Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984.
9
í ÖLDURÓTI
Svo margt hefur á dagana drifiö í
þjóölífinu undanfamar vikur að bor-
in von er að gera því öllu skil í þess-
um pistli. Þegar til lengdar lætur
mun þó mesta þýöingu hafa þaö skip-
brot sem efnahagsstefna ríkisstjóm-
arinnar viröist ætla aö bíða. Eftir at-
hyglisverðan árangur í verðbólgu-
slagnum undanfarið hálft annað ár
bendir flest til þess að flóðgáttirnar
opnist á nýjan leik. Þjóðin á eftir að
súpa seyðiö af þeirri þróun, bæði í
efnahagslegum og pólitískum skiln-
ingi. Olíklegt er aö núverandi stjórn
takist að klífa þann þrítuga hamar
og það mun hafa víðtæk áhrif á vett-
vangi stjórnmálanna um ófyrirsjá-
anlega framtíö.
Frekari vangaveltur um þann þátt
atburðarásinnar bíða síðari pistla
enda ekki öll kurl til grafar komin.
Hins vegar verður vikið að þrem
málum sem í sjálfu sér tengjast
hvert öðru. I fyrsta lagi að verkfalli
opinberra starfsmanna, í öðm lagi
að frjálsum útvarpsstöðvum og í
þriðja lagi afturkomu minni á þing.
Misræmið varð að misrétti
I ræðu sem ég flutti á Alþingi þann
11. október rakti ég hvemig verð-
bólgan hefði tekið á sig nýja mynd,
fengiö útrás í launaskriði, viðskipta-
halla, skuldasöfnun og dulbúnu at-
vinnuleysi í skjóli lánveitinga banka
og sjóða til óarðbærra atvinnu-
greina. Á sama tíma og þetta átti sér
stað gerðist annað: Launþegar sem
ekki höföu aðstöðu til aö bæta kjör
sín framhjá samningum sátu uppi
með byrðar aukinna útgjalda, skert
lífskjör og rýrnandi kaupmátt þeirra
kauptaxta sem í oröi kveðnu gilda.
Misræmiö í launakjömm varö að
þjóðfélagslegu misrétti. Álagning
tekjuskattsins var punkturinn yfir i-
ið.
Ég leyfi mér að fullyrða að kröfur
BSRB og verkfall opinberra starfs-
manna er ekki síst sprottiö af rétt-
látri reiði yfir því ranglæti í kjömm
sem nú hefur oröið æ meir áberandi.
Þaö er móögun við heilbrigða skyn-
semi og allt það fólk, sem líður skort
vegna bágra launa, aö halda því
fram að verkfallið sé af pólitískum
hvötum. Fólk skilur og veit að þjóð-
arbúiö er ekki aflögufært. En þaö
sættir sig ekki viö að gjalda þess eitt.
Kröfurnar eru ekki heimtufrekja
heldur nauövörn.
Um leið og þetta er sagt er því ekki
haldiö fram að ríkisstjórnin og at-
vinnuvegirnir geti og eigi að sam-
þykkja allar kröfur. Það er heldur
ekki verið að segja að deilan sé auö-
leyst.
Það stafar meðal annars af því að
kjaradeila BSRB snýst ekki lengur
um prósentur. Undirrót hennar er
siðferðisleg og tilfinningaleg barátta
fyrir lífsháttum og lífskjömm yfir-
leitt, átök um grundvöll þess sam-
félags sem viö lifum í. Misræmið og
misréttið í kjörum fólks hefur klofiö
þjóðina í herðar niður. Við eram nú
að taka út sársaukann af því höggi.
Miðaldamyrkur
Opinberir starfsmenn telja sig
rangindum beitta og óbilgirni. Því
hafa þeir sjálfir svarað meö óhil-
girni. Harka í verkfailsvörslu, fyrir-
varalaus stöðvun Ríkisútvarpsins,
litaður fréttaflutningur í BSRB-tíð-
indum og í fréttatímum Ríkisút-
varpsins og ástæðulausar aðgerðir
gagnvart almennum borgurum í
óskyldum málum hafa ekki bætt
stöðu þeirra. Allt hefur þetta kallaö á
viöbrögö hjá öörum sem ella hefðu
verið látin kyrr liggja.
Hvort sem opinberum starfsmönn-
um líkar betur eöa verr þá veröur
ekki framhjá þeirri staðreynd gengið
aö fyrirvaralaus stöðvun útvarps og
sjónvarps, mánudaginn fyrsta októ-
ber, var storkun við þjóðina. Það var
vanhugsuö og ofstækisfull aðgerð,
framin í krafti þess einkaréttar sem
ríkiö hefur lögum samkvæmt á út-
varpsrekstri. Þeir gáðu ekki að því
að ríkið er samfélagið, fólkið sjálft,
en ekki starfsmenn Ríkisútvarpsins.
Þjóðin gat ekki og vildi ekki láta
bjóöa sér þá auðmýkingu og lítils-
viröingu að vera bæld niður, byrgö
inni vegna stöövunar blaða og geð-
þóttaákvarðana starfsmanna Rikis-
útvarpsins.
Hvergi á byggöu bóli, jafnvel ekki
einu sinni í alræmdustu einræðisríkj-
um, þekkist það ástand að landslýð-
ur sé sviptur upplýsingum, fréttum
og sambandi við umheiminn. Sitji
skyndilega uppi í miöaldamyrkri.
Mannréttindi — nauðvörn
Svarið við lokun Ríkisútvarpsins
var ekki nema eitt. Að ganga fram
fyrir skjöldu og stofna aðrar út-
varpsstöðvar. 1 því var fólgin nauð-
vörn almennings, sá réttur hvers
frjálsborins manns að tjá sig og afla
Ellert B. Schram
skrifar:
sér vitneskju um atburði líðandi
stundar. Sú gagnrýni hefur einkum
verið sett fram af úrtölumönnum
þessa útvarpsrekstrar að hér hafi
lögbrot veriö framiö.
Því er til aö svara aö þeir sem segj-
ast bera svo mikla virðingu fyrir
lögunum, sem þeir vera láta, eiga þá
að vera sjálfum sér samkvæmir og
bíða með að kveða upp dóm um lög-
brot þar til sekt er sönnuö. Eða er
betra að gerast sjálfskipaður dómari
heldur en br jóta lög?
Og svo hitt, sem meira máli skipt-
ir: hvenær í mannkynssögunni hafa
mannréttindi verið tryggð nema meö
baráttu gegn fordómum, valdi og
ólögum? Hvemig var danska versl-
unareinokunin brotin á bak aftur,
drottnunarvald yfirstéttarinnar,
vökuþrældómurinn, ójafnræðið og
ranglætið í þjóðfélaginu? Hver man
ekki einokun ríkisins í ferðamálum,
viötækjaverslun, bílainnflutningi og
hvernig eru mannréttindaákvæði
stjórnarskrárinnar til komin?
Sigrar í þessum réttlætismálum
unnust ekki með því aö einblína á
dauða lagabókstafi eða meö undir-
gefni fyrir forréttindum ríkis og ráð-
andi stétta. Það var gert í krafti
þjóðarvilja, réttlætiskenndar og
frelsis.
Það var gert samkvæmt mottóinu:
ef sverð þitt er stutt, þá gakktu feti
framar.
Aftur á þing
I öllu því ölduróti sem af verkföll-
um, blaöaleysi, útvarpsmálum og
stjórnmálaupplausn hefur hlotist
þurfti það ekki að koma neinum á
óvart þótt undirritaður tæki sæti sitt
á þingi á ný. Fjarvera mín í fyrravet-
ur stafaði af persónulegum ástæð-
um, sumpart af stolti sem var mis-
boðið þegar ljóst var að þingflokkur
sjálfstæðismanna afþakkaði starfs-
krafta mína til þeirra trúnaðarstarfa
sem máli skiptu. Eg hef kannski
aldrei komið því nógsamlega til skila
að þingseta er mér ekki metnaðar-
mál hégómans vegna heldur til að
hafa áhrif í þágu þeirrar lífsskoðun-
ar sem ég hef tileinkað mér. Ég hef
aldrei haft áhuga á því að eyða bestu
árum ævi minnar sem handlangari
hjá öðrum. Þess vegna taldi ég í
fyrrahaust að ritstjórn á stóm blaöi
væri ákjósanlegri vettvangur til að
koma skoðunum mínum á framfæri
heldur en þingseta upp á sömu býti
og ég hafði reynt mestallan síðasta
áratug.
Mér er hins vegar ljóst að ég hef
skyldum að gegna gagnvart því fólki
sem kaus mig til Alþingis og nú er ég
þangað kominn aftur. Ekki til þess
að vera dyggur og þægur gagnvart
flokki eða ríkisstjórn, sem ég er eng-
an veginn sáttur við, heldur til að
vera sjálfs mín herra.
Því hefur veriö dróttað að mér að
ég hafi flúiö inn i þinghelgina til aö
forðast eftirmál útvarpskæmnnar.
Að því er varla oröum eyðandi. Ég
nýt engrar þinghelgi vegna meintra
brota á útvarpslögum, hvorki innan
né utan þings, og er meira en reiðu-
búinn til varnar og sóknar í því máli
hvar og hvenær sem er.
Sannleikurinn er einfaldlega sá að
ástand þjóðmála og stjómmála er
meö þeim hætti að sérhverjum
ábyrgum manni hlýtur að renna
blóðið til skyldunnar. Ég get ekki
variö það fyrir samvisku minni og
skoðunum að notfæra mér ekki rétt
minn til setu og málafylgju á Alþingi
þegar allt er hér að fara til fjandans.
Persónulegir hagsmunir hljóta að
víkja þegar sjálfir innviðir sam-
félagsins eru að bresta.
Spennitreyja
Ég hef haft tíma og tækifæri til að
fylgjast meö stjórnmálum og þing-
störfum úr fjarlægð. Eg hef getað
fylgst með frá öðru sjónarhorni og ég
leyni því ekki að margt hefur valdið
mér vonbrigðum. Mér blöskrar
hvernig ríkisstjórnin hefur glopraö
stefnu sinni niður. Mér ógnar það
tregðulögmál sem ríkir í viðhorfum
Alþingis til nýrra tíma, nýrra viö-
horfa. Mér óar viö þeirri undiröldu
sem risið hefur í þjóðfélaginu í kjöl-
far þeirrar röskunar sem nú á sér
stað. Og ég hryggist yfir þeirri sjálf-
heldu sem núverandi stjórnmála-
flokkar hafa viljandi eöa óafvitandi
kallaðyfirsig.
Mér er sífellt að veröa ljósara
hversu ríkjandi flokkaskipan er
mikil tímaskekkja og hvernig valda-
jafnvægið og samtryggingin þeirra í
milli er orsök og afleiðing þeirrar
kyrrstööu sem íslenskt þjóðfélag býr
við. Með því er ekki verið að kasta
rýrð á góðan vilja þess fólks sem á
Alþingi situr og flokkunum stýrir.
Það er einfaldlega f jötrað í sinni eig-
in spennitreyju.
Uttekt á því ástandi bíður betri
tíma. En það er ærið umhugsunar-
efni, líka fyrir þá sem eru innstu
koppar í flokkunum sjálfum, hvernig
megi losa um þá spennitreyju, þó
ekki væri nema sjálfra þeirra vegna.
Meiraumþaðsíðar.
Ellert B. Schram
ATBURÐIR