Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 23. NOVEMBER1984. 13 IÐNGREIN ÍHÆTTU Framleiðsla og bygging eininga- húsa hefur verið vaxandi atvinnu- grein nú síðustu árin. Þessi byggingarmáti hefur auðveldað mörgum að koma sér upp húsnæði, sem ella hef öu átt erfitt með það. Nú er þessi iðngrein í nokkurri hættu, ef fram ná að ganga nýjar út- hlutunarreglur lána, sem samþykkt- ar voru í húsnæðismálastjórn 19. sept. sl. og ættu samkvæmt þeirri samþykkt aö taka gildi um næstu áramót. Ásamt þingmönnum úr öllum öðrum flokkum og samtökum á Alþingi hef ég undirrituö því lagt fram eftirfarandi tillögu til þings- ályktunar: „Alþingi ályktar að fela félags- málaráðherra aðsjá til þess, aðsam- þykkt húsnæðismálastjórnar frá 19. sept. sl. um breyttar úthlutunar- reglur húsnæðislána, sem taka eiga gildi um næstu áramót, nái ekki framaöganga”. Vil ég nú skýra nokkuð þetta mál, sem ég tel mikilsvert aö fáist afgreitt sem fyrst, svo að komið verði í veg fyrir, að stoöum verði kippt undan þessari iðngrein. Úthlutunarreglur lána I^án úr Byggingarsjóöi ríkisins til þeirra, sem byggja á heföbundinn hátt, hafa verið greidd út í þremur áföngum, fyrsti hlutinn 6 mánuöum eftir að húsið er fokhelt og síðasti hlutinn 18 mánuðum eftir fokheldi. Þessar úthlutunarreglur eru miöaöar við venjulegan byggingar- tíma steinsteyptra húsa. Byggingartími einingahúsa er hins vegar miklu skemmri, og hafa úthlutunarreglur lána til kaupenda slíkra húsa þess vegna miðast við að greiöa þau út á u.þ.b. 10 mánuðum frá fokheldi. Þess ber þó aö gæta, að fokheldisstig húsanna eni engan veginn sambærileg, þar sem eininga- húsin eru miklu lengra komin í byggingu, þegar þau teljast fokheld. Með núgildandi úthlutunarreglum var því stefnt aö því aö jafna aðstöðumun þeirra, sem kaupa ein- ingahús, og þeirra, sem byggja á heföbundinn hátt. Ennfremur áttu þær að stuöla aö bættri samkeppnis- stöðu innlendrar einingahúsagerðar gagnvart innflutningi slíkra húsa. Að flestra mati hefur þessum mark- miöum verið náð. Hinn 19. sept. sl. samþykkti hins vegar húsnæðismálastjórn, að út- hlutun lána vegna einingahúsa skyldi frá næstu áramótum lúta sömu tímamörkum miðaö við fok- heldisstig og úthlutun vegna hefð- bundinna húsa, þrátt fyrir svo ólíkar aðstæður sem áöur er lýst. Það væri tvímælalaust spor aftur á bak, ef þessi ákvörðun húsnæðismála- stjórnar næði fram að ganga. Kostur hinna efnaminni Framleiðsla og bygging eininga- húsa hefur auðveldaö mörgum aö koma sér upp húsnæði, sem ella hefðu átt erfitt með það. Þar skiptir byggingartíminn meginmáli, en hann er yfirleitt aðeins 3—6 mánuöir og getur raunar verið enn skemmri. I flestum tilfellum er húsbyggjandi fluttur inn, áður en annar hluti lánsins er greiddur út. Það er húsbyggjanda ómetanlegt hagræði að geta flutt inn í hús sitt aöeins örfáum vikum eftir að bygging þess hefst. Þess vegna eru einingahúsin kostur hinna efna- minni. Augljóst er einnig það hagræði að geta unnið að framleiðslu húsanna að mestu leyti innan dyra í verk- smiðju og stytta þannig mjög þann tíma, sem unniö er úti við á byggingarstaö í misjöfnum veðrum. Þannig fæst samfelld vinna, sem ekki er jafnháð veðurfari og hefö- bundin byggingarstarfsemi. Framleiðsla einingahúsa dregur því úr þenslu á byggingarmarkaði, þar sem vinnan dreifist jafnar yfir árið. Það væri öfugþróun að færa meginálagstíma bygginga aftur yfir á færri mánuði ársins. Þjóðhagsleg hagkvæmni Auk hagræðis og sparnaðar fyrir húsakaupendur og samfeUdari og þægilegri vinnu við húsagerðina má benda á, að einingahús eru fram- leidd á ýmsum stööum á landinu, þar sem mikilvægt er frá þjóöhagslegu sjónarmiöi aö hlúa að vaxandi at- vinnugreinum. 21 fyrirtæki framleiðir einingahús hér á landi, þar af 6 á höfuðborgar- svæðinu, en hin 15 dreifð um allt landið, á Akranesi, í Borgarnesi, Stykkishólmi, á Blönduósi, Siglu- firöi, Akureyri, Húsavík, Egils- stööum, Höfn í Hornafirði, Selfossi og í Vestmannaeyjum. Uppbygging þessa atvinnuvegar svo vítt um landið er sérstaklega ánægjuleg þróun, sem fyrir alla muni má ekki snúa við með vanhugs- uðum aðgerðum. Með tilliti til núver- andi óvissu í atvinnumálum er brýnt að vera vel á verði og aðhafast ekkert, sem spillt gæti atvinnumögu- leikum landsmanna og þá allra síst úti á landsbyggöinni, sem hefur orðiö harðar úti en þéttbýlisstaðii-nir á suðvesturhorninu vegna minnkandi sjávarafla og samdráttar á ýmsum sviðum. Meö samræmdum gæöakröfum og ströngu eftirliti hefur framleiðsla íslenskra einingahúsa orðið fyUilega samkeppnishæf viö heföbundinn byggingarmáta. Það er ennfremur staðreynd, að þróun einingahúsa- framleiðslu hérlendis nú síðustu árin hefur dregið stórlega úr innflutningi húseininga. Sú þróun hefur án efa Kjallarinn KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, ÞINGMAÐUR KVENNALISTA aukið hlut þeirra, sem að byggingar- iðnaði starfa. Öfugþróun, sem ekki má líða I.engri útborgunartími lánanna hlyti óhjákvæmilega að leiða til lengri byggingartima og hærri fjár- magnskostnaðar og veikja verulega samkeppnisstööu þessarar iðngrein- ar. Slíkt væri öfugþróun, sem ekki má líða. Með breyttum úthlutunarreglum lána, sem húsnæðismálastjórn leggur til, að taki gildi um næstu ára- mót, væri verið aö auka aðstöðumun tvenns konar byggingaraðferöa, sem hvor tveggja á jafnmikinn rétt á sér. Þær reglur yröu öllum í óhag, hús- byggjendum og byggingariönaðinum íheild. Þess vegna leggja fulltrúar allra flokka og samtaka á Alþingi fram ofangreinda tillögu til þings- ályktunar. Kristin Halldórsdóttir. • „Uppbygging þessa atvinnuvegar svo vítt um landið er sérstaklega ánægjuleg þróun, sem fyrir alla muni má ekki snúa við með vanhugsuðum aðgerðum.” Verðtryggð lán með okurvöxtum: Þrælahald nútímans „Nema að honum læðist sá grunur að Veðdeild Landsbankans, Trygginga- stofnun og aðrar lánastofnanir sitji uppi með sívaxandi fjölda óseljanlegra húseigna á næstunni þegar þrælarnir gefast upp.” • „Þrælahaldið byggist á því að skuldarinn getur ekki losað sig. Hann getur ekki selt húseignina, sem lánið var tekið til að kaupa, svo nægi fyrir skuldum.” Um miðjan september síðastliðinn var getið um það í útvarpsfréttum aö fulltrúar BSRB og BHM í stjórn Líf- eyrissjóðs starfsmanna rikisins hefðu komið í veg fyrir að vextir á lánum úr sjóðnum yröu hækkaðir úr 2 í 7% ofan á verðtryggingu. Þetta var ekki talin nein stórfrétt, en var þó merkileg vegna þess að þetta var fyrsta alvörutilraun launþegasam- taka til að stöðva þróun, sem hefur verið að gerast undanfarið eitt og hálft ár. Það er sú verötryggingar- og okurvaxtastefna, sem beitt hefur verið af fullkomnu miskunnarleysi gegn ungu fólki, sem er að reyna að eignast húsnæði. Fulltrúi fjármála- ráðuneytisins í stjórn sjóðsins var þó hinn brattasti og gaf í skyn að þessi hækkun yrði knúin í gegn þótt síðar yrði. Væntanlega ætti þessi hækkun að vera afturvirk eins og aörar slíkar hækkanir hjá öðrum lánastofnunum. Hafa þessir menn hugsað út í hvað þetta þýðir? 7% vextir af 300 þúsund króna láni er 21 þúsund á ári eða um 1—1 1/2 mánaðarlaun opinbers starfsmanns bara í vexti. En í raun er dæmið enn verra en þetta. Vext- irnir eru reiknaðir af upphæöinni eins og hún er í lok vaxtatímabilsins, svo að í 20% verðbólgu eru þeir 300.000X1,2 X 0,07 = 25.200 kr. á ári. Þaö er vert aö hafa í huga aö fé líf- eyrissjóðanna er fé launþeganna (lántakendanna) sjálfra, því þeir eru látnir, nauðugir, viljugir, greiöa tíunda hluta launa sinna í þessa sjóði. En þetta var bara 300 þúsund króna lífeyrissjóðslán. Flestir þeir sem núna eru af veikum mætti að reyna að eignast húsnæði skulda mun meira en þetta. Ef allt er talið er algengt að þessar skuldir nemi meira en milljón. Ársvextir af milljón, eins reiknaöir og áður, eru 84 þúsund. Þetta eru bara vextir. Þá eru eftir afborganir. Nú er svo komið að verðtryggingar- og vaxtastefnan er orðin að þrælahaldi nútímans. Sanngjörn trygging? Þegar verðtrygging var tekin upp á lánum fyrir nokkrum árum virtist hún vera sanngjöm trygging fyrir báða aðila. Lánveitandi og lántak- andi miðuðu við nokkurn veginn sömu reiknistærð. Lánveitandinn var öruggur um að fá svipað verð- mæti til baka og lántakandinn gerði sínar áætlanir fram í tímann og vissi að hann þyrfti svo og svo stóran hluta af mánaðarlaunum til að endurgreiða. Sem sagt: Sanngjam samningur. Ef grannt er skoðað var reyndar grein meö smáu letri um aö lánveitandanum væri heimilt að breyta vöxtum að fengnu samþykki stjórnvalda, en enginn hafði veruleg- ar áhyggjur af því; þessu haföi aldrei verið beitt, og lántakandinn átti heldur ekki margra kosta völ, kannski nýlega búinn að stofna heim- ili og eignast börn. Svo var þaö á vordögum 1983 að lántakandinn okkar var búinn aö skrapa saman fyrir afborguninni af F-láninu sínu og greiða hana með um það bil 10.000 krónum um leið og ná- granninn, sem hafði tekið sitt F-lán tveim ámm fyrr, greiddi sína með 500 kalli. Lántakandanum okkar þótti þetta auðvitaö fjandi súrt, en sagði ekkert, hans samningur var jú sanngjam eins og áöur sagöi. En þennan sama dag skipuðust heldur betur veður í lofti. Forsend- um samningsins var semsé breytt á þann hátt að trygging lántakandans var bönnuð með lögum en trygging lánveitandans hélt fullu gildi. Frost- nótt í Brasilíu, sem skemmdi kaffi- akra, hætti aö hafa áhrif á laun lán- takandans, sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt, en hún hækkaöi hins vegar skuldina hans. Annað dæmi: Hita- veitan í Reykjavík hækkaði gjald- skrá sína. Um leið hækkaði lán, sem Landsbankinn á Húsavík lánaöi árið áður. Við skulum líta á þetta ástand í töl- um. 1. júlí 1983 skuldaði maður 100.000 kr. i banka. Við skulum miða viö Bandaríkjadal, sem hefur verið traustasti gjaldmiöill heims að und- anfömu. Þennan dag var skuldin jafnvirði 3.625 dala. Ári seinna var skuldin orðin 130.870 kr. eða 4.352 dalir. Reiknað er með sölugengi dals- ins hvorn dag fyrir sig. Athugiö aö þetta er aöeins verötryggður höfuð- stóll fyrir útreikning vaxta. Skuldin hefur því hækkað um rétt 20% í döl- um á þessu ári. Því miður hef ég ekki handbærar tölur um vexti í Banda- ríkjunum á þessu tímabili en þeir hafa verið eitthvaö nálægt 10%. Ef lánasto&iunin liefur nú fengið þetta fé lánað erlendis, sem hún hefur vissu- lega gert, ef marka má ræöu Stein- gríms forsætisráðherra á Sögu um daginn, heldur hún eftir um 10% vöxtum af höfuðstólnum meö verö- tryggingunni einni. Svo á hún eftir að reikna eiginlega vexti, en það fer eft- ir lengd lánsins hversu háir þeir eru. Ég hef reyndar aldrei skilið hvers vegna vextir af verðtryggðu láni eru misháir eftir því hvort þaö er veitt til lengri eða skemmri tíma en 21/2 árs. Þaö hefur heldur ekki mér vitanlega verið gerð tilraun til að útskýra það, enda óþarfi, því skuldaþrælamir gera allt sem í þeirra valdi stendur Kjallarinn ÁSBJÖRN DAGBJ ARTSSON NÁTTÚRUFRÆDINGUR. til að borga svo ekki verði selt ofan af þeim og fjölskyldunum. (Er þaðekki annars það sem átt er við með „hert- um innheimtuaðgerðum á vanskil- um”?) Fjármálavit En það bæri ekki vitni miklu fjár- málaviti stjórnenda lánastofnana ef þeir notfæröu sér ekki þetta tækifæri að taka erlend lán og endurlána síð- an verötryggt. Og Steingrímur for- sætisráöherra þarf ekki að hafa stór- ar áhyggjur þótt ríkissjóöur sé bak- ábyrgur, því þetta er mjög arðbær ráðstöfun. Nema að honum læðist sá grunur aö Veðdeild Landsbankans, Tryggingastofnun og aðrar lána- stofnanir sitji með sívaxandi fjölda óseljanlegra húseigna á næstunni þegar þrælarnir gefast upp. Þrælahaldið byggist á því aö skuld- arinn getur ekki losaö sig. Hann get- ur ekki selt húseignina, sem lánið var tekið til kaupa, svo nægi fyrir skuldunum. Ekki nóg með að hann sé búinn að tapa öllu eigin fé, sem hann er búinn að leggja í húsnæðið, heldur er upphæð verðtryggðu skuldanna orðin hærri en verðmæti eignarinn- ar. Honum er því nauöugur sá eini kostur aö berjast áfram fram i rauö- an dauöann. Ásbjörn Dagbjartsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.