Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Side 9
DV. MIÐVIKUDAGUR14. NOVEMBER1984. 9 Útlönd Útlönd Utlönd Utlönd ■, -»«JÍ Fjöldamorðin í flóttamannabúðum Palestínuaraba í Vestur-Beirút 1982 eru ekki liðin mönnum úr minni og málaferli eru i New York út af blaðaskrifum vegna rannsóknar á morðunum. Sharon i meið- yrðamálaferium Þaö er búist viö Ariel Sharon, fyrr- um varnarmálaráöherra ísraels, í vitnastúkuna í dag í meiðyrðamáli sem hann rekur í New York. Hann vill reka af sér allan áburö um aö hafa bor- iö ábyrgö á fjöldamorðunum 1982 í flóttamannabúðum Palestínuaraba í Vestur-Beirút. Krefst hann 50 milljón dollara miskabóta af tímaritinu „Time”, en í skrifum sínum um máliö haföi tímarit- iö getiö leynifundar þar sem Sharon átti aö hafa rætt „þörfina á hefnd fyrir fjölskyldu hins myrta forseta, Bashir Gemayel”. Yfir 500 flóttamenn í Sabra- og Shatila-búöunum í V -Beirút voru my rt- ir af sveitum kristinna Líbana, tveim dögum eftir morðiö á Gemayel. Tímaritið fullyrti að fyrir luktum dyrum hinnar opinberu rannsóknar Israelsmanna á málinu og ábyrgö ísra- elskra valdamanna og herforingja heföi þessi leynifundur Sharons veriö tekinn fyrir og oröaskipti rakin. Yfirvöld í ísrael hafa ekki viljaö opinbera þennan þátt rannsóknarinnar en Sharon, sem nú er iönaöarráöherra, mun ætla að leiða fram vitni, sem lesiö hafa skýrsluna, og bera að skrif „Time” séu tilhæfulaus. Lögmaöur Sharons sagði réttinum í gær aö „Time” heföi í reynd boriö skjólstæðingi hans á brýn aö hafa lagt á ráðin um f jöldamorðin. Israelska rannsóknarnefndin, sem f jallaöi um f jöldamoröin á sínum tima, komst aö þeirri niöurstööu aö óbeint bæri Sharon ábyrgö á þeim meö því aö láta sér sjást yfir þessa hættu þegar líbönsku sveitunum var hleypt inn í flóttamannabúöirnar. Sharon hefur lagt íbúöarhús sitt og aörar eignir allar aö veöi fyrir kostn- aði af málarekstrinum. Ariel Sharon var varnarmála- ráðherra ísraels örlagaárið 1982 og varð að víkja úr embætti, dreginn tíl „óbeinnar óbyrgðar" en höfðar meiðyrðamól gegn „Time". Um 20 þúsund störf- uðu við marijúanað — Stærsta fíkniefnamál sem sögurfara af Lögregla og herþyrlur leituðu um alla eyðimörkina í Chihuahua í norður- hluta Mexíkó aö fleiri fíkniefnaverk- smiðjum en hald hefur verið lagt á átta þúsund smálestir af marí júana. Leysti lögreglan úr þrælahaldi um fimm þúsund kotunga sem tældir höföu verið til starfa á þrem afskekktum bú- görðum við þurrkun og pökkun í marijúanaframleiðslunni og síðan haldiö að verkinu undir byssuk jöftum. Þessar átta þúsund smálestir heföu skilað af sér f jögurra milljaröa dollara verömæti ef þær heföu komist á fíkni- efnamarkaöinn í Bandaríkjunum. Lögreglan hefur fundiö víöáttumikl- ar ræktunarekrur, þurrkunar- og pökkunarverksmiðjur og þrjátíu vöru- bíla miðstöð. Tíu menn hafa verið handteknir (þar af sjö menn úr öryggislögreglunni) en lögreglan kom aö hinu ánauðuga starfsliöi yfirgefnu. Sagöi þaö að verkstjórar þeirra heföu forðaö sér í sömu mund sem lögreglan var komin á slóðina. Svo mikiö haföi veriö útplantað af maríjúana á ökrum að næg atvinna var fyrir 20 þúsund kotbændur. Hin ánauöuga starfslið haföi búiö við illan kost og þröngan og reyndist við aðkomu lögreglunnar vera vannært. Fjórír blaða- menn fórust Fjórir virtir blaðamenn á Irlandi fórust meö lítilli flugvél sem hrapaöi í úrhellisrigningu í skógi einum á Suður- Englandi í gærkvöldi. Flugmaðurinn og allir átta farþegar vélarinnar fórust þegar hún rakst á f jall hjá Eastbourne sem er miöja vegu milli Frakklands og Irlands. Njáll Hanley, ritstjóri útbreiddasta síðdegisblaös Irlands, The Evening Herald, var meðal f jórmenninganna. Ferðalag þeirra stóö í sambandi viö árlega hefö sem er aö fara til Frakk- lands og ná fyrstu vínunum úr Beaujo- lais-uppskeru hvers árs og flytja meö sértil Dublinar. Meö vélinni var einnig eigandi flug- félagsins, sem leigöi vélina til ferðar- innar. FIB-maður njósnaði fyrir Rússana og stal Fyrrum erindreki alríkislögreglunn- ar, FBI, sem ákærður var á dögunum fyrir njósnir í þágu Sovétmanna, hefur nú ennf remur veriö ákæröur fyrir f jár- drátt og fyrir aö selja upplýsingar úr skýrslusafni FBI. Richard Miller var staöinn aö því aö selja sovéskumhjónum, semtalineru erindreka KGB-leyniþjónustunnar sovésku, leyndarmál. Þau hafa veriö öll þrjú í varðhaldi síöan 2. október. Sovéska frúin haföi dregið Miller, sem er átta bama faðir, á tálar en síö- an komið honum í samband viö eigin- manninn, sem bauð honum háar greiöslur fyrir leyndarmál FBI, en Miller haföi veitt fjölskyldu sinni meira en hann haföi efni á og var í fjár- kröggum. HJÓNABAND ÖNNU OG MARKS BLAÐA- MÁLBRETA Anna Bretaprinsessa var á 11. brúðkaupsafmæli sínu víös fjarri eiginmanninum og er það þriöja áriö í röö sem þau eru aðskilin þann dag. Anna var á Englandi að góðgerðar- störfum fyrir fatlaða veöreiðaknapa en Mark Philips höfuösmaöur var 13 þúsund mílur í burtu á Nýja-Sjálandi við opnun þjálfunarbúöa fyrir hindrunarstökk. — Hin tvö árin hefur Anna verið í Ástralíu á brúðkaupsaf- mæli sínu. Ensku blöðin velta þessum hlutum mikiö fyrir sér og geröu mikiö veður úr þegar hjónin bjuggu á ólympiu- leikunum í Los Angeles síöasta sum- ar hvort í sínu hótelinu. Talsmaöur Buckingham-hallar ber á móti öllum orörómi um kala í hjónabandinu og segir aö þvert á móti hafi þau Mark og Anna reynt aö flýta skyldustörfum sínum svo aö þau geti hist í Dubai í lok mánaöar- ins. Anna, sem í eina tíö var gagnrýnd nokkuð fyrir að vera einræn og treg til þess að gegna opinberum skyld- um, hefur seinni árin gerst mjög aðsópsmikil í ýmissi góögeröarstarf- semi og opinberum störfum. Brúökaupsafmæli hennar ber upp á 36 ára afmælisdag Karls Breta- prins á morgun. Mark Philips, Anna prinsessa og böm þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.