Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 23. NOVEMBER1984. aaua MESTSELDI BILL Á ÍSLANDI NORÐDEKK heilsóiud mdiál dékk, BESTA SNJÓMUNSTUR SEMVÖLERÁ! UMBOÐSMENN UM ALLT LAND N0RÐ?eKIC Hjá okkur að RÉTTARHÁLSI 2 komast allir í hús, stórir sem smáir Stærsta og tæknilega fullkomnasta dekkja- verkstæði landsins Þú slappar af í setu- stofunni á meðan við skiptum um fyrir þig STOFAN HF RÉTTARHÁLS 2 s: 84008-84009 SKIPHOLT 35 s: 31055-30360 GÚMMÍ VINNU Það eru ekki bara snjókarlarnir sem eru farnir að undirbúa veturinn Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Vikuleg verðkönnun DV: Verðlag í fríhöfnum í Kef lavík og Schiphol Mikill stærðarmunur og einnig verðmunur Þaö er í raun lítið sem fríhöfn á Keflavíkurflugvelli og fríhöfnin á Schipholflugvellinum í Amsterdam eiga sameiginlegt. Stæröarmunurinn er mjög mikill og í fríhöfninni á Schiphol- flugvelli eru um fjörutíu verslanir og bjóöa þær til samans upp á um fimmtíu þúsund vörutegundir. Þar er bókstaflega hægt aö kaupa allt sem hugurinn gimist. Allt frá eldspýtum upp í bíl. Hins vegar getur veriö erfitt aö troðast meö bíl heim í fluginu en þaö má aö sjálfsögðu reyna. Fríhöfnin á Schiphol hefur haft þaö orö á sér aö vera ein sú ódýrasta í heimi og eru margir sem reyna aö hafa þar viökomu til að geta keypt sér varning sem þar er boðið upp á. Feröum Islend- inga hefur fjölgað mikiö til þessa flug- vallar eftir aö Arnarflug hóf reglulegt flug þangað. Hvar er ódýrara? Það er því ekki úr vegi aö bera saman veröiö í þessum tveimur frí- höfnum. Viö getum ekki gert tæmandi könnun á verðlaginu á þessum stööum en höfum valið af handahófi nokkrar vörur til samanburðar. Eins og fyrr segir er vöruúrvaliö geigvænlegt þarna ytra og sem dæmi um þaö er ekki laust viö að mann verki í höndina þegar maður flettir veröskránni og þaö bara yfir þau ilmvötn sem fást þar. Þó svo að ekki séu miklar líkur á því að Islendingar festi kaup á bilum á Shiphol getum viö upplýst að t.d. einn Fiat Uno kostar 129 þúsund án tolla. Verðmunurinn Þaö er skemmst frá því aö segja aö í öllum tilfellunum sem viö bárum saman verö var það hærra í Keflavík. Þetta kemur fram í meðfylgjandi töflum. Munurinn er frá 10 upp í 35 prósent. Það sem ekkí fæstíKeflavík Þaö leiðir af sjálfu sér aö þar sem vöruúrvalið er mun meira í fríhöfninni á Schiphol en í Keflavík eru margar vörur þar á boöstólum sem ekki eru hér. Viö erum búin að nefna bílana. Auk þeirra má nefna aö símtæki eru þarna fremur ódýr. Símtæki meö 10 númera minni kostar um 600 krónur íslenskar. Svo er einnig mikiö úrval af þráðlausum símum en þeir eru víst bannaðir hér. Svo má ekki gleyma þjóöarframleiöslu Hollendinga, rósun- um. I fríhöfninni er hægt aö kaupa rós- ir í ómældu magni og mjög ódýrar aö auki. Þeim er síðan pakkaö inn þannig aö þær þola 24 tíma feröalag. APH Áfengi Keflavík Schiphol Ballantine 12 ára 14.00 10.95 Jim Beam 7.50 6.20 Canadian Club 9.00 6.95 Smirnoff 6.00 4.25 Camus Napoleon 34.75 26.95 70.5 55.30 Munar 27% llmvötn Keflavik Schiphol Madame de Carven 7,5 ml 30.50 26.15 Chanel 5 og 19 7,5 ml 23.25 22.00 Nina Ricci 7,5 ml 17.50 16.65 71.50 64.8 Munar 10% Myndavéiar Kefiavik Schiphol Pentax MG 1,7/50 mm 199 169.25 Canon AE-1 1,8/50 mm370 263.75 Olympus OM-11,8/50 mm 270 188.95 839 621.95 Munar 35% Útvarpstæki Keflavik Schiphol Bilaútvarp: Pioneer KE 6300 303 253.30 Bílaútvarp: Sharp RG 7000 132 99.85 Stuttbylgjutæki Sony 1CF 7600 156 106.20 591 459.35 Munar 28,5% Keflavíkurflugvöllur: RAUÐA EÐA GRÆNA HUÐIÐ? „Græna hliöiö eða rauða hliðið — ætti ég aö gefa upp hvaö ég hef meö- ferðis í töskunum eöa bara taka sjens- inn úr því ég hef alltaf sloppiö áöur og er ég nú búin aö fara nokkrar ferðirn- ar?” Eflaust hugsar margur ferðamaöur- inn eitthvaö á þessa leiö á Keflavíkur- flugvelli er hann kemur hlaöinn far- angri úr fríinu frá útlöndum. Feröamenn sem koma inn í landið þurfa aö velja á milli rauöa hliösins annars vegar og græna hliösins hins vegar. Rauöa hliöiö þýðir aö feröamað- urinn hafi eitthvað meðferðis sem gera þurfi grein fyrir eða borga þarf toll af. Græna hliðið þýðir aö sá sem fer í gegnum þaö hafi ekkert aö fela og sé meö allt á hreinu. Meö öörum orðum ferðamaðurinn velur sjálfur sína Ieiö og segir tO um sína hagi. Tollveröir taka stikkprufur hjá þeim sem telja sig vera í lagi og komast oft aö öðru. Ef eitthvað tollskylt finnst í stikkprufu hjá þeim, sem hefur valiö græna hliöiö, þá er hinn sami orðinn „smyglari”. Hann er þá búinn að brjóta tollalögin með því að velja ekki rétthlið. Hermann Guömundsson, skrifstofu- stjóri hjá tollgæslunni, sagði aö toll- verðirnir á Kefiavíkurflugvelli hefðu visst vald til aö afgreiða minniháttar mál sem koma svona upp. En að öðru leyti fara slík mál til viðkomandi yfir- valda. Til dæmis ef um Reykvíking er aö ræöa þá fara málin til tollstjóra- embættisíns í Reykjavík en ef menn ut- an af landi lenda í þessu þá sér yfirvald — sýslumaöur eöa bæjaryfirvöld — um þessimál. Hægt er aö beita sektum eöa sá hinn sami getur átt á hættu að missa hlut- inn. Þaö fer eftir hversu mikið og hvaö sannast. Einnig getur sá sem í þessu lendir haft eitthvað til málsbóta. Hann getur alltaf hafnaö utanréttarsátt toll- yfirvalda og farið í staðinn í gegnum dómskerfið. Hermann sagöi aö sú verslun sem rekin er á Keflavíkurflugvelli — frí- höfnin — væri sjálfstæð ríkisverslun og heföi tollurinn ekkert meö hana aö gera. Tollurinn hefur bara aö gera meö vöru- og farangursinnflutning. Menn mega versla eins og þeim sýnist en verða að borga toll ef keyptur er toll- skyldur varningur fyrir meira en 3.200 krónur. Leyfilegt aö versla tollfrjálst fyrir 3.200 krónur. Hermann sagði aö leyfi Pósts og síma þyrfti fyrir innflutningi á síma. Nú er jólin nálgast er mikiö um aö fólk reyni að flytja inn kjötvörur meö sér en bannað er aö flytja inn allar kjötvörur nema þær hafi fengið suðu- meöferö. Hermann sagði að þaö væri mesti misskilningur fólks aö hægt væri að koma meö reykt kjöt til landsins, það þyrfti líka aö vera soðið svo aö leyfi- legt væri aö koma meö þaö. Skinka í dósum er niðursoðin svo að leyfilegt er að flytja hana hingaö og svo er um all- an niöursoöinn mat. Hann sagöi aö í til- vikum sem þessum væri miklu frekar um vanþekkingu fólks á þessum regl- um að ræöa heldur en beint lögbrot af yfirlögðuráöi. JI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.