Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Blaðsíða 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR14. NOVEMBER1984.
| Lausstaða §
Íara Norræna Sumarháskólans í Álaborg (hlutastarf). X
r háskóla, reynsla í stjómun og þekking á störfum Norr- p
imarháskólans er skilyrði. fjj
marfrestur rennur út 30. nóv. f
iingar í síma 29447 á kvöldin. 8
íslandsdeild Norræna Sumarháskólans. rf
Innkaupastjórar
—TRÉKLOSSAR
Til sölu 1.100 pör af tréklossum á hagstæðu veröi og mjög
góðum kjörum.
Uppl. í síma 29888.
Menning Menning Menn
ANDANS MENN
Egg-Jeikhús sýnir í Nýiistasafninu
SKJALDBAKAN KEMST ÞANGAÐ LÍKA.
Höfundur og leikstjóri: Ární Ibsen.
Leikmynd og búningar: Guörún Erla Geirsdótt-
ir.
Lýsing: Árni Baldvinsson.
Leikhljóð og tónlist: Lórus Grímsson.
Einkamál skálda eru heillandi fyrir
lesendur sem veröa handgengnir
skáldskapnum, forvitnin um höfund-
inn, upphafsmann og skapara ljóös,
leiks og sögu, rekur margan til nánari
kynna við samtíð hans, daglega háttu,
hugmyndir og persónuleg skjöl. Oftast
eru gögnin tiltæk í einhverju formi,
viðtölum, ævisögum, yfirlitsgreinum
— sárasjaldan gefst tækifæri til að
rýna beint í frumheimildir, rekja sög-
una með persónulegum viötölum við
vini, kunningja og ættingja herra eða
frú X. Sá sem einu sinni er kominn út á
Leiklist
Páll B. Baldvinsson
þá braut á sér ekki undankomu auöiö,
fylgja skáldsins eltir hann með sífelld-
um áminningum: hvar var hann það
voriö, hvers vegna varð ekkert úr
þeirri hugmynd, þessi frumdrög sem
enn eru til benda til aö stoffið haf i verið
gott?
Stundum gerist þaö aö leikskáld
semja sjónleiki á grundvelli rannsókn-
ar á högum skálda, yfirleitt um stutt
skeið í ævi þeirra: dvöl landflótta
Evrópuskálda í Hollívúdd stríösár-
anna, Rimbaud og Verlaine á ferð og
flugi, Halldór Laxness í L.A., fyrra
hjónaband TS. EBot, Tjekov á taí við
sjálfan sig, Getrud Stein hugsar upp-
hátt, svo nokkur nærtæk dæmi séu
nefnd. Þessir sjónleikir standa alla-
jafna í skugga viðfangsefnisins, sára-
sjaldan tekst þeim sem um pennann
heldur að gera úr þjóösögum og skjal-
festum lýsingum persónur sem standa
og hugsa holdi klæddar samkvæmt lög-
málum leiksins. Þetta er ofur skiljan-
legt, virðing og ást í skáldinu heftir og
varnar höfundinum að gera það sem
hugmyndaflugið á að gera, fái það
sjans, leika lausum hala.
Esra og William
Arni Ibsen hefur til þessa einbeitt
sér að æfingum og tilaunum í kveðskap
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 72., 74. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á Laugarnes-
vegi 13, þingl. eign Valdimars Jörgensen o.fl., fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 16. nóvem-
ber 1984 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem augiýst var í 72., 74. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á Laugarnes-
vegi 82, þingl. eign Kristjáns Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 16. nóvem-
ber 1984 kl. 14.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 72., 74. og 77. tbl. Lögbirtbigablaðs 1984 á Mjóuhlíð 2,
þingl. eign Olafs Arnarsonar o.fl., fer fram eftir kröfu Skúia J. Pálma-
sonar hrl., Péturs Guðmundarsonar hdl., Ölafs Gústafssonar hdl.,
Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Sigurðar I. Halldórssonar hdl. á eign-
inni sjálfri f östudaginn 16. nóvember 1984 kl. 11.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem augiýst var 140., 43. og 46. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á Dragavegi
6, þingl. eign Katrínar Hallgrímsdóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns
Á. Jónssonar hdi. á eigninni sjálfri föstudaginn 16. nóvember 1984 kl.
16.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 72., 74. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í
Grenimel 9, þingl. eign Jóhanus Þorgilssonar, fer fram eftir kröfu
Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 16. nóvember
1984 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 72., 74. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í
Boðagranda 7, þingl. eign Hrafns Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu
Útvegsbanka tslands og Hafsteins Sigurðssonar hrl. á eigninni sjálfri
föstudaginn 16. nóvember 1984 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 72., 74. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í
Hraunbæ 20, þingl. eign Guðna Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu
Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. og Sigríðar Thorlacius hdl. á eign-
inni sjálfri föstudaginn 16. nóvember 1984 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættlð í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 72., 74. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á Langholts-
vegi 51, þingl. eign Óla H. Sveinbjörnssonar o.fl., fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 16.
nóvember 1984 kl. 14.45.
Borgarfógetaembættlð í Reykjavík.
GÓDUR GESTUR
Tónlistardagar Dómkirkjunnar,
Orgeltónleikar Jörgens Ernst Hansen 10.
nóvember. Efnisskrá: Dietrich Buxtehude:
Prelúdia og fúga íg-moll; H.O.C. Zinck: Meinen
Jesu lass ich nicht og Allein Gott in der Höh
sei Ehr; Felix Mendelssohn — Bartholdy:
Sónata nr. 3 í A-dúr, Úr hryggðar djúpi hátt til
þín og Prolúdía og fúga í c-moll; Niels W. Gade:
Þrjú kóralforspil; Johann Sebastian Bach:
Liebster Jesus wir sind hier, Passacaglia og
fúga í c-moll.
Gestur Tónlistardaga Dómkirkj-
unnar að þessu sinni var organisti
Hohnens-kirkju í Kaupmannahöfn,
Jörgen Emst Hansen. Holmens
Kirke er ein af höfuðkirkjum Kaup-
mannahafnar og eins og alkunna er
hýsir þessi kirkja, sem í upphafi var
helguð flotanum og reist var
snemma á sautjándu öld, grafir ekki
ómerkari manna en Tordenskjölds
og Niels W. Gade, svo aö dæmi séu
nefnd. Stór hluti efnisskrárinnar var
helgaöur þeim Gade og tónskáldi
Tónlistardaganna, Felix Mendels-
sohn Bartholdy. Vel er þaö viðeig-
andi að spyröa þá kaman á efnisskrá
því samstarf þeirra var með
ágætum. Það var Mendelssohn sem
gerði þennan danska rómantíker
þekktan um víða veröld — frumflutti
fyrstu sinfóníu hans og gerði hann að
aöstoðarstjómanda sínum hjá
Gewandhaushljómsveitinni.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Alþjóðlegt með
dönsku ívafi
Leik sinn hóf Jörgen Emst
Hansen með öðmm Dana — þeim
ágæta Dietrich Buxtehude sem
fæddur var í Helsingjaborg og starf-
aði bæði þar og á Helsingjaeyri þótt
mest sé af honum gumað meðal
þýskra og af störfum hans í Liibeck.
Þannig var efnisvaliö næsta alþjóð-
legt en með greinilegu dönsku ívafi.
Ég veit ekki hvort það er réttlátt
að segja aö það sama gildi um
flytjandann en mér fannst það og
meina það alls ekki neikvætt. Jörgen
Ernst Hansen væri kannski réttast
lýst sem snyrtimenni við orgelið.
Hann registreraði til dæmis alls ekki
svo sterkt þótt verkefnin byðu upp á
það á stundum. Hann er kannski
vanur þvi aö geta látið kirkjuna
sjálfa um að bera óminn frá orgel-
inu, en þaö er nokkuð sem Dóm-
kirkjan okkar blessuð gerir ekki til-
takanlega vel. En þótt fyrirganginn
skorti hjá Jörgen Emst Hansen þá
skortir ekki þróttinn í leik hans.
Hann hefur sérstæðan stíl og leggur
sinneiginn.sjálfstæða skilningíþau
verk sem hann leikur. Jörgen Emst
Hansen var góður gestur, en ég hefði
fremur kosið aö fá að heyra hann
leika á betra hljóöfæri og í órýmra
húsi.
EM.
Ríkisstjómin á
að sitja til loka
kjörtímabilsins
Til hvers er leiksýningin „Van-
traust á rikisstjórnina”? Þaö var
vitað að tiliaga um vantraust yrði
felld með 35—37 atkvæðum gegn 23.
Samt er verið að taka upp dagskrá í
hljóövarpi heilt kvöid til að opinbera
skrípaleikinn!
Sjaldan hefur verið meiri ástæða
til að skora á ríkisstjórn í þessu landi
að sitja áfram en þegar stjórnar-
andstaðan situr í sárum, samanbrot-
in og trausti rúin, eins og nú er raun-
in.
Það er staðreynd að engin ríkis-
stjórn á Islandi, frá stofnun
lýðveldisins, hefur veriö jafnómak-
lega ásökuð og enginn staðist jafn-
hatramma árás frá andstæöingum
og sú sem nú situr. — En and-
stæðingamir standa nú uppi — eða
réttara liggja flatir, smánaðir og
yfirgefnir.
Hugmynd drepin
í fæðingu
Þegar stjómarandstöðuflokkarnir
sáu hvert stefndi, en þaö var í þann
mund aö fyrir endann sá á verkfall-
inu og útséð var að ekki myndi tak-
ast að fella ríkisstjórnina, sem var
öðrum þræði tilgangur hins langa
verkfalls, — þá kepptust forystu-
menn stjómarandstöðuflokkanna
um að koma því að við fjölmiðla, að
stjórnarflokkarnir óskuðu eftir utan-
aðkomandi „styrk” með aöild eins
eöa fleiri stjómarandstöðuflokka.
Auövitaö lét forysta hvers
stjómarandstööuflokks fyrir sig
liggja að því að það væri einmitt
aðild, ,hans” sem óskað væri eftir.
Um leið og fjölmiðlar fóru hins
vegar að kanna máliö, með beinum
viðtölum viö „forystumennina”,
kvaö við allt annan tón, að sjálf-
sögöu, og sögöu ýmist að „alls engar
viðræður hefðu átt sér stað” eöa
sneru upp á sig og sögðu sem svo, að
þaö kæmi aldrei til greina að styrkja
núverandi stjórn með „sinni” aðild!
Þetta sjónarspil kom gleggst fram
í viðtali við formann Alþýðuflokks-
ins sem neitaði því að viðræður
hefðu farið fram um aöild hans, hvað
þá meira.
Sannleikurinn var hins vegar sá
að allir stjómarandstöðuflokkarnir,
hver fýrir sig, heföu gefið aleigu
sína (sem auðvitað er ekki fyrir
hendi) til að geta tekið sæti í núver-
andi ríkisstjóm.
Engin þörf
Þótt segja megi aö frá pólitísku
sjónarhorni hefði svo sem komiö til
greina að bjóða einum stjómarand-
stöðuflokkanna aðild aö ríkisstjórn,
ekki til þess að styrkja hana, heldur
fremur í likingu við það aö stórt bú
ræður til sin unglinga til aö létta
undir með búskapnum, — þá er ekki
umauöugangaröaðgresja þarsem
varla er um neinn flokk að ræða utan
stjómar sem slægur er í.
Alþýðuflokkurinn er sem deyjandi
stjarna þar sem enginn hefur fasta
búsetu lengur en til skamms tíma í
senn og sem krefst þess að for-
maður víki.
Alþýðubandalagið er sá flokkur
sem enginn heilvita stjórnmálamaö-
ur getur lagt til að taki sæti í ríkis-
stjórn eftir afskipti þess flokks af
iðnaðar- og orkumálum og hafandi
lagt til atlögu við launþega ekki
sjaldnar en fjórtán sinnum með
kaupskerðingu á valdaferli sínum.
Og hver þekkir stefnumál Banda-