Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Side 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR14. NOVEMBER1984. Sjóefnavinnslan: „Getum ekki leyft okkur þennan munað þóttgimilegt kunni að vera” segir Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra „Mér svelgdist illilega á þegar ég fékk svörtu skýrsluna 28. ágúst síðastliðinn,” sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra í samtali við DV. Hann var spurður um skýrslu þá sem Iðntæknistofnun Islands hefur skilað um Sjóefna- vinnsluna á Reykjanesi. Ráðherra hefur skipaö tvo menn í stjórn fyrir- tækisins og kvaðst hann bíða eftir niðurstöðum stjórnarinnar um framtíð Sjóefnavinnslunnar (SEV). Það undrar marga að erlend lán skyldu hafa verið tekin til að standa undir tilraunaverksmiðju þessari á Reykjanesi en lántökur eru 75% stofnkostnaðar við 8 þúsund tonna á- fanga. Söluverðmæti ársframleiðslu nú er í kringum 10 milljónir krónur fyrir um 6—8 þúsund tonn af salti. Kostnaðurinn við verksmiðjuna er 274 milijónir, þar af er verkfræði- og hönnunarkostnaður um 55 milljónir króna. Afuröir verksmiðjunnar eru fisksalt og nokkur aukaefni, svo sem kalsíumklóríð, sem fyrirtækið hyggst seija Vegagerö ríkisins ef verð og gæði verða samkeppnisfær. Áætlað hefur verið að selja Áburðar- verksmiðju ríkisins kali, eitt auka- efna sem framleitt er í verk- smiðjunni. Bæði ríkisfyrirtækin bjóða út kaup á þessum aukaefnum. Verð á flestum afurðum SEV hefur lækkað síðan sjö ára áætlun var gerð. Lög um sjóefnavinnslu voru samþykkt á Alþingi vorið 1981 en þar var ríkisstjórninni heimilaö að beita sér fyrir stofnun hlutafélags er reisi og reki sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Þetta var í ráöherratíö Hjörleifs Guttormssonar. En forsögu sjóefna- vinnslunnar má rekja tii fyrstu at- hugana allar götur til fimmta ára- tugar þessarar aldar. Undirbúnings- félag um saltverksmiðju á Reykja- nesi var stofnaö árið 1977. Því var farið að reisa og reka tilrauna- verksmiöju fyrir salt úr jarðsjó og kanna m.a. markaðsmöguleika saltsins á fiskverkun. „Þetta hefur ekki allt verið til einskis,” sagði Sverrir Hermanns- son ennfremur um „tilraunastarf- semina.” ,,Síldarsaltendur í Grinda- vík og fleiri hafa sagt mér að saltið sé afbragðsgott tilsöltunarenþaðer gerlafrítt Við lokum engum dyrum. Og eitt er mikilvægt líka, þarna hefur verið borað eftir jarðhita og risin 0,5 megavatta aflstöð sem ég hef hvatt til að verði nýtt af Hita- veitu Suðurnesja. En það kann að vera aö við getum ekki leyft okkur þennan munað meö sjóefna- vinnsluna þótt gimilegt kunni aö vera,”sagöiráðherrann. -ÞG. Saltaðí síðustu tunnumar Allri síldarsöitun lauk endan- lega í gær eftir því sem við kom- umst næst. I fyrrakvöld var búið að salta í 237 þúsund tunnur á landinu og átti þá aðeins eftir að saita í ör- fáar tunnur til að búið væri að fylla upp í alla samninga og kvóta. Með- talin voru sérverkuð flök fyrir Sví- þjóö og síld sem á að fara á innan- landsmarkaö hér. Var talið að lokið yrði við þessar síðustu tunnur í gær. -klp- Erlendum farþegum fækkaðium 100% i október Þótt slökkviliðið í Hafnarfirði sé vei æft er það samt of fáliðað og tækjabúnaður þess mætti vera fullkomnari að margra áliti. DV-mynd GVA. Slökkviliðið í Hafnarfirði: Enginn stigabfll og of fáir á vakt — segja íbúar og óska eftir úrbótum Fjölmargir íbúar í Hafnarfirði og Garðabæ hafa látið í ljós miklar áhyggjur með útbúnað slökkviliðsins í Hafnarfirði og mannfæð liðsins þar. Hefur bæjarstjórnin í Hafnarfirði þegar fengið að heyra um þetta en ekk- ert hefur enn verið gert í málinu. Það sem veldur fólki hvað mestum áhyggjum er að slökkviliðið í Hafnar- firöi á ekki einn einasta stigabíl í sín- um flota en samt em þegar komin mörg háhýsi í Hafnarfirði og í Garða- bæ. Er það til dæmis kaupfélagsblokk- in í Hafnarfirði og stórhýsi í Garðabæ sem upphaflega átti aö vera 9 hæðir en mun nú vera komið í 11 hæðir. Slökkviliðið mun hafa aögang að stigabíl Rafmagnsveitu Hafnar- fjarðar, en hann er með körfu sem menn telja aö muni gera lítið gagn ef bjarga þyrfti fólki í snarhasti úr háum húsum. Þá finnst mörgum vera of fámennt á vöktum slökkviliðsins ef eitthvað kæmi fyrir, t.d. að kvöldi eða nóttu. Þrír menn munu þá vera á vakt í einu í stöðinni og sinna þeir einnig sjúkra- flutningum. Ef um flutning er að ræða fara tveir af þessum mönnum af stöö- inni og er þá aðeins einn eftir til að gæta allra starfa þar. Finnst mörgum það vera mikið óöryggi aö ekki skuli vera minnst f jórir menn á vakt í einu þar eins og t.d. í Árbæjarstöö slökkvi- liðsins í Reykjavík. Svæðið sem slökkviliöið í Hafnar- firöi hefur á sinni könnu er Hafnar- fjöröur, Garðabær og Álftanes. Þarna búa um 20 þúsund manns. Samkvæmt skýrslum útlend- ingaeftirlitsins komu til landsins í október 7.913 farþegar, þar af 2.128 erlendir. Þetta eru nokkru færri farþegar en í október í fyrra en þá voru farþegar alls 9.954, þar af 4200 útlendingar eða tvöfalt fleiri en í ár. Frá áramótum hafa komið til landsins alls 157.119 farþegar og er það aukning sem nemur rúmlega 13 þúsund farþegum sé boriö sam- an samatímabilfyrirári. .gy Bílainnflutn- inguríár Alls hafa verið fluttar inn frá áramótum og til septemberloka 5.632 nýjar fólksbifreiðir skv. skýrslum Hagstofu Islands. Mest hefur veriö flutt inn af Fiat Uno, Subaru og Daihatsu Charade eða alls um 1100 bifreiðir. Innfluttir notaðir bílar það sem aferárinuerualls293talsins. -EH Mikið atvinnuleysi herjar á Eyrarbakka Frá Magnúsi K. Hannessyni, Eyrarbakka: Töluvert mikið hefur verið um atvinnuleysi á Eyrarbakka síðustu sex vikur. Um síðustu mánaðamót voru 66 skráðir atvinnulausir og er það nokkuð hátt hlutfall af vinnandi mönnum í þorpinu. Þá er rétt aö taka fram að hér er aöeins um 20 fyrir- vinnur að ræða eða þá sem afla einir tekna heimilisins. I október voru atvinnuleysis- dagarnir hér 1233 og það er versti október síðasta áratug. Þetta er þó örlítið að lagast aftur því fyrir hálfum mánuði kom hingaö nýr bátur sem Hraðfrystistööin keypti norðan úr Eyjafirði. Hefur báturinn stundað línuveiðar síðan hann kom hingaö og fiskað alveg þolanlega, 4 tonn í róðri að jafnaði. Verið er aö kanna möguleika á því að kaupa fleiri báta því að þetta atvinnuleysi er fyrst og fremst vegna hráefnis- leysis hjá Hraðfrystistöðinni. -EH Atvhinuástand á Eyrarbakka er bágboriö vegna hráefnisskorts í Hraðfrysti- stöðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.