Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR14. NOVEMBER1984. 35 ndinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tfðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn HÆTTUR AÐDEYÐA SKEPNUR Baldur Hermannsson, f yrrum veiðimaður Baldur Hermannsson, eðlisfræð- ingur, blaðamaður, blaðaútgefandi og kvikmyndasmiöur var á sínum yngri árum ákafur veiðimaður, en hefur nú alfarið látið af þeirri iðju að skjóta skepnur. Ástæður hans fyrir þessari breytingu á lifsstíl eru fágæt- ar meðal veiðimanna. Eg neyddist tii þess aö steinhætta dýraveiðum þegar ég lagði af kjötát og gerðist jurtaæta. Þaö er nefnilega mjög ósiðlegt að drepa lifandi skepn- ur ef maður fæst ekiti til þess að éta þær á eftir. En þessi ákvörðun er bú- in að fá mér mikillar hugraunar, því það er staðreynd, sama hvað hver segir, að í hverjum einasta karl- manni vakir ógurlega sterk löngun til þess að úthella blóði — það þekkja allir veiðimenn þessa löngun og þeir eru menn til þess að gangast við henni og mannkynssagan sýnir aö hinir eru ekkert skárri þegar svo ber undir. — En hvemig leiðist barn á þroskaskeiði út i blóðtökusport ? Eg stundaði veiöar þegar í frum- bernsku, ég trítlaöi um holt og hæðir með lítinn riffil, 22 kalíber, sem fóstri minn hafði keypt í kaupfélag- inu og skaut á hvers kyns fiöurfé og hæfði allt þaö er ég skaut til, eins og Gunnar á Hlíðarenda forðum. Ég man að frændi minn einn, ágæt- ur listamaður, kommúnisti og fagur- keri, hafði mestu skömm á þessum linnulausu fuglaveiðum í krakkan- um. „Þú átt að hætta þessu, Bald- ur,” sagði hann, „þú átt að njóta þess að virða fyrir þér þessi yndis- legu litlu saklausu dýr og leyfa þeim aðlifa.” Og einhvem veginn losnaði ég aldrei alveg við þessi vamaðarorð listamannsins og kannski hafa þau óbeint oröið til þess að ég hætti veið- um. — En hvarf þá eðlisávísun veiði- mannsins, þegar þú tókst upp jurta- át? Nú ber ég ekki lengur við að deyða skepnur og verð ég þó að játa að oft langar mig til þess. Nýlega var ég til dæmis að skjóta úti á víðavangi ásamt kunningjum mínum. Sé ég þá þrjár rollur á beit og það var virki- lega ógeðslegt að sjá hvernig þær spændu upp viðkvæman gróöur landsins. Þá varð ég altekinn óumræðilegri fýsn til þess að drepa þessar rollur. Eg var með dásamleg- an riffil, Sako 243 kaliber, og ég hefði leikið mér að því aö salia þær niöur. Og þetta var sko engin venjuleg fýsn — mér leið eins og forföllnum drykkjufanti sem búiö er að rúlla gegnum fortölukvörnina hjá SÁA en rekur svo glymurnar í glitrandi guðaveigar rétt hjá sér. Já, þetta var hræðileg innri bar- átta, en súperegóið bar sigur úr být- um, ég lét riffilinn síga, rollumar lifðu og héldu áfram að naga vesa- lings gróðurinn ofan i svörðinn. — Svo þú hefur ekki lagt skotvopn- in endanlega til hliðar þegar þú breyttir mataræöinu? Þegar ég hætti að veiða fór ég aö skjóta i mark og það var sérlega skemmtilegt, fannst mér. Eg var í frægum skotklúbbi í Stokkhólmi og naut þar tilsagnar afburðaskot- manns sem unnið hafði konunglegan gullbikar í samkeppni við fimm þús- und bestu skyttur Svíþjóðar. Hann kenndi mér strangan aga i sambandi við skotvopn og síðan líkar mér aUtaf miður þegar menn eru að handieika byssur af gáleysi. Einu sinni var ég að stUla upp bjórdós á múrvegg þeg- Texti: Óiafur B. Guðnason Myndir: KAE og Bj.Bj. — Sveinn Kjartansson veiðimaður D A FUGL Svainn Kjartansson stundar veiöamar af áhuga og hefurgert fri því hann var tólf ára. Baidur Hermannsson skýtur nú í mark, og nýtur þess aö finna púöur- ilmlnn. ar skotfélagi minn skaut hana úr höndunum á mér — kúlan klauf að vísu ekki hársvörðinn eins og gerist i indíánasögunum en hún þaut rétt yf- ir hausnum á mér, og ég tók þann kostinn að láta eins og ekkert væri og hafði ekki einu sinni orð á þessu, því að ég skildi aö meiningin var að svekkja mig. En nú orðið er ég ekkert að sperra mig aö hitta sem best af sem allra lengstu færi. Það var undurfögur sænsk stúlka sem vandi mig af þeim hégóma. Það var i skotkeppni í Svíþjóð, viö lágum hUð við hlið og skutum án afláts ásamt mörg þús- und skyttum öðrum hvaðanæva úr ríki Karls Gústafs. Dásamlegir skot- hvellimir ómuðu í hreinu vorloftinu, angandi púðurreykurinn lagðist eins og bláleit slæða yfir iðgrænan völl- inn. Þegar upp var staöiö kom í ljós að stelpan hafði slegið mér gersam- lega við og reyndar flestum öðrum í keppninni. Þetta er allt í lagi, hugs- aði ég, þetta sannar bara aö það er ekkert eftirsóknarvert að vera svona hittinn. Nú er ég hættur að veiða, hættur að taka þátt í keppni. öðru hverju arka ég með blessaöa rifflana mína út í frostkaldar kyrrur vetrarins, bý mér til mark og skýt eins og tuttugu-þrjá- tíu skotum. Eg nýt hinnar gjallandi hljómkviðu sem bergmálar allt í kring, ég teyga heilnæman púður- reykinn og finn hvernig kalt stálið snertir skeggjaðan vangann og þannig er nú öll mín skotmennska þessadagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.