Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 23. NOVEMBER1984. OPIÐ KL. 8-21.45 ALLA DAGA. Fiskréttir frá kr. 110,- Kjötréttir frá kr. 130,- Smurbrguðstofan BJORNINN Njáisgötu 49 — Sími 15105 SMURT BRAUÐ OG SIMITTUR Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 74. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Möðrufelli 5, þiugl. eign Stjórnar verkamannabústaða, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 26. nóvember 1984 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á bluta í Asparfelli 8, tal. eign Jóns L. Magnússonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Guðjóns Steingrímssonar hrl., Högna Jónssonar bdi., Sigríðar Thorlacius hdl. og Iðnaðarbanka Islands hf. á eigninni sjálfri mánudaginn 26. nóvember 1984 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 74. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Efstasundi 6, þingl. eign Halldóru Einarsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik o.fl. á eigninni sjáifri mánudaginn 26. nóvember 1984 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 74. og 77. tbl. Lögbirtingabiaðs 1984 á hluta í Vesturbergi 78, þingl. eign Odds Ólafs Jónssonar og Unnar Ingólfs- dóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 26. nóvember 1984 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 74. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Vesturbergi 70, þing. eign Helga V. Úifssonar og Auðar Sigurðar- dóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjáifri mánudaginn 26. nóvember 1984 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 74. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Keldulandi 15, tal. eign Sigriðar Hjálmarsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 26. nóvember 1984 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Á THBOÐ Vestrænir hernaðarsérfræðingar telja margir að Danmörk sé að verða veikasta vígi Atlantshafs- bandalagsins. — Skriðdrekar á Sjálandi. ANKER BAKKAÐI Danskir jafnaðarmenn segjast ekki munu bera fram eða styðja van- trauststillögu á íhaldsstjórn Poul Schliiters, jafnvel þótt stjómin hundsi ályktanir þingsins í vamarmálum. „Það er ekki víst að kosningar nú myndu færa sósíaldemókrötum neinn sérstakan sigur,” sagði Anker Jörgen- sen, leiðtogi Sósíaldemókrataflokks- ins. Schliiter forsætisráðherra hafði hót- að því að efna til kosninga ætli þingið að neyða stjóm hans til aö greiða atkvæði í Sameinuðu þjóðunum gegn viljaNATO. I afvopnunamefnd Sameinuðu þjóð- anna í gær greiddi Danmörk atkvæði gegn ályktunartillögu um bann við fyrstu notkun á kjamorkuvopnum ásamt öllum NATO-þjóðunum nema Grikklandi. Samkvæmt heráætlun NATO hyggst bandalagið halda þeim möguleika opnum að nota fyrst kjam- orkuvopn gegn hugsanlegri innrás Varsjárbandalagsríkja. Danir banna staðsetningu kjarna- vopna á sínu landi á friðartímum. En fyrr í þessum mánuöi ákvað þingiö aö í Danmörku skyldu heldur ekki vera kjamavopn á friðartímum. Sú ákvörð- un tæki þó því aðeins gildi á grundvelli kjamaorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum sem bæði Sovétmenn og Bandaríkjamenn styddu. Margir NATO-sérfræðingar eru orðnir langþreyttir á varnarmála- stefnu Dana. Carrington lávarður, aðalritari Atlantshafsbandalagsins, hefur sagt að ef Danir ákveði að neyta algerlega aö staðsetja kjarnorkuvopn á landi sínu á stríðstímum verði það upphafið á endalokum Atlantshafs- bandalagsins. Kim Dae-Jung. Kim vill heim til Suður-Kóreu Suður-kóreski stjórnaandstööuleið- toginn Kim Dae-Jung segist munu snúa heim aftur frá Bandaríkjunum í janúar eða febrúar jafnvel þó hann geri sér grein fyrir því að hann verði sennilega settur í fangelsi. Kim hefur lifað í Bandaríkjunum síðan honum var sleppt úr fangelsi í Suður-Kóreu. Þar var honum haldiö eftir að hann var fundinn sekur um landráö. Ríkisstjóm Suður-Kóreu hefur sagt öldungadeiidarþingmannin- um Edward Kennedy að Kim veröi hnepptur í fangelsi um leið og hann kemurheim. Umsjón: Þórir Guðmundsson Palestinumenn hef ja þing: Hussein vill sam- eiginlegt átak Hussein Jórdaníukonungur sagði þingmönnum Palestínumanna í gær að eina von þeirra til að ná aftur herteknu svæðunum af Israelsmönnum sé með sameiginlegu átaki Palestínumanna og Jórdaníu. Hussein talaöi við opnun þjóöþings Palestínumanna í Amman. Hann sagði að Palestínumenn yrðu að varpa slag- orðum fyrir róða og líta á málin frá nýjusjónarhorni. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínuaraba, mætti einnig á þingið. Hann hafði hótað aö Fatah fylk- ing hans myndi draga sig út úr samtök- unum mættu ekki að minnsta kosti tveir þriðju fulltrúa á þingið. Þrátt fyrir að andstæðingar Arafats, sem eru studdir af Sýrlendingum, hafi ekki mætt náðist að gera þingið löglegt með því aö ná rétt rúmlega tveim þriðju fulltrúa til Amman. Gífurleg öryggisgæsla er í kringum þinghúsið. Þyrlur fljúga yfir því og „Umheimurinn — ogarabar — munu dæma ykkur samkvæmt árangrínum sem þið náið á þessu þingi,” sagði Hussein við Palestínumenn. herinn hefur innsiglað nærliggjandi svæði. Quebec: Aðskilnaðarsinnar segja Fjórir ráðherrar í stjórn Rene Levesque í Quebecfylki í Kanada hafa sagt af sér í mótmælaskyni við ákvörð- un Levesque að setja ekki sjálfstæðis- málin á oddinn fyrir kosningamar sem verður að halda innan rúmlega árs. Frönskumælandi meirihlutinn í Quebec hefur meiri áhyggjur af at- vinnuleysi en sjálfstæði frá Kanada að því er skoðanakannanir sýna. Fylgið af sér hefur hrunið utan af Levesque undan- farið og skoöanakannanir sýna að hann hefur ekki stuðning nema 23 pró- senta kjósenda. Kosningarnar verður að halda fyrir apríl 1986 en fastlega er gert ráð fyrir þeim á næsta ári. Ráðherrarnir sem sögðu af sér sögðu aö aðalbaráttumál stjómarflokksins ætti að vera aðskiln- aðarstefnan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.