Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1984, Blaðsíða 28
36 DV. FÖSTUDAGUR 23. NOVEMBER1984. AZTEC CAMERA — KNIFE: EKKISVUNTUÞEYSIRISJONMALI! Gítarinn er á nýjan leik tekinn viö stóru hlutverki í rokkinu eftir svuntu- þeysafár síöustu ára. Sumir ganga svo langt aö greina tónlist í tvennt: meö eða án svuntuþeysa. Hljómsveitir sem byggja tónlist sína aö meira eöa minna leyti kringum hljóm gítarsins hafa fæstar apparöt einsog svuntuþeysa í farangrinum. Hjá Aztec Cameru er allt meö gamla laginu. Hljómsveitarstjórinn Roddy Frame handleikur kassagítar og felur honum aöalhlutverkið. Malcom Ross (áöur í Orange Juice) leikur á raf- magnsgítar, David Ruffy á trommur og Campbell Owens á bassa. Saxó- fónar, trompet og ýmis ásláttarhljóö- færi koma líka við sögu, — en svuntu- þeysir? Omögulega, takk. Knife er önnur breiöskifa Aztec Cameru. Sú fyrri kom út hjá Rough Trade í fyrra, Highiand, Hard Rain, fékk lofsamlega dóma og hljómsveitin geysimikiö umtal. Roddy Frame jafn- vel talinn efnilegasti lagasmiöurinn í rokkinu sem fram heföi komiö í mörg ár. Hljómsveitarinnar beiö því samn- ingur hjá einum af risunum: Wamer Bros. Hljómsveitir hafa oft átt í basli meö aö fylgja eftir fyrstu plötunni, einkanlega ef hún hefur þótt framúr- skarandi. Bretar hafa gengið svo langt aö kalla þetta: 2nd Lp-syndrome, og | þaö er auöheyrt á Knife aö Aztec Camera er víös fjarri því aö falla oní þennan pytt. Platan sver sig mjög í ætt viö fyrri plötuna eins og vænta mátti. Hún er einkar fáguö og pródúksjónin mjög; fínleg og aö því leyti er platan helst frábrugöin hinni; þar var dálítiö ungæöislegt, frísklegt og hrátt yfir- bragö. Upptökustjórinn á Knife er enda Mark Knopfler úr Dire Straits, þekktur fyrir nostursleg vinnubrögö. Tónlist Roddy Frame er áfram mjög aðlaðandi, melódísk meö afbrigöum, ljóðræn og laus viö alla væmni. Manni sýnist fáir taka honum fram um þessar mundir við tónsmíðar og þó Aztec Camera sé ef til ekki nafntogað- asta hljómsveitin í rokkinu og hafi aðeins einu sinni komist hátt á vinsældalista — segir þaö ekkert um gæöi fremur venju. Knife ber því vitni aö Aztec Camera er stórhljómsveit og Roddy Frame einn merkiiegasti tón- listarmaðurinn í dag. Bestu lög: Backwards And For- wards,Knife,StillOnFire. -Gsal. DEEP PURPLE - PERFECT STRANGER Endurvekja gamla frægð Deep Purple, eins og hún kemur fram endirvakin á því henans ári 1984,' er þekktasta útgáfan af hljómsveitinni og sú sem aödáendur minnast. Jon Lord, Ian Paice, Ritchie Blackmore, Roger Glover og Ian Gillian störfuöu saman í Deep Purple frá 1969—1973. Kom þá upplausn innan hljómsveitarinnar og var þaö byrjunin á endalokum hennar. Deep Purple á þessu tímabili er óumdeilanlega ein af þremur bestu þungarokkshljómsveit- um sem uppi hafa verið. Og nokkur meistaraverk létu þeir fara frá sér á þessu tímabili, má þar nefna Deep Purple In Rock og Fireball. Og ekki má gleyma tónverki Jon Lord, Concert For Group And Orchestra, sem þrátt fyrir nokkra galla varð til þess aö ryöja veginn fyrir samspili milli rokk- ara og sinfóníuhljómsveitar. Ekki veit ég ástæöuna fyrir endur- nýjun Deep Purple, en kannski má rekja ástæðuna til þess aö ferill hennar. hefur að undanfömu veriö frekar á niðurleið, þótt þeir hver í sínu lagi hafi átt töluverðum vinsældum aö fagna á undanfömum árum. Perfect Stranger heitir platan sem fylgir endurkomu þeirra og skemmst er frá því aö segja aö hún boðar varla nýjan frægöarferil þeirra félaga undir nafninu Deep Purple. Til þess er samanburðurinn við eldri plötur Perfect Stranger í óhag. Þaö sem kemur mér mest á óvart er aftur á móti hversu líkt þeir koma út sem einstaklingar og fyrir tólf árum, hafa greinilega haldiö styrk sinum sem hljóðfæraleikarar. Það er helst aö hlutur Jon Lords sé minni en áöur. En magnaður gítarleikur Ritchie Black- more er enn fyrir hendi og Ian Gillian hefur farið betur meö rödd sína en margir aörir þungarokkssöngvarar. Sándiö á plötunni er sterkt. Þaö eru lögin sem ekki em eins spennandi og áöur. Þaö veröa sjálfsagt margir sem fagna endurkomu Deep Purple og Perfect Stranger er alls ekki slæm DEEP PURPLE 1984 plata. Nokkur laganna minna meira aö segja á eldri lög meö þeim. Það er aftur á móti sjálfsagt að miöaö við það besta sem Deep Purple hefur gert þá er Perfect Stranger ósköp venjuleg. HK. JON & VANGELIS - THE BEST OF: MAGNAÐUR DUETT Þaö heföi mátt halda í byrjun ferils þeirra Jon Anderson og Vangelis að þeir tveir ættu lítið sameiginlegt í tón- listinni, Jon Anderson, söngvarinn úr Yes, einni virtustu hljómsveit í lok sjö- unda áratugarins og í byrjun þess átt- unda og Vangelis, meistari hljóm- borösins og í allri þeirri tækni sem því fylgir í dag. Svo fór þó ekki, þeir hittu strax í mark meö fyrstu plötu sinni 1980. Fundum þeirra bar þó saman nokkru áöur, því Vangelis (heitir aö eftirnafni Papathanassiou, skiljanlegt að ham skuli dcppa því) kom sterklega til greina sem hljómborösleikari í Yes 1974 þegar Rick Wakeman yfirgaf hljómsveitina. Patrick Moraz var val- inn í staöinn. En sem sagt, hin háa rödd Jon Anderson hæföi vel hinum yfirgrips- miklu útsetningum Vangelis og hafa þeir gert að ég held þrjár plötur saman. The Best Of Jon And Vangelis inni- heldur níu lög sem öll eru samin af þeim félögum. Þeir sem kynnst hafa fyrri plölum þeirra græöa kannski lítiö á þessari. Hinir sem ekki hafa kynnst tónlist þeirra fá þama mjög gott sýnis- hom af sköpunargáfu þeirra. Platan byrjar á Italian Song, rólegu lagi þar sem áhrif frá sálmum leyna sér ekki. Næstu tvö lög eru nokkuð keimlík, I’ll Find My Way Home og State Of Independence, lög meö rólegri uppbyggingu, en í lokin em þeir báöir í miklum ham. State Of Independence er kannski þeirra þekktasta lag og er annað tveggja bestu laganna á plöt- unni. One More Time og Play Within Play enda fyrri hlið plötunnar. Bæöi lögin em frekar róleg í heild, þótt hraður kafli sé í seinna laginu. Furðu- hljómar úr hljóögervlum Vangelis í flóknum melódíum eru mest ein- kennandi fyrir þessi tvö lög. Nyjar... ólötur Seinni hliðin byrjar á löngu og eftir- tektarverðu tónverki, The Friends Of Mr. Cairo. Þetta verk er sérlega skemmtilegt áheyrnar og minnir helst á atriði í sakamálamynd, enda er nokkuð um samtöl í bakgmnni og jafn- vel leikin atriði, og 1 lokin heyra þeir sem þekkja stælingu á rödd Peter Lorre, sem segir okkur að verkiö ætti best viö sakamálamyndir frá fimmta áratugnum. Heillandi og stórsniðugt verk. Outside Of This (Inside Of That) er nokkuö flókin laglina sem þarf nokkra hlustun. Sama gildir um tvö síöustu lögin, He Is Sailing og I Hear You Now, bæöi em þau í rólegri kantinum og er ég ekki frá því aö síðustu lögin geri plötuna í heild nokkuö langdregna. Lögin eru í heild mjög vel samin og er Vangelis í dag ásamt Giorgio Moroder sá sem best getur samið og útsett fyrir ýmiss konar hljóðgervla. Rödd Anderson er há og kemur hann vel út í flestum lögunum. The Best Of Jon & Vangelis er virkilega góö eign. Vönduö og umfram allt öðmvísi en flest það sem boriö er á borö í dag. HK. CULTURE CLUB - WAKING UP WITH THE HOUSE ON FIRE: EINS OG SYKUR-SNUÐUR Þaö er fljótsagt: ég átti von á tilþrifameiri plötu frá Culture Club. Colour By Numbers í fyrra var stútfull af prýðisgóöum lögum og hvert lagiö ööru betra eins og stundum er sagt. Hafi það verið satt má segja um þessa plötu aö annað hvert lag sé ööru betra! Sem sagt: Boy George og félagar hljóma ekki eins sannfærandi og á síöustu breiðskífu. Ekki þar fyrir, Waking Up With The House On Fire er fín poppplata og fáar hljómsveitir beinh'nis í dægurlaga- bransanum sem standast Culture Club . snúning. Það er aö sönnu ekki metn- aöur í þessari tónlist fyrir fimm aura, engin tjáning né listræn túlkun, bara pottþétt popptónlist og söluvamingur á markaðstorgi hégómans. Við megum víst þakka fyrir aö tónlist Culture Club er þó ekki verri en þetta, flatnesk jan er alténd ekki jafnyfirþyrmandi og hjá Wham!; mörg laganna hjá Culture Club em meir að segja bara snotur, grípandi laglínur og ekki fram úr hófi leiðigjarnar, en fátt til þess aö auðga andann. Leikurinn víst aldrei til þess gerður. Culture Club hefur kosið að sigla á hef öbundin mið í þeta sinn. Engar stór- vægilegar breytingar frá plötunni 1 fyrra eru merkjanlegar, yfirbragöið er kannski enn vemmilegra og tónlistinni kannski best líkt viö sykursnúð. Smellir viröast ekki vera eins auösjá- anlegir og síðast þó ugglaust eigi einhver lög eftir aö ná langt á vinsældalistum fyrir utan The War Song sem hefur sýnt sig á listunum uppá síökastiö. Mest sakna ég rólegu laganna því mér hefur fundist Boy George takast einna best upp í pínulitið angurværum söngvum einsog Vicitims og Do You Really Wanna Hurt Me? Time (Clock Of the Heart) var líka fínt lag og væm fleiri lög í þessum dúr gætum við prísað okkur sæla meö Boy George. Skástu lög: The Dive, Don’t Talk About It, The War Song. -Gsal CULTURECLUB Sæl nu! Julian I.ciimin cr ckki cini f lyt jandiiin mcö þctta citirnaiii scm a'tlar scr bita aí stóru poppkökunui fyrir jólin. Litli bróðir cr ncfnilcga líka búinn aö syngja inn á pliitu og hcfur pabba siiin Isctn cr aö siinnu látinn fyrir fjórum arum i mcö scr i lagiiui Kvcry Man Has A Womau. Sá stutti hcitir Scan Ono I.cniion og lagiö cr tckiö al samucfndri pliitu þar scm ýmsir flytjcndur flytja liig cftir Yoko Ono. Elvis t'ostcllo syngur þar til dæmis Walking On Thin lcc. . . Wliam! ætlar aö skora fcrnu. A skommum tíma liala þrju liig cftir Cícorgc Michacl scsl i cfsta sæti brcska listans og þaö Ijoröa cr a lciöiuni, jóla- lag i'. I og hcitir lnst (luist- mas. Nýja brciöskilaii þcirra fór. cins og þiö sjáiö á hinni siöunni. bcint i clsla sæti brciöskilulistaiis. Stcrkir strákar og sætir. . . ( ulturc L'lnb cr aö lara af staö mcö uýlt lag á smáskífu i kjiillar Hic V\ar Song. N\ja lagiö jicit- ir Thc Mcdal Song, tckiö af uýju brciöskífunni og lagiö tilciukaö bandarisku lcikkou- uiini Franccs Farmcr. . . Kiddlc Mc licitir uýja sma- skífau Ira l 154(1 og W'licrc Thc Koscs Is Sown liclur vcriö valiö á 2ja laga pliitu lija llig ('ountn. . . Nýtt myiidband cr aö koma a markaöinn frá Duran Duran. tæplcga !l() ininútur aö lcugd og hcitir Siug Bluc Silvcr. Þctta cr sanusiiguicg myiid tckin upp a hljomlcikum i Baiidaríkjunum og hljóm- svcitiu Icikur þrcttan fræg- ustu lög sin á bandiuu. . . Gamlar ryþma&blús pcrlur cru viöfangscfui Honcydripp- crs, hljómsvcitariimar scnt Kobcrt. I’Iant söngvari Lcd Zcppcliu rckur i hjávcrkum. „Voluinc 1" cr komiö út. mini—LP, og gcymir fimm liig, þar á mcöal Sca Of Lovc. . . Billy Occan, þckkt- astur fyrir topplagiö sitt, ('aribbcan Quccn, hcfur tckiö aö scr aö Icika Otis hcitiiiu Kcdding i kvikmynd uin sól- konunginn scin filmuö vcröur a næsta ári. . . Phil Cidlins. fyrrum liösmaöur Gcncsis, og Pliil Bailcy ur Earth, W'ind & Firc syngja saman á nvrri smáskifu lag scm þcir sömdu í fclagi, Easy I^ivcr. Collius hcfur annars dvaliö vcstan hafs lungaiin úr árinu, mcst- anpart viö hljómlcikahald mcö Gcncsis, cn cinnig stýröi • hann upptökum á plötum Eric Claptons og Phil Baily. . . Nýja lagið fra Stevic W'ondcr hcitir Lovc Light in Flight. . . Ekki pláss fvrirmcira. . .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.