Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Page 2
2
DV. FÖSTUDAGUR2. NOVEMBER1984.
Tvð skrímsli
í KleHarvatni?
- Rjúpnaskyttur sáu ókenniteg dýr þar síðastliðinn laugardag
„Eg hef nú ekki veriö trúaður á
skrímsli en ég geri ekki grín að
mönnum sem trúa á þau eftir þetta,”
sagði Júlíus Ásgeirsson, sem kveðst
hafa séð tvær ókennilegar skepnur í
Kleifarvatni si. laugardag.
Forsaga málsins er sú aö Júlíus
var á rjúpnaveiðum ásamt frænda
sinum við Kleifarvatn sL laugar-
dagsmorgun. Þegar þeir voru
komnir góðan spöi upp i hlíðina
austan við vatnið tóku þeir eftir
tveim dökkum dílum úti í vatninu.
Þeir héldu í fyrstu að þetta væru
aðeins steinar sem stæðu upp úr yfir-
borðinu. „En svo fór þetta að hreyf-
ast,” sagði Júlíus ,,og þá sáum við að
þama voru á ferðinni einhverjar
skepnur sem léku sér góða stund í
vatnsboröinu. Síðan tóku þær
stefnuna á land og skokkuðu nokkum
tíma í fjöranni. Þá hlupu þær út með
hlíðinni og hurfu bak við höfðann.
Við höfðum ekki af þeim augun allan
timann sem þær voru í sjónmáli.
Skömmu síðar komu dýrin svo til
baka og skelltu sér í vatnið. Þau léku
sér á sundi töluvert lengi en syntu
svo í land hinum megin. Þá röitu þau
upp í Sveifluháls og hurfu sjónum
okkar.”
Er þeir félagar höfðu fylgst með
dýranum héldu þeir r júpnaveiðunum
áfram. Er þeir komu til baka
síðdegis fóra þeir að huga að verks-
ummerkjum eftir þau.
„Við f undum þá spor eftir tvö kvik-
indi,” sagði Július. „Þau voru lík
förum eftir hestshófa en bara stærri.
Dýrin sjálf virtust okkur helst líkjast
selum þegar þau vora á sundi. En
komin upp úr vatninu minntu þau
einna helst á hunda. Þau vora bara
miklu stærri. Okkur virtust þau vera
eitthvað stærri en meðalhestur. Þau
vora dökkálit.
Þaö kemur ekki til greina að þetta
hafi verið hestar sem létu svona í
vatninu. Hiti var um frostmark og
þaö er óhugsandi að hross séu aö
damla svona viö þær aðstæður. Ég
hef veriö að reyna aö kryfja þetta til
mergjar en ekki fundið neina viðhlit-
andi skýringu á fyrirbærunum,”
sagði Júlíus.
-JSS.
Færeyjar:
Þetta smámjakast við byggingu Hallgrímskirkju.
Rafmagnsstrengur
frá íslandi ieysir öll
orkuvandamáfín
Frá Eðvarð T. Jónssyni í Færeyjum.
Rafmagnsstrengur frá Islandi til
Færeyja mun leysa öll orkuvandamál
Færeyja í fyrirsjáanlegri framtíð og er
jafnframt ódýrasta lausnin á þeim,
segir Tormóður Dahl, iðnráðgjafi Fær-
eyinga. I ráði er nú hjá færeysku raf-
magnsveitunum að virkja Eiðisvatn í
Norður-Færeyjum en mjög harðar
deilur eru um þessa áætlun vegna hins
gifurlega kostnaðar sem virkjunin
mundi hafa í för meö sér og einnig
vegna þeirra náttúruspjalla sem hljót-
ast munu af henni. Tormóður Dahl
bendir á að engin vandkvæði séu leng-
ur bundin því aö leggja rafstrerigi
landa í milli. Slíkir rafstrengir hafa
verið lagðir miili Skotlands og Orkn-
eyja og nú er áformað að leggja raf-
streng til Hjaltlands. Einfaldasta og
ódýrasta lausnin er þvi að flytja inn
raforku frá Islandi og framleiða jafn-
framt rafmagn með vindmyllum í
Færeyjum, segir iðnráðgjafinn.
Ætlunin var að fjalla um þetta efni á
fundi 130 íslenskra orkufræðinga sem
ætluðu að koma til Færeyja skömmu
fyrir verkfaU en orkufræðingarnir af-
lýstu ferðinni á seinustu stundu.
Fjöldauppsagn-
ir koma ekki
tilgreina
Fjöldauppsagnir eru varla taldar
koma tU greina hjá kennurum í vetur.
Áður en til verkfaUs BSRB kom vora
uppi háværar raddir meðal kennara
um aö sameina kennarafélögin í vetur
og í tengslum við það kæmu f jöldaupp-
sagnir til að þrýsta á um bætt launa-
kjör. Kennarar í BHM og BSRB hefðu
þarstaöiðsaman.
Ennþá er mikill áhugi meðal kenn-
ara að ganga í eitt félag sem fengi
samningsrétt. Telja margir aö það sé
eina lausnin tU að lyfta stéttinni upp í
launum.
Ástæöan fyrir því aö f jöldauppsagn-
ir koma ekki lengur til greina er sú að
þær hefðu þurft að berast í síðasta
lagi 1. október. Uppsagnarfrestur er
þrír mánuðir en samkvæmt lögum má
skylda kennara til aö vinna aöra þrjá
ef kemur tU fjöldauppsagna. Sú bar-
áttuaöferö færi því ekki aö hafa áhrif
fyrr en í aprU eða undir lok skólaársins
og er því talin gagnslaus.
JBH/Akureyri.
Fara sjóleið-
ina í frí
til Kanaríeyja
—farkosturinn er 35 feta seglskúta
Hvern dreymir ekki um aö sigla til
suölægra landa á seglskútu. Flestir
hneppa þó bara upp í háls, skreppa inn
á næstu ferðaskrifstofu og kaupa sér
flugmiöa tU Spánar. Þau hjónin Dóra
Jónsdóttir og Magnús Magnússon ætla
aö standa ööravísi aö málunum og eru
á förum til Kanaríeyja á 35 feta segl-
skútu sem líka heitir Dóra.
„Þetta krefst mikils undirbúnings
en við vorum ákveðin í að láta þennan
draum rætast,” sagði Magnús þegar
DV hitti hann að máli á smábátahöfn-
inni í Reykjavík þar sem hann var önn-
,um kafinn við að undirbúa brottför.
„Fyrsti viðkomustaðurinn eru Vest-
mannaeyjar en síðan siglum við tU
Skotlands og Irlands. Síðan er mein-
ingin aö sigla suöur á bóginn og ætli við
verðum ekki á Kanaríeyjum í vetur. ”
Okkur DV-mönnum fannst þetta
uppátæki að vonum mjög áhugavert og
vildum spyrja Magnús spjöranum úr.
„Ég vU sem minnst um þetta ræða á
þessu stigi, við liggjum jú ennþá við
bryggju. En þið skuluð fá söguna eins
og hún leggur sig þegar við komum tU
baka í vor,” sagöi Magnús.
-EH
Skútan glœsilega, Dóra, sem brátt heldur I langferð.
D V-mynd KAE.