Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Page 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. DESEMBER1984.
3
Stórauka á skatta-
frádrátt húsbyggjenda
—viðræður hafnar við bankastof nanir um nýja innlánsreikninga fyrir húsbyggjendur
Nefndir frá félagsmála-, f jármála-
og viðskiptaráöuneytum hafa nú haf-
ið viðræður við lífeyrissjóði og banka
um endurskipulagningu á fjármögn-
un húsnæðislánakerfisins. Að sögn
Alexanders Stefánssonar félags-
málaráðherra er ætlunin að auka
skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna
hjá byggingarsjóðunum og samhæfa
betur útlán bankanna viö húsnæðis-
lánakerfiö. Jafnframt eru í undir-
búningi breytingar á skattalögum til
að stórauka skattfrádrátt hús-
byggjenda og kaupenda.
Alexander Stefánsson sagði í sam-
tali við DV að hvaö skattfrádráttinn
varöaöi væri um stórt mál að ræða.
Nú fengju aðeins um 16 þúsund fram-
teljendur frádrátt frá skatti vegna
fjárfestinga í íbúðum en 29 þúsund
framteljendur, sem einnig ættu rétt
á þessu, fengju ekki frádrátt. Sagði
hann að svo virtist sem þessar frá-
dráttarreglur væru of flóknar og fólk
veldi frekar fastan 10% frádrátt. A
vegum félagsmálaráðuneytisins er
nú unniö að útreikningi á hvemig
frádrætti húsbyggjenda og húskaup-
enda yrði best hagað og er búist við
aö þetta liggi fyrir innan skamms.
„Ætlunin er að stórauka þennan frá-
drátt fyrir þá sem þurfa á honum aö
halda,” sagöi Alexander.
Nefnd á vegum félagsmála- og
fjármálaráðuneyta hefur rætt við
bankastofnanir um að lán þeirra til
húsbygginga verði meira samhæfö
öðrum húsnæðislánum. Að sögn fé-
lagsmálaráðherra er það stefna rík-
isstjórnarinnar að húsnæðislánin
færist í auknum mæli yfir til banka-
kerfisins. Það sem nefndin hefur
meðal annars rætt er að stofnaö
verði til nýrra innlánsreikninga við
bankastofnanir sem gæfu kost á lán-
um til húsbyggjenda og væru innlán
þessi að einhverju leyti frádráttar-
bærtilskatts. öEF
Loðnuskipið
Jón Finnsson
selttilChile
Frá Ómari Jóhannssyni, fréttaritara
DVíKeflavík:
Jón Finnsson RE 506, sem um árabil
hefur verið eitt mesta loönuveiöiskip
landsins, hefur nú verið selt til Chile.
I samtali við DV sagði Gísli Jóhann-
esson, eigandi skipsins, að það yrði af-
hent hinum nýju eigendum um miðjan
janúar. Munu þeir ætla aö nota skipið
til ansjósuveiða. Gísli sagði aö áhöfn-
in sem sigla myndi skipinu út væri
Chilebúar nema hvað með skipinu
færu íslenskur skipst jóri og vélstjóri.
Jón Finnsson er nú á loðnuveiðum og
á eftir 2000 tonna kvóta. Sagði Gísli að
því væru næg verkefni fyrir skipið
þangaðtilþað færi.
-EH
Jón Finnsson á leið inn í heimahöfn sína í Reykjavík. Næsta heimahöfn skipsins verður einhvers staðar í Chile í Suður-Ameríku.
Notaðir bflar
JÓLATILBOÐ
SKIPTIVERSLUN
ÞÚ KEMUR Á ÞEIM GAMLA OG EKUR í
BURTU Á NÝRRI BÍL.
VIÐ LÁNUM ÞÉR MILLIGJÖFINA.
AN UTBORGUNAR
f ^ vV\\ ^
Séfelldbjlasala.
Vetrar-og sumardekk
með
öllum notuðum bíluml
bílar í eigu umbodsins
EGILL VILHJÁLMSSON
Smiðjuvegi 4c, Kópav., símar 79944—79775.
Srfelld þjónusta.