Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Síða 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUR 2. NOVEMBER1984. Útlönd Sandinistar harðir gegn skæruliðum: MUNUM ÞURRKA ÞÁÚT Kosningar haldnar á sunnudag ff Stóra þyrlan af sovéskri gerö flaug lágt yfir aðalveginum en beygöi siðan til hægri og leitaði skæruliöa í fagurgrænum hlíðum Esteli-héraösins. Armandó Vega stóð í dyragættinni á hjólbarðaverk- stæði sínu. Hann horfði á þyrluna og sagði: „Guð, ég vildi að þetta stríð væri búið. Ég vildi að drápin hættu. Þeir ættu að gera eitthvað til aö binda enda á þetta.” Slikar hugsanir eru nú orðnar út- breiddar í Nigaragua síðan hægri- sinnaðir skæruliðar, styrktir af Bandaríkjamönnum, hafa flust æ lengra inn i landið í striöi sinu gegn stjómvöldum undanfarin tvö ár. „Mér er alveg sama þótt leiðtogar okkar tali viö djöfulinn, svo lengi sem það leiðir til friðar og eðlilegs lífs,” sagði búöareigandi í miðbæ Esteli. Esteli-borg ber enn merki haröra bardaga meðan á borgara- stríðinu gegn einræðisherranum Anastasío Somosa stóð. Frekar berjast Somoza var velt af stóli árið 1979. Það var frelsishreyfing sandinista sem var fremst i fylkingu byltingar- manna. Sandinistar hafa síðan stjómaö landinu. A sunnudag ætla þeir að halda fyrstu kosningamar síðan þá. Hundrað hinna sigraðu þjóðvarð- liöa flúðu til Honduras og Nigaragua og mynduðu skæraliðahreyfingar sem hafa það að markmiði að steypa sandinistum. Stjórnvöld kalla þá gagnbyltingarsinna, en flestir liðs- menn þessara skæruliðahreyfinga eru fyrrverandi sandinistar. Stjórnin í Managua hefur strengt þess heit að berjast gegn þessum skæruliðum en taia aldrei við þá. „Við munum þurrka þá út af yfir- boröi jarðar meö skotum riffla okk- ar,” sagði innanríkisráðherrann, Tomas Borge, nýlega. „Þetta er grundvallaratriði.” Betur skipulagðir En stríöið er kostnaðarsamt. Nigaragua er ekki auðugt land. Það' hefur ekki efni á stríðinu. Stjómar- erindrekar frá Suður-Ameríku og Evrópu draga í efa aö sandinistar geti leyst vandann með hernaði ein- um saman. .JSkæraliðamir era betur skipu- lagðir, hafa betri vopn, eru betur þjálfaðir og eru hnitmiðaðri en í upp- hafi stríðsins,” sagði vestrænn hern- aðarsérfræðingur í Managua. „Bardagamir era farnir að kosta stjóminamikið.” Herinn þurfti að nota þyrlu í Esteli — eina af um tug sem til er í landinu — til að leita uppi skæraliða- hóp sem reyndi að taka hluta Pan- ameríska vegarins, aðalþjóðvegar Nigaragua. Skæruliðum tókst ekki sú ætlun en það að þeir gátu athafinað sig í lartgan tíma svo nærri þjóðveg- inum gefur vísbendingu um styrk þeirra. Esteli er um miðja vegu milli landamæranna og höfuðborgarínnar Managua. ... en nú berjast hœgrísinnaðir skæruliOar gegn sandinistum á sömu' slóOum. Aðstoð Reagans Tölur Nigaraguastjórnar sýna að um 7000 manns hafa farist hingað til í þessum bardögum. Það er há tala í landi þar sem búa einungis 2,7 milljónir manna. 1 októbermánuöi einum, fram til þess 24., létust 84 her- menn í baráttunni. A sama tima segir stjórnin 240 skæraliða hafa ver- iö drepna. I herjum skæraliöa era um 15.000 manns, en í stjómarhemum era 60.000 manns eftir aö herskylda var í lög leidd í fyrra. Talið er að milli 7.000 og 12.000 skæraliöar taki þátt í skæruhemaðinum innan Nigaragua, og þeir nota sömu aöferðir og sandinistar notuðu gegn Sómósa. Báöum heröflunum hefur vaxiö mjög fiskur um hrygg á undanförn- um árum og mánuöum. Stærsta skæraliðahreyfingin, Lýðræðisher Nigaragua, segir aö mannafli sinn hafi aukist úr 700 i 12.000 á einu ári. Fyrir rúmu ári voru stjórnarher- menn ekki nema 20.000 talsins. Astæðan fyrir styrk skæruliða er án efa hjálp Bandaríkjamanna. Bandaríkjastjórn hefur aöstoöað skæraliöa með vopnum, þjálf un, ráð- gjöf og milljónum dollara. Innifalið í ráögjöfinni var bæklingur sem leyni- þjónustan CIA gaf út og lýsti því hvernig ætti að nota fjárkúgunarað- ferðir við að safna liðsafla og hvem- ig myrða ætti embættismenn stjórn- arinnar. Útlendingur myrtur Að minnsta kosti einu sinni hefur útlendingur verið myrtur. Á síðasta ári stöðvaði skæruliðahópur ferðabíl sem í vora 13 starfsmenn heilbrigðis- þjónustu stjórnarinnar. Einn þeirra var vestur-þýskur læknir, Tonio Pflaum. Fyrir nokkrum árum barOist þessi sandiniski skæruliOi gegn þjóOvarOliOum Somoza á götum Bsteliborg- ar... Aö sögn eins skæraliöans, sem síðar var handtekinn, var föngunum raöað upp til aftöku. Læknirinn stökk fram og hrópaöi í von um að bjarga sér: „Stopp.égerþýskurlæknir.” ,JHvað með það? Þú ert aö hjálpa sandinistum,” svaraði foringi skæru- liðanna og skaut hann. Enginn hinna 13 f anga komst af. Þegar CIA bæklingurinn kom I ljós olli það miklum fjaörafoki i Bandaríkjunum. I Nigaragua er bent á hann til að sýna að sandinistar eigi í raun i stríði gegn Bandaríkjunum. En stjómarerindrekar í Managua segja að þó baráttan sé fjármögnuð af Bandaríkjamönnum þá héldi hún ekki áfram eða væri svo hörð nema vegna þess að vinstrisinnaðar efna- hagsaðgerðir sandinista hafa bitnað á mörgum. „Stjórnin segir að i Nigaragua séu allt að því 11000 skæraliðar. Það er erfitt að ímynda sér hvemig þeir geti dvalið hér án einhvers stuðnings fólks,” segir evrópskur stjómar- erindreki. Vald byssunnar En það er erfitt að dæma um stuðning þegar bændastéttin — sem er meirihluti Nigaraguabúa — er í raun oft á milli steins og sleggju. ,3ændur eiga það sjaldan til að mótmæla byssunni,” segir evrópskur hjálparstarfsmaður. ,3f skæruliðarnir koma inn í þorp eiga þeir eflaust visan „stuðning” þorps- búa. En um leið og þeir fara og her- inn kemur inn era það sandinistar semfástuðning.” Þegar skæraliöar hófu fyrstu stór- sókn sína í mars í fyrra spáöu leið- togar þeirra almennri uppreisn til „aö frelsa Nigaragua undan sandinistum, sem era í þjónustu myrkraafla alþjóðakommúnism-i ans.” Það var engin uppreisn. En það var heldur ekki að finna þennan almenna byltingaranda sem áróður sandinista hefur reynt að innræta mönnum. „Herskyldan er mjög óvinsæl,” sagði stjórnarerindreki frá Suður- Ameríku. „Og mótspyman gegn henni á eflaust eftir að aukast eftir því sem stríðið dregst á langinn.” Umsjón: Þórir Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.