Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Qupperneq 19
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984.
19
Afram með smérld
Einhverra hluta vegna komu blöö-
in ekki út á tímabili og þess vegna
hættu þættirnir af Runka rannsókn-
arlögreglumanni og Binna bláþræði
að birtast og hafa þessir ágætu menn
legiö eins og hvert annað rusl á
skrifboröinu minu alllengi.
Eg sá þó ekki ástæðu til að henda
þeim í öskutunnuna þótt nú sá margt
að gerast í þjóölífinu sem þarfnast
alvarlegrar umfjöllunar fyrr en
seinna.
Sem betur fer hefur ekkert mark-
vert gerst fram að þessu í sögunni og
því óþarfi að rifja það upp en næsti
kafli heitir upprisan.
Oveðrið skall á klukkan rúmlega
þrjú og olli hálku á götum sem varð
til þess að víða mynduðust umferðar-
hnútar. Bílar á sumardekkjum spól-
uðu eins og þeir ættu lífið að leysa og
það er vafasamt aö nokkur hafi hugs-
að hlýtt til bílstjóranna sem gerðu þó
sitt besta til að komast úr sporunum
með því að bölva druslunni í sand og
ösku og hóta aö selja hana við fyrsta
tækifæri og kaupa sér Blazer.
Fyrst í staö gerðu hjálparsveitir
og lögregla lítið annað en vona
að óveðrinu slotaöi sem fyrst en
þegar það dugði ekki var farið aö
skipuleggja aðstoö þar sem mörgum
fannst ófært að fólk eyddi gamlárs-
kvöldinu spólandi eða bölvandi á
götum borgarinnar.
Það var einmitt um svipað leyti og
fyrstu aöstoðarflokkarnir héldu út í
hríðarkófið að Stebbi stutti og vinur
hans, Jói Jóns, leituöu skjóls í and-
dyri skrifstof ubyggingar Milljóna hf.
og reyndu að skjálfa sér þar til hita.
Þeir voru báðir rallhálfir og á leið
heim til Stebba stutta sem var viss
um að hann ætti ákavítisflösku
heima hjá sér þótt hann myndi ekki
alveg nákvæmlega hvar hún væri. —
Við finnum hana, sagði Stebbi stutti,
— vegna þess að hún er einhvers
staöarískúi-num.
Stebbi hafði ekki fyrr gefið þessa
ágætu yfirlýsingu en óveörið skall á
sem varð til þess að þeir félagarnir
fundu ekki einu sinni skúrinn.
En það var fleira sem gerðist
þennan örlagaríka gamlársdag. Á
meöan Stebbi stutti og Jói Jóns voru
að reyna aö ylja sér í anddyri skrif-
stofu Milljóna hf. var Jón Jónsson,
f orstjóri fyrirtækisins, aö burðast við
aö rísa upp frá dauðum inni á karla-
klósettinu.
Þótt slíkir smámunir gangi yfir-
leitt fljótt og vel fyrir sig í sögum og
kvikmyndum ætlaði þetta aö reynast
Jóni Jónssyni þrautin þyngri þótt
ómögulegt sé að halda því fram með
nokkrum rétti aö hann hafi ekki gert
sitt besta.
En fyrir mann sem ekki sér
tærnar á sér fyrir ístrunni getur það
veriö nógu erfitt að velta sér á hana
svo ekki sé minnst á erfiðleikana við
það aö standa á fætur. Og ekki bætti
það úr skák að Jón Jónsson var enn
eftir sig eftir að hafa stigið á sápuna,
sem einhver haföi verið svo óforsjáll
að skilja eftir á baöherbergisgólfiriu,
og fallið sem því fylgdi.
Hins vegar var Jón Jónsson úr-
ræðagóöur maöur og fljótur að leysa
vandamál, sérstaklega þau sem voru
f járhagslegs eðlis. Þegar hann rakn-
aði úr rotinu byrjaöi hann þess vegna
BENEDIKT AXELSSON
að ræna honum, krefjast að því búnu
lausnargjalds og lifa síðan áhyggju-
lausu lífi til æviloka á eyju í Mið-
jarðarhafinu. Jói var ekki hrifinn af
þessari hugmynd til að byrja með en
þegar Jón hafði opnað dymar og var
jafntilbúinn að láta ræna sér og hægt
er aö vera hafði Stebba stutta tekist
aö telja Jóa hughvarf enda haföi
hann ekki sparað lýsingar á því
sældarlífi sem þeir ættu í vændum.
Það var engum vandkvæöum
bundið aö stela Jóni og þegar þeir
félagarnir leiddu hann út í hríðina
þakkaði hann þeim meira að segja
kærlega fyrir og hann var enn að
dásama göfuglyndi þeirra Jóa Jóns
og Stebba stutta þegar þeir duttu
kylliflatir í fyrsta skaflinn sem á
vegi þeirra varð. Eftir talsverðar
stympingar við Jón og skaflinn kom-
á því að hugsa máliö og horfa upp í
loftið á klósettinu. Síðan reyndi hann
með erfiðismunum að snúa til höfð-
inu og þegar honum hafði tekist það
kom hann auga á niðurfailsrörið á
vaskinum og eftir nokkrar tilraunir
tókst honum að ná taki á því.
— Nú þarf ég bara aö vega mig
upp, hugsaöi Jón Jónsson og tók á af
öllum kröftum.
I fyrstu tilraun tókst honum aö
velta sér á ístruna, í þeirri annarri
að rísa upp til hálfs og í þriðju tilraun
tókst honum að reka höfuðiö í vask-
inn og varð það síst til að lina þraut-
irnar í höfðinu.
En þrátt fyrir alla þessa
byrjunarörðugleika við upprisuna
tókst Jóni Jónssyni seint og um síðir
aö standa á eigin fótum fyrir framan
vaskinn á salerni skrifstofu sinnar,
þakka spegilmynd sinni meö
virktum fyrir komuna og tilkynna
henni að nú væri hann sko farinn
heimaö sofa.
Og Jón Jónsson reikaði fram í
anddyrið til aö ná í hatt sinn og
frakka.
Stebbi stutti og Jói sáu til feröa
Jóns Jónssonar um svipað leyti og
hann hafði tekiö kápu Aöalheiðar aö-
stoðarbókara í misgripum fyrir
frakkann sinn. Að vísu hélt Jói því
fram í fyrstu að þetta væri olíutunna
en skipti fljótlega um skoðun þegar
hann sá ríkasta mann landsins í
fjólubláu kápunni hennar Aðalheiðar
reyna aö stinga lyklinum sínum í
skráargatið á hurðinni sem var ekki
aldeilis kyrrt á meðan.
Það var einmitt á meðan Jón var
aö reyna aö róa skráargatið sem
Stebbi stutti fékk þá ágætu hugmynd
ust þeir félagar að þeirri niöurstöðu
aö forstjóranum yröi ekki haggað
nema meö hjálp æðri máttarvalda
eöa kranabils og var hvorugt til
staöar. En þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst og þegar þeir Stebbi og
Jói voru farnir að íhuga í fullri
alvöru að skilja Jón forstjóra eftir í
skaflinum komu allt í einu appelsínu-
gulir menn utan úr myrkrinu og
spurðu hvort þeir gætu aðstoðað.
Þar sem þetta voru hjálparsveit-
armenn kunni Stebbi stutti ekki við
að afþakka svo kristilegt boð og í
sameiningu drösluðu þeir forstjóran-
um heim að skúmum hans Stebba
sem lýsti því yfir að hann gæti
ábyggilega aldrei þakkað þeim nóg-
samlega fyrir björgunina því að eins
og þeir heföu séö væri einn þeirra
eins og fasteign ef hann dytti og
þegar Stebbi stutti hafði lokið ræð-
unni sinni voru björgunarsveitar-
mennirnir fyrir löngu famir að ýta
bílunum sem stóðu fastir út um allt.
— Nú verðum viö að skipuleggja
þetta út í æsar, sagði Stebbi þegar
hann var búinn að finna ákavítis-
flöskuna og fá sér vænan slurk úr
henni.
— Það fyrsta sem við gerum er að
skrifa bréf þar sem við krefjumst
lausnargjalds fyrir forstjórann. —
Það er best aö þú gerir þaö, sagði
hann viö Jóa, — þú ert svo góður í
stafsetningu.
Og þaö var einmitt miöinn hans
Jóa sem kom fljúgandi inn um glugg-
ann á skrifstofu Milljóna hf. þegar
Runki rannsóknarlögreglumaður
var í óðaönn að yfirheyra starfsfólk-
iðþar. Kveðja
Ben. Ax.
Bílabúð
Benna
Aukahlutir Varahíitir Sérpantanir
VAGNHJ&LIÐ
Vélaupptekningar
Vagnhöfóa 23
110 Reykjavik
Simi 685825
Vatnskassar og vólahlutir
f amerfska bfla á lager.
Mjög hagstœtt verö.
SAlþýðuflokksfélag
Reykjavíkur
Kosning fulltrúa Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur á 42. flokks-
þing Alþýðuflokksins fer fram í Félagsheimili jafnaðar-
manna, Hverfisgötu 8-10, kl. 2-6 síðdegis laugardaginn 3.
nóvember og sunnudaginn 4. nóvember 1984.
Tillögur uppstillingarnefndar liggja frammi á skrifstofu Al-
þýðuflokksins til kl. 5 síödegis 31. október nk. Stjórn AFR.
Auglýsing
frá Iðnaðarbanka Islands hf. um
vexti og verðbótaþátt af inn- og út-
lánum.
Með tilvísun til auglýsingar Seðlabanka Islands um vexti og
verðtryggingu sparifjár og lánsfjár o.fl. dags. 2. ágúst 1984,
er birtist í Lögbirtingablaði nr. 77 hinn 10. ágúst 1984, hefur
Iðnaðarbanki íslands hf. ákveðið vexti og verðbótaþátt af
inn- og útlánum við bankann.
Grunn- Verðbóta- Vextir
vestir þáttur alls
1. Innlán: áári áári áári
1. Sparisjóðsbækurl) 5,0% 12,0% 17,0%
2. Sparisjreikn. m. 3ja mán.
upps. 2) 8,0% 12,0% 20,0%
3. Sparisjreikn. m. 6 mán.
upps. 2) 11,0% 12,0% 23,0%
4. Sparisjreikn. m. 6 mán.
upps. og3,0% bónus2)3) . ... 14,0% 12,0% 26,0%(*
5. Verðtrreikn. m. 3ja mán. upps. 2,0%
6. Verötrreikn. m. 6 mán. upps. 2) 3,5%(*
7. Verðtrreikn. m. 6 mán. upps.
og3,0% bónus2)3) 6,5%(*
8. IB-reikningar 4) 8-11,0% 12,0% 20-23,0%
9. InnleMir gjaldeyrisreikningar •
a) inastæður í Randaríkj, adoiiurum ... 9,5%
b) innstæður í sterlingspundum .... ...9,5%
c) innstæður í vestur-þýskum mörkum ... 4,0%
d) innstæður í dönskum krónum ...9,5%
10. Avísana- og hlaupareikningar 5).... .... 12,0% 12,0%
11. Sérstakar veröbætur af verðtryggðum reikn-
ingum eru 1,0% á mánuði.
II. Utlán:
1. Forvextir víxla . 12,0% 12,0% 24,0%
2. Yfirdráttarlán á hlaupareikn. 6) . 14,0% 12,0% 26,0%
3. Afurðalán, endurseljanleg 1) ... . 6,0% 12,0% 18,0%
4. Almenn skuldabréfalán . 14,0% 12,0% 26,0%
5. Lán með verðtryggingu m.v. lánskjaravísitölu:
a) lánstími allt að 2 1/2 ár . 7,0% (*
b) lánstími lengri en 2 1/2 ár ... . 8,0%(*
1) Samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Islands á hverjum tíma.
2) Vextirreiknasttvisvaráári.
3) Bónus greiðist til viðbótar vöxtum á alla 6 mán. reikninga
sem ekki er tekið út af þegar innstæða er laus og reiknast
bónusinn tvisvar á ári, í júlí og janúar.
4) Vextir verða alls 20,0% á ári á IB-reikningum, 3ja—5
mánaða spamaði, en 23,0% á ári ef um lengri sparnað er að
ræða.
5) Vextir reiknast aflægstu stöðu á hverjum 10 dögum.
6) Grunnvextir reiknast af heimild mánaðarlega fyrirfram en
verðbótaþáttur reiknast af skuld mánaðarlega eftir á.
Iðnaðarbanki íslands hf. vill vekja sérstaka athygli viðskiptamanna sinna
á þvi að bankinn mun ekki taka hærri vexti af skuldabréfum, sem
honum hafa verið falin til innheimtu og gefin hafa verið út fyrir 11.
ágúst 1984, en þá sem Seðlabanki íslands ákveður á hverjum tíma.
Framangreind ákvörðun um vexti tekur gildi frá og með 27. október
1984.
Auglýsing Iðnaðarbanka íslands hf. um vexti og verðbótaþátt af inn- og
útlánum frá 24. september 1984 fellur jafnframt úr gildi.
Þeir liðir sem breyst hafa frá síðustu vaxtaákvörðun eru auðkenndir
með *.
Framangreind ákvæði eru breytanleg án fyrirvara skv. ákvörðun
Iðnaðarbanka íslands hf.
Reykjavík, 23. október 1984.
Iðnaðarbankinn