostnað- arsamur sjúkra- flutningur" Jón Guömundsson, yfirlögregiuþjónn á Selfossi, hafði samband viö D V: Mig langar til aö gera athugasemd viö grein Margrétar Ingimundar- dóttur, sem birtist á lesendasíðu DV 23. ágúst sl., þar sem hún talar um kostnaðarsaman sjúkraflutning er sonur hennar brenndist í bíl í Þorláks- höfn. Um leið og okkur hjá lögreglunni barst tilkynning um slysiö sendum viö lögreglubíi sem fullbúinn er sjúkra- tækjum á vettvang og mætti hann bíl þeim sem sá slasaöi var fluttur í á leiö- inni. Var drengurinn því næst fluttur í sjúkrabílinn og keyrður upp á Sand- skeiö. En þar sem meiösli hans voru talin mjög alvarleg var fenginn neyöarbíll úr Reykjavík til aö ná í þann slasaöa og flytja hann til Reykjavíkur. Varöandi reikning þann er Margréti barst frá okkur er hann kostnaður okkar, þ.e.a.s. lögreglunnar á Selfossi, viö sjúkraflutning þennan. Viö erum ekki í sambandi við sjúkra- samlagiö í Reykjavík þannig aö viö getum ekki fengiö okkar kostnaö greiddan þaðan. Þaö getur Margrét hins vegar og á hún aö fá reikninginn greiddan þar. Aö lokum, varðandi greiöslu neyöar- bílsins, kr. 700, er þaö gjaldið sem allir sjúklúigar þurfa aö greiöa hvort sem kostnaöur viö sjúkraflutninginn er meiri eöa minni. Tjaldið sem hvarf Faöirhrmgdi: Þannig er málum háttaö aö dóttir mín var á þjóðhátíöinni í Vestmanna- eyjum um verslunarmannahelgina. Aðfaranótt sunnudags gisti hún í verbúö Vinnslustöðvarinnar ásamt fleira fólki vegna þess hversu mikil rigning var. Þegar hún ætlaöi síöan aö halda af stað heim aðfaranótt mánu- dags var tjaldiö hennar horfiö en dót allra þeirra sem gistu verbúðina haföi verið haft á ganginum. Tjaldiö, sem er fimm manna og var í gulum poka, er merkt nafni hennar, Jóhanna B. Guðjónsdóttir. Mig langar aö biöja þann sem tjaldið tók aö skila því hiö fyrsta. Síminn hjá okkur er 52244. Hringið kl. 13-15 eða I SKRIFIÐ ENN DÝRARI MJÖLKURSOPI Kona úr Reykjavík hringdi: Ég las á neytendasíöu DV fyrir skömmu frásögn manns sem sagöi frá dýru mjólkurglasi sem hann haföi keypt á veitingastaö nokkrum á Selfossi. Ég hef nú svipaöa sögu aö segja og þessi maöur en í mínu tilviki reynd- ist mjólkin helmingi dýrari. Þannig er mál meö vexti aö ég var stödd á sunnudagsmorgni á hótelinu í Stykkishólmi. Ég ætlaði aö kaupa mér mjólk og fór því aö afgreiöslu- boröinu og baö um einn pela af mjólk, þ.e.a.s. 1/4 úr lítra. Afgreiöslumaöurinn sagöi aö mjólk í pelaumbúðum væri ekki til. En svo heppilega vildi til aö ég var meö brúsa meðferðis sem tók nákvæm- lega 1/4 úr lítra. Baö ég afgreiöslu- manninn því að fylla hann af mjólk sem hann og gerði. „Og hvaö á mjólkin svo að kosta?” spuröi ég hægversklega. „30 krónur,” sagði afgreiöslumaöurinn hress. Ég varö aögerlega orölaus. Þegar afgreiöslumaöurinn sá undrunina í svip mínum sagöi hann til úrskýringar: „Þetta er hótel,” og þar með var málið afgreitt. En nú kostar heill mjólkurlítri 22,30 kr. þannig að ef ég heföi keypt heilan lítra þarna heföi hann kostaö 120 kr.! Þó aö álagning eigi aö heita frjáls á þessum hlutum finnst mér þetta einum of mikiö af því góöa. Þarna er einfaldlega um okur aö ræöa sem er hótelinu síst til sóma. Já, hún er orðin dýr mjólkin. Ef' konan úr Reykjavík hefði keypt 1 lítra á hótelinu hefði hann kostað 120 kr.! Nvr Nýmjólk ólk Gerum Reykjavíkurmaraþon ad árvissum viöhurði B. B. skrifar: Mig langar hér aö koma fram þakk- læti tii þeirra sem stóöu aö Reykja-_ víkur-maraþonhlaupinu og ég veit einnig aö flestir „almennir” skokkarar glöddust yfir þessu. Þarna er komiö gott tækifæri fyrir skokkáhugamenn sem og keppnismenn aö reyna sig í einu frægasta hlaupi veraldar. Þaö er eins konar takmark sem hlaupaáhuga- menn hafa aö geta einhvern tíma keppt í 42 km hlaupi, þ.e.a.s. maraþon- hlaupi, og komist í mark. Nú er bara um aö gera að gera þetta maraþon, sem kennt er viö höfuðborg okkar íslendinga, að árlegum viöburöi. Því aö eins og þátttaka bæöi innlendra og erlendra hlaupara sýnir er góður grundvöllur fyrir framhaldi þessarar keppni svo maður tali nú ekki um auglýsinguna sem þetta hlaup gæti orðiö erlendis fyrir land og þjóö. Og þó svo aö ég haf i ekki treyst mér til aö taka þátt í hlaupinu aö þessu sinni hef ég nú þegar sett mér þaö takmark að vera meö næsta ár. Og ég er þess fullviss aö Reykjavíkur-maraþon- hlaupiö á eftir aö efla áhuga landans á hlaupum og skokki í framtíöinni. „Loks tók drottinn Sunnlendinga í sátf' Eyjafjörð. Ég tel mig nú vera hlut- lausan í þessu máli en mig langar til aö minnast á staö þar sem ég teldi hentugast aö álverið stæöi. Mér fyndist gott ef hægt væri að finna því stað á svæöinu milli Gjóutáar og Nátthrafna- víkur. Þar eru há fjöll sem varna mengun og firöir þar sem hægt yröi aö gera ágæta höfn. Þarna er ekki lengur nein byggö og því verður mengun, ef hún er þá til staöar, hverfandi. Ég var fyrir nokkrum árum búsettur á Akur- eyri og finnst þessi staður alveg tilvalinn. Og vegna þess aö viö Sunnlendingar höfum séð til sólar að undanförnu eftir mikla vætutíð datt mér í hug þessi vísa aðlokum: Loks tók drottinn Sunnlendinga í sátt. Sendi þeim að hendi heiðið blátt. Er ei rétt að upp á því við stingum að hann hlaupi næst í Norðlendingum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.