Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1984, Síða 32
36 DV. FÖSTUDAGUR 2. NÖVEMBER1984. EINAF BETRIPOPPPLÖTUNUM Þaö er sosum ekkert einsdæmi aö söngvarar -í hljómsveitum taki sér fyrir hendur aö gera plötur á eigin vegum en framhjáhald af þessu tagi virðist færast í vöxt. Viö höfum spumir af sólóplötum frá tveimur nafntog- uðustu söngvurum í hljómsveitum: Freddie Mercury úr Queen og Mick Jagger úr Rolling Stones. Og hér er söngvari J. Geils Band, Peter Wolf, á fyrstu — og vonandi ekki síöustu — sólóplötu sinni. Eg játa strax aö tónlist J. Geils Band höfðaöi aldrei til mín, dæmigert banda- rískt rokk og hljómsveitin hvað þekkt- ust fyrir linnulaust úthald við hljóm- leikahald. Svo kom lagið Centerfold og J. Geils Band varö á allra vörum, fyrsti ærlegi smellurinn. . . og siðan hefur framtíð sveitarinnar veriö eitthvaö óráöin. Peter Wolf sýnir alténd á þessari plötu sinni að hann þarf ekki á hinum liösmönnum sveitarinnar að halda. Sannast sagna hafa fáar plötur komiö mér jafnrækilega á óvart. Fjöl- breytnin er aðalsmerki hennar, frá fönki yfir í soul og meiraaösegja gamalt swing: Gloomy Sunday, ung- verska lagið sem Billie Holiday söng á sinn tregafulla hátt fyrir hartnær hálfri öld. Utsetning Wolfs ágæt og þó ástæöulaust aö eigna honum allan heiðurinn; helmingurinn rennur til Michael Jonzun, sem semur megnið af lögunum meö Wolf, útsetur aukin- heldur og stjómar upptökunni í félagi viö söngvarann. Jonzun þessi er leið- togi rappfönksveitarinnar Jonzun Crew og segja má raunar aö hann taki sæti J. Geils hljómsveitarinnar allrar; syngur, blæs, leikur á gítar, bassa og slær á ásláttarhljóöfæri þegar verkast vill. Eg segi ekki að þessi plata sé neitt listaverk en hún er langt yfir meöal- lagi í gæðum, lögin öll mjög jöfn og hljómurinn tær; smellirnir gætu orðið margir og ég veöja á lög eins og Here Comes That Hurt, I Need You Tonight og Pretty Lady en þar raddar sjálfur Mick Jagger ásamt þeim félögunum Peter Wolf og Michael Jonzun. Fleiri þekkt nöfn eru á gestalistanum: Adrian Belew úr King Crimson og Elli- ottEastonúr Cars. Titiliagið Lights Out var fyrst gefið út á smáskifu og náöi inn á topptuttugu bandaríska listans (lakasta lagiö á plötunni?) en í heild er Lights Out sér- deilis viöfelldin plata og: ugglaust einhver besta poppplata ársins af létt- ara taginu. -Gsal. ULF LUNDELL - SWEETHEARTS INýÍaflötur REDRIDER- BREAKING CURFEW | Ekki mikil tilþríf Á undanförnum árum hafa kana- dískar hljómsveitir látiö æ meira aö sér kveöa á hinum vestræna tónlistar- markaöi. Nægir þaraönefna Loverboy sem mér finnst kanadiska hljómsveit- in, sem hér er til umfjöllunar, Red Rider, taka nokkurt miö af. Platan heitir Breaking Curfew. Þaö sem undirrituöum datt fyrst í hug er hann sá nafnið Red Rider voru gömlu hasarblaöahetjumar. Einn þeirra var nefnilega kallaöur Red Rider. Ekki veit ég hvort f jórmenning- arnir er skipa Red Rider hafa fengiö nafnið lánaö úr hasarblööunum. En nafniö er ekki verra en hvaö annað. Tónlistin sem boöiö er upp á á Break- ing Curfew er rokk sem oft hefur verið kallaö amerískt. Nær því ekki aö vera á þungarokkslínunni, einhvers konar millirokk sem leiöinlegt er til lengdar nema lögin séu því betri en því er nú ekki fyrir aö fara á þessari skífu. Breaking Curfew inniheldur níu lög . og eru þau öll eftir Tom Cochrane, einn meðlima Red Rider, aö undanskildu einu lagi sem hann semur í samvinnu við félaga sína í bandinu. Tom Cochrane þessi virðist vera allt í öllu hjá þeim því að fyrir utan að semja öll lögin þá er hann aðalsöngvari og leikur auk þess á gítar og hljómborð. Rödd hans er ágæt en þvi miður gefur efni- viöurinn hojurn ekki tækifæri til aö gera góöa hluti. Red Rider er hvorki betri né verri en aðrar álíka hljómsveitir. En hljóm- sveitin verður aö gera betur tónlistar- lega séð en á Breaking Curfew ef hún á að vekja almenna athygli. -HK. Ekki fyrír héríendan markað Ulf Lundell er ekki þekktur maöur hérlendis. En þeim mun þekktari er hann í heimalandi sinu, Svíþjóð, þar sem hann hefur verið meitiháttar menningarpostuli um langt árabil. Maðurinn er líka meö eindæmum fjöl- hæfur. Hann er með þekktari rit- höfundum Svía af yngri kynslóðinni og rómað ljóðskáld. Hann er einn alvin- sælasti rokktónlistarmaöur Svía og laga- og textahöfundur góður. Hann er liðtækur hljóðfæraleikari og ennfrem- ur útsetjari og upptökustjóri. Sem dæmi um vinsældir Lundells sem rokk- ara má nefna aö haustið 1982 fór hann í mikla hljómleikaferö um Svíþjóö og troöfyllti öll hús hvar sem hann fór. I lok ferðarinnar lék hann sjö kvöld í röö í Konserthúsinu í Stokkhólmi og kom- ust færri aö en vildu í öll skiptin! Ulf Lundell hefur gefiö út margar góðar plötur en því miður er sú sem er hér til umfjöllunar ekki í þeirra hópi. Ekki þar fyrir að lögin eru öll afbragös góð enda eftir valinkunna höfunda. Gallinn er bara sá aö þetta er ekki tón- list Ulfs Lundell heldur Ulf Lundell að syngja annarra manna tónlist. Þetta kann aö virðast flókiö en skýringin er sú aö eins og hver annar maöur á Ulf Lundell sér sina uppáhaldstónlistar- menn og uppáhaldslög. Flestir láta þaö nægja aö hlusta á þessi goö sín meö reglulegu millibili en Lundell gengur skrefinu lengra og semur eigin texta viö uppáhaldslögin sín og syngur þau IKENNY ROGERS - WHAT ABOUT ME VANDViRKUR 06 ÞÆGILEGUR Þótt Kenny Rogers sé talinn vera söngvari á country-western linunni þá má meö sanni segja í dag aö þaö séu leifar frá þeim tíma er hann var í The New Christie Minstrels sem var þekktur þjóölaga- og sveitatónlistar- flokkur. Einnig bar nokkuö á sveita- söngvum í upphafi ferils hans sem ein- söngvari. I dag aftur á móti er hann best flokkaður undir heitiö ballöðu- söngvari. Til sönnunar því er nýjasta platan hans What About Me. Kenny Rogers er þægilegur söngvari sem veit sín tak- mörk og velur lög á plötur sínar af mikilli vandvirkni. Hann hefur einnig á undanfömum árum sungiö dúett meö nokkrum þekktum söngkonum og hafa þau lög yfirleitt farið beint á vinsælda- listana. Má þar nefna söngkonur eins og Kim Carnes, Sheena Easton og Dolly Parton. Ekki hefur það síður ver- iö þessara söngkvenna gróði aö fá að syngja meö honum að mínu mati. What About Me inniheldur tíu lög sem öll em af rólegri gerðinni þótt þrjú þeirra, Two Hearts One Love, Some- body Took My Love og Heart To Heart geti talist léttrokkuö og em nokkuð góö sem slík. En meirihlutinn, eða sjö lög, eru rólegar ballööur sem falla vel í eyru, laglegar melódíur sem Kenny Rodgers syngur átakalaust. Til aö lifga upp á plötuna hefur hann fengiö aðstoð nokkurra kunningja. Má þar fyrst telja Kim Carnes sem var meöal annars meö honum í The New Christie Minstrels fyrir tæpum tuttugu ámm. Syngur hún meö honum ágætt lag, titillagið What About Me. Þau eru þar ekki ein á ferö. James Ingram, söngvari sem meðal annars hefur mikiö starfaö meö Quincy Jones, syngur einnig meö þeim svo úr verður hiö ágætasta tríó. Lag sem líklegt er til vinsælda. Kenny Rogers á annan dúett meö söngkonu sem ég þekki ekki nánar, Cindy Fe nefnist hún og lagið er I Dont’t Know Why og heyri ég ekki betur en að hún hafi ágæta rödd. Dolly Parton kemur einnig við sögu þótt hún syngi ekki með honum í þetta skiptiö. Hún hefur samiö eitt lag og ágætan texta, The Stranger nefnist þaö, og gerir Kenny Rogers því sérlega góö skil. What About Me er klassaplata fyrir þá sem vilja rólega og afslappandi tón- list sem ekki krefst mikils af hlustand- anum. Lögin tíu era öll ný af nálinni, áöur óþekkt sem sagt og mörg þeirra vinna á viö hver ja hlustun. -HK. Sæl uú! Nokkrir molar þó gamiir séu... Það hefnr verið kaiiað á ensku: fyrsta video-aibúmið og förum nærri um er. Höfundurinu er Gibb sá allra fríðasti og huggulegasti Gibbbróðirinn úr Bee Gees... Eins og margir vita er varpsstöð í sem sendir einvörðungu út tónlist á myndböndum, nokk- urs kouar skonrokk allan heitið MTV, Music Teie- vision, og þar eru að sjálf- sögðu búnir til vinsældalistar af ýmsu tagi sem sætir í sjáifu sér ckki tíðindum en itt er fréttnæmt að Cindy inn á plötu. 1 sjálfu sér er ekkert að því að gera þetta ef maður léti sér nægja aö gefa plötuna út í nokkrum eintökum, fyrir sjálfan sig og nánustu vandamenn. En hvaö gera menn ekki fyrir söluna því án efa selst þessi plata í stórum upp- iögum í Svíþjóð enda plötur ódýrar þar ílandi. Eins og áður var sagt er fjöldi úrvalslaga eftir úrvalshöfunda á þess- ari plötu og má þar á meöal nefna Neil Young, Jackson Browne, David Bowie, Elvis Costello, Bob Dylan og Bruce Springsteen. Ekki slorlegur söfnuöur atarna. N -SþS Og svo Big Country platan fór rak- leitt i efsta sæti breska iistans í siðustu viku en féll ouí fimmta sætið i þessari. Gagnrýnendur islensku blað- anna kusu siðustu plötu Blg Country plötu ársins í einsogmargirmuna.. sem verða á ferð í Lum borg í desember ættu að ki inn á hljómleika hjá Spandau Ballet. Hljómsveitin hefur ekki komið fram á sviöi þar í hálft annað ár en hijómieika- ferð sem er nýhafin og hófst í Japan heitir: The Spandau Ballet World Parade... Jenson, piötusnúður- frœgi (kvæntur islenskri stúiku), er farinn frá BBC og kominu með þátt hjá Capltal Badio. Svo vinsæll er Jensen í Bretlandi að popparamir hringdu í hann unnvörpum með hamingjuóskir, Meðal annarra: Boy George, U2, Howard Jones og flestir á ianglínu... Gcorge Michael hefur lent i útistöðum við fólk \ vegna þeirrar sérvisku að ganga með eyraalokka í báð- um eyrum. Karlmaður með eyrnalokk i öðru eyra er ókei en i báðum, — gvöð minn almáttugur!... Bandarískir lagasmiðir hafa lagt fram kæru á hendur Boy Goerge og sagt hann hafa hnuplað frá sér lagi. Lagið þeirra, Handy Man frá árinu 1959, sé á okkar dögum kaliað Karma Chameleon! Herrarnir hcita: Jimmy Jones og Otis Blackwell, ef einhver hefði áhuga á frekari rannsókn mátsins... -Gsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.