Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Síða 15
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. 15 að hafa sig alla viö aö fela sárin. Bernskan var Truffaut ætíö hugleikið viöfangsefni eins og t.a.m. í l’Enfant sauvage (’69) sem segir sanna sögu af barni sem haföi alist upp á víöavangi og sem reynt var aö aölaga mannlegu samfélagi. „Eftir sína fyrstu mynd lét Truffaut kvikmyndaheiminn glepja sig alger- lega, hann breyttist í það sem hann haföi áður barist gegn,” segir Godard. Það er til marks um hversu ólíkir per- sónuleikar stóöu aö nýju bylgjunni aö Godard og Truffaut, sem áöur höföu verið óaöskiljanlegir vinir, enduðu svarnir fjandmenn á svipaöan hátt og Voltaire og Rousseau og stóöu í eilífu hnútukasti. Godard hneigöist til æ meiri róttækni og gekk sífellt lengra í því að brjóta kvikmyndaformið niöur í frumeindir, en á sama tíma færöi Truffaut sér sígilda frásagnartækni í nyt og lét sér markaðslögmálin vel líka. Þótt Truffaut hafi öörum fremur rómað meistara Hitchcock, gætir saman þessar tvær myndir, og eins og vænta mátti var sá samanburður Truffaut ærið óhagsíæður. 1 fyrsta lagi var það óheiðarlegt hjá Truffaut aö hafa ekki sett atriði í la Nuit américaine um náin samskipti leikstjórans og aöalleikkonunnar, þegar þaö lægi í augum uppi aö hann hefði gert myndina til að fá það hjá Jacqueline Bisset. I öðru lagi væri Truffaut einungis að slá ryki í augu áhorfandans með því aö látast vera aö sýna hvernig kvikmynd veröur til; áhorfandanum fyndist hann veröa ein- hvers vísari, en í rauninni heföi ekki verið flett ofan af einu eöa neinu, myndin heföi ekki einu sinni vakiö spurningar. „Þetta sýnir bara hvað Godard er mikill asni,” svaraði Truff- aut um hæl. Þaö hefði aldrei veriö ætl- un sín að fletta ofan af kvikmynda- gerö. Þegar maöur fylgist meö orustu- flugmanni í erfiðleikum í háloftunum í. mynd eöa á bók, finnst áhorfandanum eöa lesandanum hann hafa þaö á ingu í hana aö hún beri vitni skeyting- arleysi um hverja mynd fyrir sig; Hitchcock hafi getaö staðiö utan viö þaö sem hann var aö gera í það og þaö skiptið. En þessi túlkun er alröng. Staðreyndin er sú aö honum var mein- illa við aö munnhöggvast opinberlega og fjöldi manns er til frásagnar um það hvernig hann lét sig hverfa af tökustað þegar einhver byrjaöi að hella úr skál- um reiði sinnar. „Þetta er bara kvik- mynd” var setning sem hann notaði til að ná mönnum niður og ég skil hana svo: „Fyrir þér er þetta bara kvik- mynd, fyrir mér er þetta allt lífið.” Um trúarbrögð og stjórnmál „Mér finnst ég ekki vera hundrað prósent franskur, og ég er ekki fylli- lega meö uppruna minn á hreinu. Eg hef aldrei útfyllt nauðsynleg plögg til aö fá atkvæðisrétt. Mér fyndist ég vera aö leika rullu ef ég kysi. Þaö er ekkert sem bindur mig viö Frakkland, og ég gæti vel hugsað mér að enda ævina annars staöar. Og trúmál eru mér jafnframandi og ættjarðarást. Þegar fólk útskýrir trú sína fyrir mér, fyllist ég tortryggni og efast um einlægni þess, þrátt fyrir aö ég viti vel að því sé alvara. En kvikmyndin er mín trúar- brögö. Eg trúi á Charlie Chaplin o.fl. Mér finnst allt of mikið hafa veriö gert úr stjórnmálum síðustu tíu árin. Stjórnmál eru álíka merkileg og hrein- gerningar. Ef þaö þarf aö þurrka af, þá er rétt aö gera þaö án þess að hafa orð um. Þaö er nauðsynlegt aö tæma fulla öskubakka, en það er ekki það merkilegasta sem maður gerir yfir daginn. Ef svona nokkuð verður aðal- umræðuefnið og það sem allt snýst um, þá erum viö komin út í öfgar. Sama gildir um stjómmál. Stjómmálamenn eiga ekki skilið að vera stjörnur. Þeir eiga aö vera hæverskt og duglegt skúr- ingafólk.” Amerísk vinnubrögð „Þaö er alltaf jafnsláandi hvaö áhrifa hans ekki nema í einstaka myndum (t.d. la Mariée était en noir frá ’67 og í síðustu mynd hans, Vivement dimanche, ’83). Miklu fremur var þaö Jean Renoir sem hafði afgerandi áhrif á Truffaut; hjá báðum situr jákvæð lífssýn og umburöarlyndi í öndvegi, þeir foröast aö dæma aöra og leggja áherslu á hina eilífu hringrás í tilverunni fremur en framþróun. Truffaut kemst svo aö oröi um fyrstu reynslu sína af kvikmyndum: „Eg þarfnaöist þess aö geta farið inn í kvikmyndina, og í því skyni settist ég svo nærri tjaldinu aö ég varð ekki var viö umhverfið. Mér leiddust myndir sem gerast á öörum tímum, stríðs- myndir og vestrar, af því að þá átti ég erfitt með aö setja mig í spor persón- anna. Því valdi ég myndir um ást og glæpi. Og ég „hélt ekki með” hetjun- um, heldur þeim sem stóöu verr að vígi og sérstaklega þeim sem haföi orðið eitthvað á. Myndir Hitchcocks, sem allar f jalla um ótta og angist, höföuöu því sérstaklega til mín og sömuleiðis myndir Jean Renoirs sem allar báru vitni um ótæmandi skilning á persón- unum sbr. það sem sagt er í La Regle du Jeu: „Hiö skelfilega í þessumheimi er það aö allir hafa eitthvað til síns máls.”” Deilur Godard og Truffaut Godard kostar hins vegar kapps um aö koma í veg fyrir innlifun áhorfand- ans og fá hann þess í staö til aö spyrja sjálfan sig grundvallarspuminga um samspil hljóös og myndar. Bæði hann og Truffaut höföu gert kvikmyndir um fólk sem vinnur að kvikmyndagerð; Godard gerði le Mépris (’63), Truffaut la Nuit américaine (’73),þar semhann leikur sjálfur leikstjórann í myndinni sem verið er að gera. (Truffaut lék oft í eigin myndum og ennfremur í mynd Spielbergs, Close Encounters of the Third Kind). I fyrirlestri bar Godard Ameríkanar fjalla á allt annan hátt um kvikmyndahandrit en viö. Þegar blaðamaöur í Frakklandi spyr kvik- myndahöfund hvaö mynd hans sé um, byrjar gaukurinn sífellt aö segja frá efnisþræðinum eins og hann ímyndi sér að hann sé sá fyrsti í sögu kvik- myndanna sem segir þessa sögu. En þeir í Ameríku sjá hlutina í réttu ljósi og vita ósköp vel að allar dramatískar kringumstæður hafa þegar veriö nýtt- ar. Því spyrja þeir: „Hvers konar mynd ætlarðu að búa til?” Maður gefur þeim upp nafniö á myndinni. Þá spyrja þeir: „Hver er maðurinn, hver er stúlkan?” Þeim finnst það liggja í augum uppi aö allar myndir fjalli um mann og konu sem hittast, rífast svo- lítið, hafa það svo gott og giftast í lok- in. Það eina sem breytist frá einni mynd til annarrar er bakgrunnurinn. Því spyrja þeir þegar maður er búinn að segja þeim nafnið á myndinni og hvaða par fari með aðalhlutverk: „What’s the background?” Bakgrunn- urinn kann að vera olíulindasvæði, kappakstursbraut, herbúðir í Kóreu. Og þá spyrja þeir einskis frekar. Það er langt síðan þeir komust að þessari niðurstöðu að allar myndir segi sömu söguna. Og amerískir gagnrýnendur eru þeim sammála. Þeir setja Airport, Murder in the Orient-Express og Towering Inferno í sömu skúffu og segja: „Ojá, þetta er Grand Hotel skúffan” og eiga við það að Grand hreinu hvernig á að fljúga flugvél, sé frásögnin vel af hendi leyst. En það þýðir ekki að sá hinn sami geti svo stig- ið upp í næstu þotu og flogiö henni á heimsenda. Eins og venjulega hafi Godard ekkert skilið, spurningar hans þyrli aðeins upp moldviðri. Eins og þetta sýnishorn af deilu God- ards og Truffaut ber með sér var Truffaut fulltrúi sígildrar kvikmynda- hefðar sem grundvallast á þátttöku og innlifun áhorfandans í ímynduðum heimi meðan Godard kostaði kapps um að gera áhorfandann meðvitaðan um sjálfan sig með því að magna upp allar mótsetningar, milli myndar og hljóös, myndskeiða innbyrðis o.s.frv. Fyrir Truffaut var kvikmyndin trúarleg opinberun: þessu lýsir hann óbeint í einni af sínum persónulegustu mynd- um, la Chambre verte (’78). Þegar hann fjallaði um Hitchcock eitt sinn sem oftar sagði hann m.a.: „Það veldur mér hugarangri hve oft er vitnað í setningu hans: „After all, this is only a movie”. Allir leggja þá merk- Fyrsta mynd Truffauts var ,,Les 400 coups” — ,,kannski hans besta mynd, ” segir Viðar Víkingsson í grein sinni. Hér sést leikstjórinn ásamt aðalleikara sínum, Jean- Pierre Léaud. Hér er Truffaut ásamt helstu lœrimeisturum sín- um, Hitchcock (t. v.) og Jean Renoir. Truffaut í hópi geimvera. Steven Spielberg vottaöi Truffaut aðdáun sína og þökk með því að fá hann til að leika vísindamanninn í ,, Close Encounters of the Third Kind”. Hotel sé dæmigerð fyrir þessa tegund af myndum þar sem smalað er saman á einn stað sundurleitum persónum sem hægt er aö sjá fyrir hverjar eru: ólétta konan, þjófurinn á flótta, banka- stjórinn með krabbamein, unga og óreynda stúlkan, heigullinn sem á end- anum bjargar öllum o.s.frv. Eg kann vel við þennan framgangs- máta, þar sem teorían er sett fram á undan sjálfu viöfangsefninu. Stundum finnst mér við vera einfeldningar í samanburði hér í Frakklandi, þótt við teljum okkur vita betur. Jean-Pierre Melville gat ekki gert gangstermynd án þess að reyna aö telja öllum trú um að hann væri að búa til grískan harmleik. Þegar hann heyrði oröið skammbyssa tók hann upp kúltúrinn sinn. Hitchcock var hæverskari og kunni betur skil á hugtökum. Þegar við ræddum um Spellbound, komst hann einhvern veginn svona að orði: „Eins og venju- •lega er þetta mynd um mann á flótta, en þarna er hann í tygjum við konu sem iðkar sálgreiningu.” Og þegar hann talaði um Marnie sagði hann: „Enn ein öskubuskusagan.” Gæðaflokkar „Mér finnst þaö fáránlegt og viður- styggilegt þegar myndum er skipt niður í flokka sem eiga aö vera mis- jafnlega göfugir. Þegar Hitchcock gerði Psycho, — sem er saga af þjófi sem lendir í því að vera slátrað í sturtu af hóteleiganda sem hefur stoppað upp látna móður sína —, þá fannst öllum gagnrýnendum á þeim tíma söguefnið lítils virði. En á sama ári f jallaði Ing- mar Bergman um nákvæmlega sama efni (Jungfrukallen), en lætur söguna gerast í Svíþjóö á 14. öld og sækir inn- blástur til Kurosawa. Og þá mátti eng- inn vatni halda af hrifningu og myndin fær óskarinn sem besta erlenda myndin. Eg er ekki að gera lítið úr því en ég bendi aftur á að þarna er um sömu sögu aö ræða, (Rauöhettu, ef út í það er farið). Staðreyndin er sú að í þessum tveimur myndum túlkuðu og útfærðu bæði Bergman og Hitchcock á frábæran hátt ofbeldið sem bjó innra með þeim.” Um litmyndina „Litmyndin var ekki framför. Ef maður vill ná fullkomnun í kvikmynd verða að vera glögg skil á milli mynd- arinnar og „raunveruleikans”. En með litunum hurfu síöustu skilin. Ef ekkert er óekta í kvikmynd er hún ekki lengur kvikmynd, nema þá einhvers konar leiðinleg heimildarmynd. — Nú finnst mér stórum áhugaveröara að láta búa til sviðsmynd af íbúð heldur en að taka mynd í raunverulegri íbúð. Af því að í sviðsmynd er hægt að þurrka út litina og einbeita sér að því semergervilegt.” Gömlu meistararnir „Hvers vegna hófu allir stærstu meistaramir í sögu kvikmyndanna feril sinn milli 1920 og 1930? Hvað sem manni finnst um Der Tiger von Esch- napur eftir Lang, The Countess of Hong Kong eftir Chaplin, Le Caporal épinglé eftir Renoir, The Qulet Man eftir Ford, Red Line 7000 eftir Hawks, þá er augljóst að þessir höfundar byrjuðu fyrir 1930. Það er eins og þeir hafi þurft að leysa svo erfið vandamál í þöglu myndinni að ekkert gat lengur komið þeim á óvart. Það er ótrúlegt hve litið er um efa og angist í myndum Fords og Hawks. Og þá er ekki nóg að segja að þeir hafi þurft að segja sögu á myndrænan hátt í þöglu myndinni, heldur völdu þeir alltaf róttækustu og mest afger- andi lausnina í sviðsetningu.” Vonin „Eg hef ekki áhuga á að gera annað en búa til kvikmyndir. Ef ég yrði blind- ur, mundi ég reyna að halda áfram meö því að vinna að handritagerö. Eg er bjartsýnn, ég elska lífið, það sést sennilega í myndum mínum og fer í taugamar á þeim sem elska það ekki og ennþá meir hjá þeim sem þykjast ekki elska það. Hið eina sem ég kunni ekki aö meta hjá Sartre, sem samt var heiðarleikinn uppmálaður, var það að hann lést ekki elska lífið. En öllum sem þekktu hann ber saman um að honum þótti vænt um lífið. 1 síðasta viðtali, sem var tekið við hann tveimur mán- uðum áöur en hann dó, segist hann eiga fimm, kannski tíu ár eftir. I sama viðtali talar hann í fyrsta skipti um nauðsyn þess að vona hið besta... ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.