Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Side 7
DV. FÖSTUDAGUR 2. NOVEMBER1984. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Rannsóknastofamjólkuriðnaðarins: Unnið að aukinni nythæð kúa Stjórn Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins. Talið frá vinstri: Pótur Sigurðsson, Magnús H. Sigurðsson, Ólafur E. Stefánsson, Þórarinn E. Sveinsson, og Sigurður Sigurðsson. „Markmiöiö er að framleiða meiri og betri mjólk með minni tilkostn- aði,” sagði Olafur E. Stefánsson, for- maður Rannsóknastofu mjólkuriðn- aðarins, á blaðamannafundi þar sem starfsemi hennar var kynnt. Rannsóknastofa mjólkuriðnaöar- ins var stofnuð 22. jan. 1982 og er starfseminni skipt i þrjá þætti: efna- rannsóknir fyrir nautgripafélögin, júgurbólgurannsóknir og fræðslu fyrir bændur. Eigendur rannsókna-. stofunnar eru 15 mjólkursamlög landsins. * ’Mairn Tækjabúnaður só er rannsóknastofan ó. Hann samanstendur af efnamœlingatæki og frumutalninga- tæki og er metinn ó um 5 milljónir idag. „Þetta er vísir af rannsókn í þágu atvinnuveganna,” sagði Oiafur, ,,en bændur eru ekki nógu duglegir við að nota þessa þjónustu. Til dæmis er beint tap bænda vegna júgurbólgu um 100 milljónir króna á ári. Hægt er að lækka þessa tölu um meira en helming ef allir bændur taka höndum saman til að lækka þessa tölu og notfæra sér þjónustu rann- sóknastofunnar. Við viljum rækta kýr sem eru miklar afurðakýr, eru hraustar og endast, því stofnkostn- aður við nautgripabú hér á landi er mjög mikill í samanburði við ná- grannalöndin. Við þurfum að byggja meiri hús yfir kýrnar og við þurfum að hafa þær innan dyra átta mánuði ársins svo að vinna er einnig meiri hjá okkur i sambandi við nautgripa- ræktina. Því þurfum við einnig að fá betri afurðir.” Rannsóknastofan hefur yfir að ráða tækjasamstæöu sem er sér- hönnuð til efnamælinga á mjólk og er hin eina sinnar tegundar hérlendis. Rannsóknatækin, eða efnamælinga- tækið og frumutalningatækiö, vinna samhæft og tengjast með tölvubún- aði. Niðurstöðumar prentast út á tölvuprentara og fara inn á tölvu- skrá hjá Búnaöarfélagi Islands. Þeir bændur sem eru í nautgripa- ræktarfélögum senda sýni úr hverri kú átta sinnum á ári. Niðurstööumar þjóna kynbótastarfseminni, mjókur- samsölunum og viöleitni bænda til að halda júgurbólgu í skefjum. Niður- stöðurnar eru sendar bændum, mjókursamsölum og dýralæknum og fylgja leiðbeiningar um lyfjanotkun í hverjutilfelli. Júgurbólga er töluvert algengari hér en í nágrannalöndunum. Þetta hefur engin áhrif á hollustu mjólkur- innar, þar sem öll neyslumjólk hér á landi er gerilsneydd, en hún veldur bændum verulegu tjóni vegna af- uröataps, því ekki er hægt að nýta mjólk f rá s júkum kúm. Veittur er styrkur frá ríkinu til þessara rannsókna sem nemur 5—10 prósentum af heildarkostnaði starf- seminnar, en að öðru leyti fjár- magna bændur og viðkomandi mjólkursamlög þetta. JI Vinsamlegast lesið þessa auglýsingu þvf að hún fjallar um: SNJALLA KAFFIKÖNNU þá er komið að lokaaugiýsing- unni frá PFAFF, sem er undanfari Getraunaaugiýsingarinnar, er birtist hér á sama stað í blaðinu á morgun. í fjórum auglýsingum (sú fyrsta birtist sl. þriðjudag) er að finna upplýsingar sem spurt verður um í Getraunaauglýsing- unni á morgun. Svörin verða létt ef þið hafið við höndina þessar fjórar auglýsingar er fjalla um BRAUIM nýjungar og eingöngu hafa birst í DV. Í Getraunaauglýsingunni verður svar- seðill, sem lesendur DV geta sent til verslunarinnar PFAFF, Borgartúni 20. Lesendur keppa um 20 verðlaun og mun auglýsingadeild DV annast drátt- inn. Verðlaunin verða fimm BRAUN vekjaraklukkur sem svara kalli, fimm BRAUN vasarakvélar, fimm BRAUN gaskrullujárn og fimm BRAUN kaffi könnur. Verðmæti vinninga er samtals ca kr. 32.000. GEYMIÐ ÞESSA AUGLÝSINGU ÞAR TIL Á LAUGARDAG Kaffipoka- hólf á hjörum BRAUN kaffikannan mun vekja sérstaka athygli í ár fyrir snjalla hönnun og skynsamlega útfærslu. Fyrir þaö fyrsta þá er kaffipoka- hólfiö á hjörum og tengslin milli kaffikönnunnar og kaffi- pokans rofna, ef þú t.d. færö þér kaffi úr könnunni áöur en uppáhellingu er lokið. Það er þessi lausn, að geta tekið ____________________________ kaffikönnuna hvenær sem er undan kaffipokahólfinu, sem mun draga athyglina aö BRAUN kaffikönnunum í ár. Onnur athyglisverö nýjung í þægindaskyni: þúgetur geymt rafmagnssnúruna í baki vélarinnar og tekið aðeins út þann hluta hennar sem nægir til tengingar. Kaffikönnurnar fást í tveimur stæröum, 10 og 12 bolla. Verö frá kr. 2.200,-. Verslunin Borgartúni 20 MARGAR ÓVÆNTAR NÝJUNGAR FRÁ BRAUN í ÁR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.