Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Síða 9
DV. FÖSTUDAGUR 2. NOVEMBER1984.
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Utlönd
Indlra Gandhi. Fjölmargir hafa látið lifið í óeirðunum sem fylgt hafa i kjölfar moðrins á indverska forsætisráðherr-
anum.
Um 150 sikkar
drepnir í róst-
um á Indlandi
Indland vaknaði i morgun eftir
skelfingamótt þar sem vopnaöir
varðflokkar sikka og hindúa höfðu á
sér vöku en í róstum og íkveikjuæði í
gærkvöldi höfðu 148 manns látiö lifið.
Fleiri íkveikjutilraunir voru
gerðar í morgun og heyra mátti
stöku skothríð i Nýju Delhi.
Brunnin og sundurtætt lik manna
fundust í húsasundum og skuröum og
búist er viö þvi að dánartalan eigi
eftir að hækka langt upp fyrir 150.
Almenningsvagnar, verslunar- og
ibúðarhús voru rjúkandi eftir
berserksganginn sem rann á menn i
gær i kjölfar tilræðisins við Indiru
Gandhi sem myrt var af tveim
sikkum, lífvörðum hennar, á
þriðjudag.
Herinn var hafður til taks og gætti
höfuðborgarinnar. Honum voru sett
þau fyrirmæli aö skjóta til bana
óeirðarseggi og gripdeildarmenn.
Utgöngubann gilti i Nýju Delhí og 23
borgum öðrum. — Þrátt fyrir þann
viðbúnað er vitað um nær 1000
manns sem særöust i ryskingunum.
Hindúar gengu i skrokk á sikkum,
hvar sem þeir náðu til þeirra. I
Madhya Pradesh voru tólf farþegar
dregnir með valdi út úr hraðlestinni
frá Nýju Delhí og barðir til bana með
bareflum.
I Delhi gengu hundruðir þúsunda
manna framhjá viðhafnarbörunum
þar sem lfk Indiru hvíldi i anddyri
hússins þar sem faðir hennar,
Nehrú, fyrsti forsætisráðherra
Indlands, bjó. Þvi húsi hefur verið
breytt í safn. — Bálför hennar verður
gerð á morgun.
Fjöldamótmæli
í Montevideo
Um 80.000 manns gengu i mótmæla-
göngu i gegnum höfuðborg Urugauy,
Montevideo, í fyrrinótt til að krefjast
þess að 500 pólitiskir fangar y rðu látnir
lausir úr fangelsum.
Mótmælin voru skipulögö af breið-
fylkingu vinstri flokka i landinu og
,fekk fremstur í flokki forsetaefni
þeirra í komandi kosningum í landinu,
Juan Crotoggini. Kosningamar verða
haldnar þann 25. nóvember nk. og er
markmiðið þá að koma á lýöræði í
landinu eftir 11 ára herforingjastjórn.
Nokkrum klukkustundum áður en
mótmælagangan fór af stað meinaði
stjórn landsins argentiska nóbeiverð-
launahafanum Adolfo Perez Esquivel
inngöngu i landið en hann ætlaöi að
heimsækja mannréttindahóp þar.
Mafíuforingi
handtekinn
Aniello Dellacroce, einn af háttsett-, sú siðasta í röð slíkra tilvika á undan-
ustu mönnunum innan mafiunnar i fömum vikum en dómsyfirvöld hafa
Bandarikjunum og annar valdamesti stefnt yfir 20 mönnum innan mafíunn-
foringi stærstu mafiufjöiskyldunnar í ar fyrir að hafa notað pizza-staöi til
jNew York, hefur verið handtekinn, dreifingar á heróini.
sakaöur um skattsvik.
öryggisráðstafanir hafa verið aukn- Dellacroce var handtekinn í fyrri-
ar við dómshúsin í New York til að nótt í „Litlu Italiu” í New York. Hann
koma í veg fyrir hefndaraðgerðir er 70 ára gamall og næstæðsti maður
mafíunnar en handtaka Dellacroce er Gambino-f jölskyldunnar í New York.
Bandaríkin íhuga
sölu á kjamorku-
tækniþekkingu
til Suður-A fríku
Stjóm Ronalds Reagan i Banda-
ríkjunum íhugar nú sölu á kjamorku-
tækniþekkingu til Suður-Afríku að
beiðni 10 fyrirtækja sem vilja selja S-
Afríkumönnum þessa þekkingu.
Gagnrýnendur þessarar ráðstöfunar
segja að ákvarðanatöku i málinu hafi
verið frestað þar til eftir forseta-
kosningarnar í næstu viku en meöal
gagnrýnenda eru fjórir öldungadeild-
arþingmenn, fimm meðlimir fulitrúa-
deiidar þingsins og hópur sem berst
gegn aðskilnaðarstefnu ríkisstjórn-
arinnar í S-Afríku. Þessir aðilar hafa
hvatt til þess að beiðninni verði
hafnað.
I bréf um til Shultz utanríkisráðherra
og Donald Hodel orkumálaráöherra
segja öldungadeildarþingmennirnir aö
ef jákvætt svar verði gefið við þessum
útflutningi muni það brjóta gegn
stefnu Bandarikjamanna að stemma
stigu við útbreiðslu kjamorkuvopna.
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
KOMDU MEÐ TIL
Vikulegar ferðir í allan vetur á þriðjudögum frá 30. okt.
Þú getur valið um 10-, 17-, eða 24 daga ferð, — gisting á einum
glæsilegasta gististaðnum á Ensku ströndinni: Barbacan Sol.
Rúmgóðar íbúðir eða smáhýsi með svölum. Tvær sundlaugar,
veitingastaðir, barir, spilasalir og tennisvöllur.
íslenskur fararstjóri á Barbacan Sol er farþegum til trausts og
halds og fylgir þeim í skemmtilegar skoðunarferðir.
OG AMSTERDAM
í S(>MU FERÐINNI
2ja nátta gisting í Amsterdam sem auðvelt er að framlengja. Gist
er á Hótel Pulitzer í hjarta borgarinnar, — sérkennilegt fyrsta flokks
hótel.
Komdu með til Kanarí og Amsterdam, — fáðu bækling og allar
upplýsingar hjá okkur.