Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Blaðsíða 11
DV. MIÐVKUDAGUR14. NOVEMBER1984.
11
!m—" i —
1 MILLJÚN
DV-mynd Bj.Bj.
Starfsmenn álversins giaðlegir á svip, enda búnir að framleiða milljón tonn af áli.
[ J j
1 l d
Milljón tonn hjá álverinu
Áldropinn sem fyllti milljónasta
tonnið af áli hjá álverinu í Straumsvík
draup úr einu álkerinu sl. fimmtudag.
„Það er auðvitað ekki hægt að segja til
um það nákvæmlega hvaöa dropi gerði
milljónasta tonnið en viö vitum aö það
gerðist einhvern tíma á fimmtudag og
þá héldum við hátíð,” sagði Jakob
Möller, aðstoðarforstjóri álversins,
þegar DV ræddi við hann.
Hátiöahöld i tilefni af milljónasta
tonninu munu standa i nokkra daga.
Jakob sagði að 700 manns ynnu hjá
fyrirtækinu og ekki væri hægt að vera
með veislu nema fyrir 250 manns í einu
auk þess sem mikið væri um vakta-
vinnufólk.
-EH
Gleraugun
hrannast upp!
Rætt við Helga Baldursson um gler
augnasöf nun Lionsmanna
Það hefur víst ekki farið framhjá
neinum aö þessa dagana safna
Lionsmenn gömlum gleraugum til
útflutnings. Ekki er þó nýr útflutn-
ingsatvinnuvegur að fæðast heldur
flokkast þetta undir góðgerðarstarf-
semi. Arlega halda þeir hjá Lions
þjónustudag þar sem allir reyna að
iáta eitthvað gott af sér leiða. í ár
varð aö ráöi að stilla saman kraftana
og gera veglegt átak á einu sviði. Og
söfnun á gleraugum fyrir sjóndapra
á Sri Lanka varð fjrir valinu. Upp-
haflega átti söfnunin að hefjast 8.
okt. en verkfallið raskaði því.
Formaður Söfnunarnefndar er
Helgi Baldursson. DV tók hann tali til
að forvitnast um söfnunina. Helgi
sagði að þegar frá fyrsta degi heföi
söfnunin gengið mjög vel um allt
land. „Ég geri mér vonir um að ekki
safnist færri en 40.000 gleraugu,”
sagði Helgi,” og ef reiknað er með að
stykkið kosti 2.000 kr. þá ætti þetta að
gera 8 milljonir.” Það sem genr
gleraugnasendingar til Asíulanda
nauðsynlegar er að víða þar um
slóðir er giáka landlægur sjúk-
dómur. Svo er t.d. á Sri Lanka. Gler-
augun héðan fara á sjúkrastöö þar
sem einkum er fengist við þennan
sjúkdóm. Að öllum jafnaði þurfa þeir
sem lækningu fá að nota gleraugu
eftir aðgerðina en það er oft undir
hælinn lagt hvort þeir hafa efni á að
eignast þau. Okeypis gleraugu eru
því í mörgum tilvikum kærkomin. Á
Sri Lanka fara augnlæknar yfir gler-
augun og sjá til þess að hver fái gler-
auguvið hæfi.
Sjálfur sagðist Helgi eiga fern
gleraugu sem komin eru úr umferð
og þau fara öll. Helgi er formaður
Lionsklúbbsins Ægis í Reykjavík.
Hann er kennari að mennt en hefur
um árabil fengist við innflutning á
pappírsvörum. Eiginkona hans er
Guðbjörg Marteinsdóttir og eiga þau
þrjú böm.
Selfoss:
Hjálmar Þorsteinsson
með málverkasýningu
Hjálmar Þorsteinsson hélt nýlega
málverkasýningu í Safnahúsinu á Sel-
fossi. Aðsókn var góð en sýningin stóð
yfir í tvo daga. Eg veit ekki hvað mikið
seldist af málverkum hins mikla lista-
manns. Ég álykta aö Hjálmar eigi
mikla möguleika á listabrautinni. Yfir
30 málverk voru á sýningunni og marg-
ur sýningargesturinn var heillaður af
verkum hins yfirlætislausa lista-
manns. Verðið var frá 38 þúsundum og
niður í 12 þúsund og þótti fólki það frek-
ar dýrt því rammarnir, sem voru utan
um málverkin, voru lítilf jörlegir. Auk
þess vom nokkrar vatnslitamyndir
smáar frá 12 þúsund og niður í 300
krónur. Enda finnst öllum allt dýrt nú í
stjómleysinu og verðbólgunni og
sláturtíðinni. Regína Thorarensen
Selfossi.
„Endurskin” í Austurstræti
Skemmtilegt „endurskin” var í
veðurblíðunni í Austurstræti síðastlið-
inn föstudag er Eurocard gaf veg-
farendum endurskinsmerki fyrir vet-
urinn.
Alls var þúsund merkjum dreift og
kunni fólk þessu hið besta. Nokkrir
báðu um fleiri en eitt, „systir og bróðir
ættu nef nilega ekkert merki”.
Eurocard fékk þrjá menntskælinga
til aö dreifa merkjunum. Ohætt er að
segja að kiæðnaður menntskælinganna
hafi vakið athygli. Þeir voru með pípu-
hatta og bám spjöld í bak og fyrir.
MIÐ BJOÐUNv
METRINUI
BYRGINN
jinmuEsrone
Sagt er að allir tali um veðrið, en enginn
geri neitt í því.Við hjáBRIDGESTONEget-
um að vísu ekki gert neitt við veðrinu, en
við bjóðum stóraukið öryggi í vetrarakstri
með hinum heimsþekktu ÍSGRIP vetrar-
hjólbörðum. ÍSGRIP hjólbarðarnir eru úr
sérstakri gúmmíblöndu, sem harðnar
ekki í kuldum, þeir haldast mjúkir og gefa
því einstaklega góða spyrnu í snjó og
hálku. Tryggðu öryggi þitt og þinna í vet-
ur, keyptu BRIDGESTONE ÍSGRIP undir
bílinn — þeir fást hjá hjólbarðasölum um
land allt.
Sérlega hagstætt verd.
BlLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99
ISGRIP