Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Side 35
DV. LAUGARDAGUR27. OKTOBER1984. 35 Marningsframleiðsla: Leið til stóraukins verð- mætis ódýrra fisktegunda Mamingsframleiðsla gæti orðið framtíðarbúgrein sjávarútvegsins ef vel tekst til með samsetningu hráefnis- ins. Japanir hafa orðið brautryðjendur í notkun fiskimarnings og hafa þróað sérstaka afurð sem líkist krabbakjöti. Einnig eru þeir farnir að ræða humar- og rækjueftirlíkingar. Kristján Jóakimsson útvegs- fræðingur hefur ritað nokkuö um þessi mál og sagði hann aö ef íslendingar heföu áhuga á að reyna þetta kæmust þeir ekki hjá því að hafa Japani inni í myndinni því þetta væri flókin „pro- cess” eða efnafræði sem þarf ákveðna kunnáttu við til að eftirlíkingin verði sem líkust krabbakjöti. „Varðveita þarf eiginleika ákveð- inna próteina sem gefa afurðinni ákveðna seigju. Einungis er hægt að nota ódýrt hráefni til að framleiðslan borgi sig. Japanir hafa aðallega veitt Alaskaufsa. Færeyingar eru að reyna kolmunna og Norðmenn eru að reyna að finna leiðir til að nýta loðnuna en ekki er enn útséð um efnasamsetningu hennar,” sagði Kristján. Japanir skipta framleiðsluferli marningsins í tvö stig. Hið fyrra gefur af sér hálfunna afurð, „surimi,” sem geymd er fryst eftir áframhaldandi vinnslu. Seinna stigið nefnist „kama- boko,” sem er fullvinnsla úr uppþíddu surimi. Sigurjón Arason, efnaverkfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, sagði að hægt væri að stórauka verðmæti ódýrra fisktegunda ef viðun- andi framleiðsluleiðir fyndust. „Okkur vantar véiar og búnað til að framleiða gervikrabbann en við erum að þreifa okkur áfram meö humarkraft og mamingsvinnslu. ” Vonir bundnar við framleiðslu á marningi hafa að mestu brugðist, vegna tækniatriða og gæða afurðanna. Því var hrundið í framkvæmd samnor- rænu verkefni um mamingsfram- leiðslu úr úrgangi frá fiskvinnslu og smáfiski og taka fimm lönd þátt í verk- efninu: Danmörk, Færeyjar, Island, Noregur, Svíþjóð. Markmið verkefnis- ins er að finna og breyta framleiðslu- linu mamingsins og bæta gæði hans og verði eftirfarandi leiðir farnar til að ná þessu marki: bæta hráefnismeð- ferðina; bæta vinnslurásina fyrir marningsframleiðslu; fmna leiöir til að lengja geymsluþol; vinna nýjar af- urðir úr marningi, t.d. með því að blanda saman marningi frá ólíkum fisktegundum og einnig aö bæta auka- efnumímarninginn. I öllum þessum löndum sem standa að verkefninu er afskurður, sem til fellur í frystihúsunum, notaður sem hráefni í marning og þykir sá maming- ur góður. Verkefninu er skipt í fimm hluta og hefur hvert land verkefnastjórnun í sínum hluta. Færeyjar sjá um hrá- efnismeöferð, Danmörk sér um frystingu, Svíþjóð sér um að bæta gæði Tvær gerðir vóla sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins notar við rann- sóknir sínar. Sú fremri er súrimi vól og sú aftari er notuð til marningsfram- leiðslu. Gulllax hefur reynst sórstaklega vel í marning en hann hefur iitið verið nýttur hérlondis. Marningur af gulllaxi geymist vel og hægt er að frysta hráefnið oftar en einu sinni án þess að vatnsbindieiginleiki minnki verulega. Marningur afgulllaxi er mjög ijós. S.\ Ljós og dökk gerð marnings. Reynt er að fá marninginn sem Ijósastan og með um 82 prósent vatnsmagni. Þvi dekkri sem marningurinn er þvi meira blóð er i honum sem ekki er talið heppiiegt. mamings meö blöndun eöa meö ann- arri meðhöndlun, Noregur sér um gæðastjómun og Island sér um fram- leiðslutækni. Þáttur Islands er að leggja áherslu á vinnslutæknina, afköst, rekstrar- kostnaö og gæði. Áætlað er að verkefnið standi í þrjú ár og hefur norræni iðnþróunar- sjóðurinn veitt 2,5 milljónir danskra króna styrk til verkef nisins. -JI. Veðrið Veðrið Búist er við að veður verði spakt um allt land í dag, bjart sunnan- lands og vestan en skýjaö og slydda norðanlands og austan. Er líða tekur á daginn mun þykkna upp sunnanlands með vaxandi austan- átt og í kvöld verður orðið hvasst og rigning. Það veður stendur fram eftir sunnudeginum og er búist við rigningu um allt land á þeim tíma. Síðan lægir veðrið sunnan- og austanlands og gengur á meö skúrum eða slydduéljum. Gengið Gengisskráning NR. 206 - 25. OKTÚBER 1984 KL. 09.15 cimng Kaup Sala Tollgengi Oollar 33,520 33,620 33.22 ’und 40,936 41,058 41.409 Kan. dollar 25,491 25,568 25.235 Dönsk kr. 3,0657 3,0749 3.0285 Norsk kr. 3,8107 3,8221 3.7916 Sænsk kr. 3,8892 3,9008 3.8653 Fi. mark 5,3080 5,3238 5.2764 Fra. franki 3,6076 3,6184 3.5740 Belg. franki 0,5475 0.5492 0.5411 Sviss. franki 13,4944 13.5346 13.2867 Holl. gyllíni 9,8148 9,8441 9.7270 V Þýskt mark 11,0718 11,1049 10.9664 It. lira 0,01785 04)1791 0.01761 Austurr. sch. 1,5763 1,5810 1.5607 Port. escudo 0,2060 0,2066 0.2073 Spá. peseti 0,1971 0,1976 0.1959 Japansktyen 0,13665 0,13706 0.13535 Írskt pund 34,207 34,309 33.984 SDR (sérstök 33,4578 33,5576 dráttarrétt.) Símsvari vegna gengisskráningar 2219Ó Dagskráin í dag. Dagskrá útvarps verður eins og undanfama daga í verkfalli, fréttir lesnar kl. 12.20 og kl. 19. Þá verða veðurfréttir lesnar kl. 8.15, kl. 10.10, kl. 12.45, kl. 16.15, kl. 18.45, kl. 22.15, kl. 01.00, kl. 4.30 ogkl. 07.00. Rétt og jöfn loftþyngd eykur öryggi, bætir aksturshæfni, minnkar eyðslu eldsneytis og nýtir hjólbaröana betur. Ekki þarf fleiri orð um þetta -NEMA - slitnir hjólbarðar geta orsakað alvarlegt umferðarslys. yuj™. SEMI Gagnkvæm tillitssemi allra vegfarenda, akandi, hjólandi, ríð- andi og gangandi, er veiga- mikið atriði í vel heppnaðri ferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.