Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Qupperneq 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR11. DESEMBER1984.
19
íðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíða
Varla búin að slíta
bamsskónum enn
— Starfsemin hér í Gerðubergi er í
raun tvíþætt. Hér fer fram bæði
félagsmálastarfsemi og svo er þetta
líka menningarmiðstöð fyrir Breið-
holtið, segir Svanhildur Jóhannes-
dóttir, forstöðumaður félags- og
menningarmiðstöðvarinnar við
Gerðuberg í Breiðholti.
— Það var framkvæmdanefnd
byggingaráætlunar í Breiðholti sem
lét bygg ja húsið og því fylgdu ákvæði
um að aöstöðuna hér ætti að nýta
fyrir félagsmálastarfsemi hér í
hverfinu.
Hvaöa starfsemi er það, hvers
k'onar félagssamtök funda í Gerðu-
bergi?
— Það er ótrúlegur fjöldi. Hér
funda AA-samtökin, Bridgefélag
Breiðholts, Rótarýklúbbar, JC-félög.
Hér er félagsstarf fyrir aldraða, hér
hefur Tónmenntaskóli Reykjavíkur
fasta aöstöðu og Námsflokkamir.
Hér eru reknir þrír dansskólar.
Félag áhugamanna um heimspeki
fundar hér og frímerkjaklúbbur. Það
er f jöldinn allur af félagasamtökum,
sem fá aðstöðu hér, sum einu sinni í
mánuði.sumoftar.
En hvað þá með aðstöðu til
menningariðkunar?
— Það er hér sýningaraðstaða á
göngum og í anddyri. Það er allur
gangur á því, hvort listamenn leigja
sali hér, eða hvort við stöndum fyrir
sýningum. Nú á aðventunni
göngumst við fyrir bókmenntadag-
skrám. Um helgina lásu rithöfundar
hér úr verkum sínum, og helgina þar
áöur fluttu nemendur úr Leiklistar-
skólanum ljóðaprógramm.
Góð aðsókn
Hvað með aðsókn? Hefur hún verið
góö?
— Aðstaðan hér hciur verið mikiö
notuð. Hingað koma 500 til 1000
manns á mánuði, og viö höfum það á
tilfinningunni hér, að aösóknin
aukist heldur. Það er hér líka veit-
ingasalur, þar sem gólk getur komið
inn og fengið kaffi og kíkt í blöð eða
rabbað saman, þó ekki sé neitt
sérstakt um að vera í húsinu. En
þetta hefur ekki enn að minnsta kosti
orðið svona rápstaöur.
Hversvegna var þessi miðstöð
reistí Breiðholtinu?
Svanhildur Jóhannesdóttir
— Ætli það hafi ekki fyrst og
fremst verið til að færa menningar-
og félagslíf inn í hverfið. Menn vildu
ekki að þetta yrði hreint svefnhverfi.
Það þekkja það allir líka, hvað mikiö
er um félagsmálastarfsemi á
Islandi. Það þurfti aðstöðu hér í
hverfinu. Það er Reykjavíkurborg,
sem sér um rekstur hússins, og þetta
er reyndar eina húsið sem rekið er á
vegum borgarinnar, sem má leigja
pólitískum samtökum, vegna þess
að hér er aðstaðan engin í hverfinu.
Eg reikna þó ekki með að þaö verði
til frambúðar.
— Nú eru svona félags- og menn-
ingarmiðstöðvar nýtt fyrirbæri til
þess að gera. Sumir vilja líta á þær
sem vöm gegn einangrun fólks, sem
ver lífi sínu á vinnustöðum og
heimilum, eða á ferð þe á milli.
Kemur svona miðstöð í stað eldri
umgengnishátta, kemur hún í stað
baðstofunnar?
— Þessi miðstöð er hugsuð sem
samkomustaður. Þetta er einhver
viðleitni til þess að vinna gegn
þessari þróun, að allir lifi sínu lífi sér
á parti, einangrist. Það verður að
halda uppi samgangi milli fólks.
Þetta er ekki félagsmiöstöð á sama
hátt og ýmsar aðrar slíkar stofnanir.
Eg vii heldur líkja starfseminni hér
viö starfsemina í Norrsna húsinu og
á Kjarvalsstöðum. Þetta er ekki
staður sem er hugsaður fyrst og
fremst fyrir eina kynslóð. Hér er
fyrst og fremst hugað að þeim
fullorðnu, en það hefur alltaf verið
hugmyndin að þeir gætu haft börn í
fylgd með sér. Þetta er fyrir alla.
Nýjungar?
Hvað með hugmyndir um frekari
starfsemi, nýjungar?
— Það kemur nú kannski með
auknu rými. Þá langar okkur til þess
að hlynna meira að menningu og
listalífi hér. Það hefur til dæmis
verið talað um að setja á stofn opin
verkstæði, þannig, að hér kæmu
listamenn og fagmenn í handverki og
ynnu og kenndu við opin verkstæði,
þar sem þeir sem áhuga hefðu, gætu
komið inn og skoðaö og lært. Annars
erum við varla búin að slíta barns-
skónum hér. Við erum ekki enn búin
að ákveða hvað viljum verða, þegar
viðverðumstór.
En á meðan heldur starfsemin
áfram af fullum krafti?
— Já, það er ljóst að það er full
þörf á svona aöstööu, þó ekki væri
nema vegna þess hvað þörfin fyrir
fundapláss er mikil. Þetta á eflaust
eftir að þróast áfram á næstunni.
Reksturinn hefur gengið vel til
þessa, og áhugi á að færa út kvíam-
ar.
gVílGAPOfif
REKKJAN
í FJÓRUM LITUM
Opiðí öllum deildum: mánud. — fimmtud. 9—18.30
föstud. 9—20 og laugard. 15. des. kl. 9—22.
Jón Loftsson hf,
Hringbraut 121 Sími 10600
Húsgagnadeild
^ Sími 28601 ^
SÆNSK
GÆÐAVARA
Litli liósálfurinn
hefur sannað ágæti sitt á íslandi.
Litli Ijósálfurinn gefur þér góöa birtu viö bóklestur án
þess aö trufla aöra, frábær í öll ferðalög og sumarbústaö-
inn. KJörin gjöf.
Litli Ijósálfurinn er léttur og handhægur, getur jafnt
notað rafhlöður og 220 volta rafstraum. Honum fylgir
aukapera, hylki fyrir rafhlöður og straumbreytir. Einnig
fást geymslutöskur.
Litli Ijósálfurinn fæst í næstu bóka- og gjafavöruverslun
og i Borgartúni 22.
HILDA
Borgartúni 22, Reykjavík
i
KULDAFATNAÐUR
frá MAX
Allir kannast vió frábæra einangrun átpoka og álteppa.
Nú kemur álfóðraður fatnaður
frá MAX með sömu
eiginleika.
*k Álfilman er stungin með
DAKRON vattefni v/öndunar
líkamans.
"k Heldur stöðugum
líkamshita.
★ Frábært einangrun-
argildi (frábær ein-
angrun).
★ Þunnir og þægilegir
k Hentar öllurn^
Ármúla 5 / viö Hallarmúla
S:82833
Brúðuleikhús í Borgarbókasafni —
Sögusvuntan
I dag, 11. desember, í aðalsafni kl. 15.00 og 16.30, fimmtudag-
inn 13. desember í Sólheimasafni kl. 15.00 og 16.30 og
mánudaginn 17. desember í Bústaðasafni kl. 15.00 og 16.30.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Sögustundir
Sögustundir í hverri viku í Borgarbókasafni: Aðalsafni, Þing-
holtsstræti 29 A, þriðjudaga kl. 10.30—11.30. Bústaðasafni,
Bústaðakirkju, miðvikudaga kl. 10.00—11.00. Sólheimasafni,
Sólheimum 27, miðvikudaga kl. 11.00—12.00. Ykkur er óhætt
aö líta inn því margt getur skemmtilegt skeð í sögustund.
Fóstrur og dagmömmur athugið að ef þið komið með hópa,
látið okkur vita í tíma.
Borgarbókasafn.