Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Síða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. ViðarVíkingsson skrifar um f ranska kvikmyndaleik- stjórann FrancoisTruffaut sem ernýlátinn Sagan af „nýju bylgjunni’’ í frönsk- um kvikmyndum, sem hófst 1959, hefur oft verið sögð, og nú þegar Francois Truffaut er allur á þeim aldri þegar Hitchcock, Bunuel og Mizoguchi áttu eftir glæstasta hlutann af ferli sínum verða vafalaust margir til að rifja hana upp. 1 upphafi var oröið: hópur ungra gagnrýnenda hjá tímarit- inu Cahiers du Cinéma, Truffaut, God- ard, Chabrol, Rohmer og Rivette, ræðst til atlögu við akademismann sem þá var ríkjandi í franskri kvik- myndagerð og skilur án óþarfa um- burðarlyndis sauðina frá höfrunum meðal þeirra er fást við kvikmyndir. Samkvæmt Cahiers du Cinéma lá giidi kvikmyndar fyrst og fremst í sviðsetn-. ingunni, en ekki í efnisþræöi eöa sam- tölum. Truffaut setur dæmið þannig upp þegar hann teflir átrúnaðargoðinu Hitchcock fram gegn franskri kvik- mynd: „Hér er dæmi um hugmynd úr franskri kvikmy nd: I Les Orgueilleux er Michele Morgan nýorðin ekkja og er allslaus. Hún sendir símskeyti til f jölskyldu sinnar og biður um peninga. Afgreiðslu- maðurinn á símstööinni telur oröin í skeytinu og segir síðan hvaö það kosti. Þá biöur Michele Morgan hann að sleppa síðasta orðinu, „ástar- kveðjur”, til aö skeytið verði ódýr- ara. Svona eru hugmyndirnar í flestum frönskum kvikmyndum. Þessi hug- mynd er ekki frá stjórnanda myndar- innar, Yves Ailegret, heldur frá höfundi samtala, Jean Aurenche. En nú kemur dæmi um hugmynd frá Alfred Hitchcock: 1 Under Capricorn á Ingrid Bergman sér vart viðreisnar von. Hún þolir ekki lengur að horfast í augu við sjálfa sig og hefur látiö fjarlægja alia spegla af heimili sínu. En Michael Wiiding vill koma henni á réttan kjöl og sannfæra hana um að hún sé ennþá fögur. 1 því augnamiöi fer hann úr jakkanum, heldur honum bak við glerrúðu og neyðir Ingrid Bergman til aö horfa á ósnortna feg- urð sína eins og í spegli. Þetta er ekki hugmynd frá samtala- höfundi, heldur er hún frá Hitch- cock. Þetta er hugmynd sviðsetjara og mjög fögur semslík.” (Cahiers du Cinéma, 1954.) Þessi höfuöáhersla sem lögð var á sviðsetninguna í „höfundapólitik” Cahiers du Cinéma olli miklum deilum og ýmsum gekk erfiðlega að gleypa við guðspjalli Hollywood-höfunda á borð við Hitchcock og Howard Hawks. Menn sem á annað borð tóku kvik- myndina alvarlega sem listgrein gátu tekið undir það að Bergman og Fellini heföu ýmislegt fram að færa, en neituöu aö meðtaka hið „klassíska gegnsæi” í myndum Hawks eða „mór- alinn” í hreyfingum kvikmyndavél- arinnar hjá Hitchcock. Verst gekk Könum sjálfum að skilja þetta, og við- talsbók þeirri sem TruJEfaut átti frum- kvæðið að („le Hitchbook” eins og hann kallaði hana) var meðal annars ætlaö aö sýna þeim fram á að Hitch- cock væri snillingur á borð við Poe, Dostójevskí og Kafka. Leiftrandi ást á kvikmynda- forminu Nú liggur sú bók á náttborðinu hjá flestum þeim sem við kvikmyndir fást, og enginn efast lengur um að Hitch- cock sé jafnmikill hugsuður og Berg- man og öllu meiri formsköpuöur. Kvik- myndaferill gagnrýnendanna frá Cahlers hefur hins vegar leitt í Ijós að þrátt fyrir svipaðan hugmyndafræði- legan bakgrunn, kaþólskan formal- isma sem ritstjórinn, André Bazin, þróaði lengst, voru þeir mjög ólíkir listamenn að eðlisfari. Nýja bylgjan átti sér margar sögu- legar skýringar; um ’59 komu á markaðinn léttar og meðfæri- legar kvikmyndatökuvélar sem gerðu það kleift að taka myndir á raunveru- legum vettvangi og sleppa dýrum sviðsmyndum. Chabrol giftist ríkri ekkju sem fjármagnaði fyrstu inynd hans, Truffaut giftist dóttur kvik- myndadreifanda, Godard var sonur svissnesks bankamanns. Síðan upp- götvuðu framleiðendur að hægt var að græða drjúgan skilding á ódýrum myndum. Fyrsta mynd Truffauts í fullri lengd, Les 400 coups (’59), er kannski hans besta mynd; á svipaðan hátt og Citizen Kane eftir Orson Welles leiftrar hún af ást á kvikmyndaform- inu og fögnuði yfir að eiga þess kost að tjá sig í því. Jean-Pierre Léaud, sem þá var barn aö aldri, lék Antoine Doinel, persónu sem Truffaut þróaði síöar í fjórum öðrum myndum þegar Léaud var orðinn fullorðinn. Les 400 coups lýsir erfiðleikum bemskunnar; Antoine Doinel skortir ástúð og hlýju á heimili sínu, finnst hann vera utan- garðs, flýr í draumaheim kvikmynda- húsanna og á endanum stingur hann af að heiman. Truffaut byggði þama á eigin reynslu, en þetta átti líka við um Jean-Pierre Léaud sem oft mætti svo skrámaður og lemstraöur eftir for- eldra sína á tökustað að sminkan varð Truffaut vinnur ad tökurn á „Le Dernier métro” sem enn er sýnd hér í Reykja- vík. Meö honum er Catherine Deneuve.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.