Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Side 30
34
DV. FÖSTUDAGUR 2. NOVEMBER1984.
Aðoins var hann farinn að láta 6 sjá, endo hafði verkfall staðið lengi þegar myndin var tekin. Verkfalls-
verðir sem gœttu Heklu, skips Ríkísskips, á togarebryggjunni á Akureyri, dunduðu sár við að útbúa snjó-
kallinn. Ef vel er að gætt er hægt að sjá að kallinn er með hund, fótboita og stóron vindil. Og þarf þá
freker vitnanna við, fjármálaráðherra ogLúsiibandi. DV-mynd JBH/Akureyri.
rval Urval
Seint koma sumir en koma þó
— septemberheftið á öllum
blaðsölustöðum.
MEÐAL EFIMIS:
BARNIÐ IKASSANUM
Hún var bara eitt fórnarlarnbanna,
skilin eftir til að deyja,
mœdd af ómældum þjáningum.
Hvað — hver —gæti bjargað henni?
HRAPAÐ NIÐUR
í HYLDÝPI
KYNÞATTAMISRETTI
IKENN SLU STUND
RAKATÆKJASOTT Á
ÍSLENSKUM VINNUSTAÐl
Eitt sinn cr Carpcntcr biskup tók þátt í útifundi kallaði trúlcysingi
til hans og spurði hann hvort hann tryði því að hvalurinn hcfði glcvpt
[Jónas og skilað honum aftur.
,,Eg skal spyrja jónas þegar cg kcm til himna,” svaraði biskupinn.
,,En cf hann er nú ekki þar?”
,,Þá gctur þú spurt hann,” svaraði biskupinn stuttaralcga.
Læknamistök:
Samninga-
leiðin kosin
frekar en
málaferli
Sýkingar á sjúkrahúsum eftir
aögerðir eru ekki óalgengar. Öllum
aðgerðum — smáum sem stórum —
fylgir viss áhætta og eru læknar
tryggðir fyrir slíku. Nokkuð hefur
boriö á að læknum hefur verið kennt
um mistök en „það er allt mjög laust í
reipunum því mjög erfitt er um
sannanir í slíkum málum”, sagði
Halldór Rafnar, lögfræðingur öryrkja-
bandalagsins. „Menn hafa venjulega
runnið á rassinn í slíkum mála-
ferlum,” sagði Halldór. „Fólk kemur
gjarna löngu eftir að aðgerð hefur
farið fram sem veikir mjög stöðu
sjúklingsins í málaferlum. Ekki er
hægt að sanna neitt nema að læknir
taki upp hanskann fyrir sjúklinginn.
Mjög erfitt er að dæma um rök í
málum sem þessum og erfitt er aö fá
endanlega úrlausn.”
Olafur Olafsson landlæknir sagðist
hafa fylgst með þessum málum og
væri illmögulegt að komast alveg hjá
sýkingum. Sýkingatíðni er svipuð hér
og annars staðar á Norðurlöndum.
„Læknar og hjúkrunarlið geta alltaf
gert mistök. Tilfelli hafa komið upp
þar sem sjúklingar hafa orðið öryrkjar
að einhverju leyti eftir mistök lækna.
Er þá algengara að farin sé samninga-
leiðin frekar en út í málaferli því
einstaklingar vita að málaferli taka
langantíma.”
Landlæknir sagði aö hjúkrun heföi
farið batnandi á síðustu árum. „Áöur
var meira lagt upp úr legu og voru
legusár mjög algeng, en nú er fólk
drifiö á fætur strax og meira lagt upp
úr alls konar endurhæfingu.”
Landlæknir sagöi að þessi svo-
kölluðu „sjúkra-slys” kæmu oft upp er
bakteríur koma upp sem mikla mót-
stöðu hafa gegn sýklalyfjum. Ovarlega
hefur þá verið fariö með sýklalyfjagjöf
svo að bakteríurnar mynda mótstööu.
Landlæknir hefur gert tillögu til
ráðherra um að sérstakur sjúkra-
sjóður verði stofnaður, ætlaður til
hjálpar fólki sem verður fyrir áföllum
sem þessum.
Heimir Bjarnason aðstoðarborgar-
læknir sagði að læknar léku sér ekki að
mistökum. „Islendingar eru þaö um-
burðarlyndir aö sjá að hverri aðgerö
fylgir áhætta og tryggja læknar sig
svimandi upphæðum fyrir slíku.”
Guðjón Guðmundsson, yfirlæknir
skurðdeildar Akraness, sagöi að tilfelli
sem þessi væru sjaldgæf en ef þau
kæmu upp hefði keðjan brostið
einhvers staðar á leiöinni. Ymiss
konar fylgikvillar eiga sér stað. „T.d.
getur sjúklingur fengið blóðtappa í
lunga eftir aðgerð og eykst áhættan
verulega á því ef sjúklingurinn er mjög
fullorðinn og meö lélegar æðar. Slíkt
myndi því ekki flokkast undir mistök
lækna.”
Guömundur Sigurðsson aðstoðar-
landlæknir sagði aö töluvert væri um
að fólk kæmi og gerði fyrirspumir um
fylgikvilla lyfja og aðgeröa.
„Meirihluti kvartana er vegna þess að
sjúklingurinn skilur ekki ef um vangá
lækna er aö ræða eöa fylgikvilla. ” -JI.
Fiskiþing sett á mánudaginn
43. Fiskiþing verður sett af Þorsteini
Gislasyni fiskimálastjóra mánudaginn
5. nóvember 1984 kl. 14.00 í húsi
Fiskifélags Islands.
Að setningu lokinni mun sjávarút-
vegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, á-
varpa þingið.
Þá mun Jakob Jakobsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunarinnar, flytja
erindi um málefni er varða stofnunina
og má vænta að í erindi hans komi
fram álit fiskifræöinga um ástand
fiskstofnanna og tillögur um hámarks-
afla einstakra fisktegunda áriö 1985.
Fjöldi mála liggur fyrir þinginu og
má þar helst nefna: Stjórnun veiða,
afkomu í sjávarútvegi, gæði fiskafla,
fræðslu- og tæknimál, stærðir möskva í
dragnót og botnvörpu, öryggismál
sjófarenda o.fl.
35 fulltrúar eiga rétt til setu á
þinginu og koma þeir víðs vegar af
landinu.
Til undirbúnings þinginu hefur verið
haldinn fjöldi funda í deildum og
fjórðungssamböndum Fiskifélagsins.
Fundimir, hafa veriö vel sóttir og
mikill áhugi hefur verið um hin ýmsu
málefni sjávarútvegsins.
Gef a út bók samtímis í
Færeyjum ogá íslandi
Snemma í næsta mánuði kemur út
samtímis í Færeyjum og á Islandi
bamabók hjá Bókaforlaginu Skjald-
borg á Akureyri. Bókin verður bæði á
færeysku og íslensku. Trúlega er þetta
í fyrsta skipti sem íslenskt bókaforlag
gefur út bók í Færeyjum, í þaö minnsta
á færeysku.
Bókin heitir Símon Pétur og er
höfundur hennar Martin Næs. Fjöl-
margar litteikningar eru í bókinni eftir
Þóm Sigurðardóttur.
Þóra er Akureyringur en Martin fær-
eyskur. Hann hefur verið búsettur á
Akureyri síðan í fyrrahaust. Martin er
rithöfundur og ljóðskáld. Hann hefur
m.a. fengið færeysk verölaun fyrir
bamabók. Hann hefur einnig þýtt
íslenskar bækur á færeysku, m.a.
ljóðabók eftir Hannes Pétursson og
eina af bókum Guðrúnar Helgadóttur.
-JBH/Akureyri.
Blómabúðir orðnar tvær á Selfossí
20. september var opnuð ný blóma-
búð á Selfossi og hlaut hún nafniö
Eyrarrós. Ber búðin nafnið með rentu
og hefur verið mjög mikið að gera þar
aö undanfömu. Eigendur eru hjónin
Júlíana Hihnisdóttir og Walter Sigur-
björnsson. Nú eru því komnar tvær
blómabúöir á Selfossi og veitir ekki af.
Fólk hér er mjög ánægt með þetta
fyrirkomulag því það telur að
verslunarmáti haldist heilbrigðastur
meðsamkeppni.
Regina Thorarensen, Selfossi.