Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Síða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR11. DESEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Gasverksmiðjan með ágöllum sem fundið var að '82 JAPAN AFTURKALLAR MÓTMÆLJ VIÐ HVAL- VEKUBANNINU Japan mun tilkynna Alþjóöa hvalveiöiráðinu í dag, aö dregin veröi Japanir mótmæla enn banni viö verksmiðjuhvalveiöi. til baka mótmæli Japans við veiði- banninu á búrhvölum, sem ráöiö hafði ákveðið. En Japan mun halda áfram að veiöa búrhvali fram til 1988, að sögn japanska utanrikisráðuneytisins. Bann Alþjóða hvalveiðiráðsins (IWC) hefur þegar tekið gildi. Aðal- þunginn í framkvæmd bannsins liggur í afstöðu Bandaríkjastjómar, sem hef- ur hótaö efnahagsrefsingum (eða fisk- veiöibanni í bandarískri efnahagslög- sögu), þeim, sem ekki virða hvalveiði- bannið. Nýlega gerðu Japan og Bandaríkin samkomulag, sem fól í sér leyfi fyrir Japani að veiða í bandarískri f iskveiði- lögsögu, ef Japan afturkallaði mót- Endurbótum var ekki lokið 1983 — Hópar lögmanna til Indlands að undirbúa kröfugerð á hendur Union Carbide Skýrslur af athugun, sem gerð var á öryggi gasverksmiðjunnar í Bhopal 1982, gáfu til kynna að þar væri ýmis- legt aðfinnsluvert. Virðist sem margir þeir gallar hafi ekki veriö lagaðir í júní 1983 og kannski ekki heldur núna, þegar slysið varð. Fimmtán smálestir af eiturgasi iáku úr verksmiðjunni fyrir níu dögum og hafa aö minnsta kosti 125 þúsund manns orðið fyrir eitrun og 2.500 látið lífið. Stjórnarformaöur Union Carbide, sem á og rekur verksmiðjuna, er staddur á Indlandi og tilkynnti í gær að fyrirtækið mundi veita eina milljón dollara til viðbótar í neyðarhjálp fyrir fórnardýr eiturlekans í Bhopal. — Áður haföi fyrirtækið látið af hendi rakna 840 þúsund dollara til hjálpar- starfsins og tii stofnunar munaöar- leysingjahælis. Warren Anderson stjórnarformaður sagði að fyrirtækið mundi greiöa sanngjamar og eðlilegar skaðabætur hinum slösuðu og aöstandendum þeirra. En hann fékkst ekki til þess að taka sér neina ákveðna upphæð í munn. Lögmaður í San Francisco hefur fyrir hönd tveggja íbúa í Bhopal, sem misstu fjölskyldur sinar, gert 15 millj- arða dollara skaðabótakröfu á hendur Union Carbide. — Hópar bandarískra lögmanna eru komnir til Indlands til þess að bjóða fólki aöstoð viö að kref ja Union Carbide bóta. 1982 hafði hópur sérfræðinga frá Uni- on Carbide í Bandaríkjunum athugað öryggisaðstæður í verksmiðjunni í Bhopal. Þeir skýrðu frá ýmsum „alvarlegum áhyggjueftium” sem gætu leitt til alvarlegs slyss, eða skapað mikið hættuástand ef slys yrði. Þeir fundu að leiðslur og ventlar láku, að geymsla á birgðum var ótrygg, of mikið álag og þrýstingur skapaöi leka- hættu og tíð mannaskipti í starfs- mannahaldi buðu heim hættu vegna óvaninga. Framvinduskýrsla ári síðar gaf til kynna að þá væri enn unniö að endur- bótum, en þeim væri ekki lokið. Kona í Bhopal, blind á báðum augum af völdum gaseitrunar, er meðal 125 þúsunda sem orðið hafa fyrlr eitrun. staðgreiðsluafsláttur STENDUR FYRIR SÍNU ^y^ingarvörur Hrewlætistaeki ícPpadeild Harðviðarsala mæli sín við ákvörðun IWC. Samkomu- lagið fól í sér að Japanir mundu veiða allt að 400 búrhvali árið 1984 og aftur 1985. — Akvarðanir IWC öölast gildi og samþykki aðildarríkja ef ákveðinn frestur líður án mótmæla þeirra. Annað skiiyrði samkomulags Japans og Bandaríkjanna var, að Japan aftur- kallaði einnig mótmæli sin við banni IWC gegn öllum verksmiðjuveiðum á hvölum, en það tekur gildi 1985 og ’86. Japan hefur ekki tekið afstöðu til þessa skUyröis enn. Japanir hafa kallað það bann, sem mun ganga af hvalveiði- iönaöinumdauöum, „ósanngjarnt”. Japanir veiða árlega fisk fyrir um 500 milljónir dollara í fiskveiðilögsögu Bandaríkjanna og er það tíu sinnum meira en hvalveiðar þeirra gefa af sér. HRINGBRAUT 120: Simar: Harðviðarsala................. 28-604 ^ Byggingavörur..................28-600 Málningarvörur og verklaeri.....28-605 I Golfteppadeild.................28-603 Flisar og hreinlaetistaeki......28-430 J renndu við eða hafðu samband Umsjón: Þórir < Guðmundsson og Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.