Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Page 9
DV. ÞREÐJUDAGUR11. DESEMBER1984. 9 Útlönd Útlönd Handteknir fyriraö taka ofan Lögreglan handtók tíu manns, sem að árlegum sið efndu til þögulla mótmæla á einu aðaltorginu í miðborg Moskvu í gær í tilefni mannréttinda- dags Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi einkennisklæddra lögreglu- manna og leynilögreglumanna safnaðist á torgið viðbúinn mótmælum, sem eru orðin fastur árlegur viðburður. Mótmælend- ur gera þó ekki annað en taka ofan höfuðfötin til að votta hryggð sina vegna ástandsins í mannréttinda- málum í Sovétrikjunum. Vanalega sleppa yfirvöld fljótlega lausum aftur þeim sem handteknir eru á Pushkintorgi fyrir að taka ofan 9. desember. Grænlendingar: SLÁ frá sér í FYLURÍINU Ofbeldi er meginorsök líkams- meiðsla á Grænlandi. Á tveggja mán- aða tímabili skráðu grænlenskir lækn- ar 342 slys af völdum líkamsárása af ýmsu tagi. I flestum tilfellum var um að ræða áflog manna undir áhrifum áfengis. A sama tímabili skráðu læknarnir 946 slys. Það þýðir að 36 prósent slysa voru af völdum ofbeldis. Samkvæmt skýrslu læknanna voru það í langflestum tilfellum karlar sem ollu meiðslunum. Fómardýrin voru hins vegar bæði karlr r og konur. Læknamir bera tölarnar saman viö sams konar tölur frá Danmörku. Þar kemur í ljós að í meðalstórum græn- lenskum bæ, Narsaq, er 20 sinnum meira ofbeldi en í Esbjerg. I nær öllum tilfellum meiddust menn eftir hnefabardaga í fylliríi. Einnig komust læknamir að því að hinn mikli kynsjúkdómafaraldur í Grænlandi orsakast að miklu leyti af hinum tíðu samförum fólks undir áhrifum. Grænlenskur blaðamaður skrifar um þessa skýrslu í Atuagagdliutit blaðið: „Enn einu sinni fáum við stað- fest að Grænlendingar drekka. 1 þetta skipti bætist þaö krydd við að við slá- um líka frá okkur í fylliríinu.” „We shall overcome,” söng Tutu í gærkvöldi með Norðmönnum. Friðaryerðlaun Nóbels afhent: Walesa býður Tutu til Gdansk Lech Walesa hefur boðið nóbels- verðlaunahafanum Desmond Tutu í heimsókn til sín í Gdansk. Pólski verkalýðsforinginn og sjálfur fyrrver- andi nóbelsverðlaunahafinn sagði í gegnum aðstoðarmenn að slík heim- sókn biskupsins myndi gefa þeim kost á að sýna hversu miklir skyldleikar væru með mannréttindabaráttunni í heimalöndum þeirra. I gær þurfti að seinka afhendingu friðarverðlauna Nóbels í klukkutíma vegna sprengjuhótunar. Tutu, Olafi Noregskonungi og öllu ráðuneyti Káre Willoch þurfti að koma út úr hátíðarsal Oslóarháskóla þar sem athöfnin átti að fara fram. Eftir að engin sprengja f annst hófst athöfain á ný. Tutu sagði eftir atvikiö að þaö sýndi örvæntingu þeirra sem ynnu gegn friði og sannaöi mikilvægi friðarverðlauna Nóbel?. Hann sagðist taka við verð- laununum fyrir hönd allra í heima- landi sínu. Tutu hyggst nota pening- ana, um sjö og hálfa milljón króna, til að setja upp sjóö til að hjálpa svörtum ungmennum í Suður-Afríku til mennt- unar. Venjulega er sendimönnum heima- lands verðlaunahafans boðið að vera viðstaddir afhendinguna, en í þetta skiptið var engum boðið frá Suður- Afríku. I gærkvöldi ávarpaði Tutu fjölda- fund. Með logandi kyndla á lofti söng fólk með honum bandaríska baráttu- sönginn „We Shall Overcome”. Skipuleggjendur fundarins urðu fyr- ir vonbrigðum með fundarsókn. Fá- menniö skýrðu þeir með því að vitna til sprengjuhótunarinnar. Maðurinn sem varaði við sprengj- unni hringdi í norska Dagbladet og tal- aðilélega norsku. HERRA SKÓR Kr. 1.795,- Kr. 1.795,- Kr. 1.695,- Við póstsendum r FYRIR JffK dömur 1 OG HERRA Teg. Ecco Joint 1. Litir: hvítt eða blátt. Stærðir nr. 28-34 kr. 540. 35 - 39 kr. 660. 40-46 kr. 695. Teg. Ecco Joint2. Litir: hvítt eða blátt. Stærðir nr. 28-34 kr. 540. 35-39 kr. 660. 40-46 kr. 695. Teg.318. Litir: svart/grátt, Stærðir nr. 28-33 kr. 458. 34-39 kr. 475. 40 - 45 kr. 490. (17a)R Teg. 586. Litur: hvítt leður Stærðir nr. 35-39 kr. 395. 40-45 kr. 410. Teg.587. Litur: hvítt leður Stærðir nr. 35-39 kr. 395. 40—45 kr. 410. Póstsendum Kr. 1.695,- SKÓVERSLUN ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR LAUGAVEGI95, SÍMI 13570. KIRKJUSTRÆTI8. SlM114181

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.