Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1984, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR11. DESEMBER1984. Andlát Axel Thorsteinson lést 3. desember sl. Hann fæddist 5. mars 1895. Foreldrar hans voru Steingrímur Thorsteinson og seinni kona hans, Birgitta Guöríður Eiriksdóttir. Axel starfaöi lengst af við blaðamennsku við Morgunblaðið og Vísi, þar sem hann var aðstoðarrit- stjóri um árabil. Axel var tvígiftur. Með fyrri konu sinni, Jeanne Fafin, eignaðist hann þrjá syni. Þau hjón slitu samvistum. Arið 1940 kvæntist hann Sigríöi Þorgeirsdóttur, og eignuðust þau tvo syni. Utan hjónabands átti Axel eina dóttur. Utför Axels verður gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Einar Olafsson lést 2. desember sl. Hann fæddist 13. mars 1921, sonur hjónanna Olafs Einarssonar og Guönýjar Petru Guömundsdóttur. Ein- ar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Árna Jónsdóttir, en hún lést eftir skamma sambúð. Þau eignuðust eina dóttur. Eftirlifandi eiginkona Einars er Sigrún Rósa Steinsdóttir. Eignuöust þau þrjú börn. Lengst af stundaði Ein- ar sjóinn á togurum. Otför hans verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 13.30. Stefán Lúther Stefánsson lést 3. des- ember sl. Hann fæddist í Hallfríðar- staöakoti í Hörgárdal 18. janúar 1923. Foreldrar hans voru hjónin Ella Sigurðardóttir og Stefán Sigurjónsson. Síðustu 33 árin starfaði Stefán á skipum Eimskipafélags íslands sem vélgæslumaður og vélstjóri. Eftirlif- andi eiginkona hans er Gyða Ölafs- dóttir. Þau eignuöust tvö börn. Utför Stefáns verður gerö frá Neskirkju í dag kl. 15. Zophonias Jónsson lést 2. desember sl. Hann fæddist að Bakka í Svarfaöardal 12. mars 1897. Foreldrar hans voru Jón Zophoníasson og Svanhildur Björns- dóttir. Eftirlifandi eiginkona Zophoníasar er Anna Theodórsdóttir. Þeim hjónum varð fjögurra barna auð- iö. Lengst af starfaði hann hjá skatt- stofu Reykjavíkur. Otför hans verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 13.30. í gærkvöldi í gærkvöldi r Olafur Stephensen framkvæmdasf jóri: Gufan samkeppnisfær við rásina Það kom greinilega í ljós í verkfalli BSRB hve við Islendingar erum háöir útvarpinu okkar og sjónvarpi. Þrátt fyrir að við bærum okkur vel þá voru margir, sérstaklega þeú eldri, sem kvörtuöu undan einangrunarkennd í þögninni. Eg er einn þeirra. Utvarpið, bæöi gufuradíóið og rás 2, er stór þáttur í þessu daglega — allt frá stillitóninum rétt fyrir sund- tíma á mánudagsmorgnum fram til jasssögunnar hans Múla á sunnudagskvöldum. Gufan stendur sig afskaplega vel í samkeppni viö rásina. Þættir eins og Hér og nú, í- þróttaþættir Hemma Gunn, Veistu svarið? og miðnæturtónleikar Jóns Arnar eru fyrsta flokks. Rás 2 er, því miður, ennþá til- tölulega karakterlaus. Plötusnúðar draga dám hver af öðrum (og meira af þulum og þáttastjórnendum í gufunni en góðu hófi gegnir) og tón- listarvalið stjórnast af einhverjum ímynduðum vinsældalista. A rásina vantar ennþá tilfinnanlega fréttaá- grip á klukkutíma fresti, eins og tíðkast hjá sambærilegum stöðvum erlendis. Að undanskildu Dýrasta djásninu er varla nokkur sjónvarpsþáttur þessa dagana sem vekur áhuga minn. Erlendis bregða menn sér á salernið eöa kanna ísskápinn á meðan auglýsingar renna yfir skerminn. Hér heima horfa menn á auglýsingar en skreppa afsíöis þegar þættirnir birtast. Guðrún Guðjónsdóttir, Stórholti 30, iést föstudaginn 30. nóvember. Jarðar- förin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnarlátnu. Jóhanna Eyjólfsdóttir, Bárugötu 16, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 9. desember. Vilborg Pétursdóttir, Skeiöarvogi 139, andaðist að heimili sínu 8. desember. Bjarni Erlendsson, Suöurgötu 49 Hafnarfirði, andaöist í St. Jóseps- spítala Hafnarfirði 9. desember. Sigrún Stefánsdóttir lést á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi Hafnarfirði fimmtudaginn 6. desember. Róbert A. Day andaöist aö heimili sínu 24. nóvember í Westport Connecticut. Elma Björk verður jarösungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 15. desember kl. 14. Minningarathöfn fer fram í Dómkirkjunni iniövikudaginn 12. desemberkl. 16. Reyklausi öskubakkinn heldur reykmengun í lágmarki. Ef þú vilt losna vió hvimleiðan reyk og halda andrúmsloftinu hreinu kemur nýi reyklausi öskubakkinn aö góöum notum. Reyklausi öskubakkinn dregur reykinn í gegnum tvöfalda síu. Góógjöf, tilvalin fyrirheimiiiog á skrifstofuna □ stk. Reyklausa(n)öskubakka Kr. 499,— □ stk. Aukafilter Kr. 48,— □ stk. sett (2 stk.) Rafhlöður Kr. 45,— □ Hjálögð greiðsla Kr_______□ Sendist í póstkröfii kostn.Kr. 63,50) Nafn_____________________________________________________ Heimili _________________________________________________ Póstnr./staður___________________________________________ Póstverslunin Prlma Pöntunarslmi: 91/54943 Pósthólf 63 222 HAFNARFJÖRÐUR Helgi Guðmundsson lést 30. nóvember sl. Hann fæddist 25. október 1936. Hann starfaði lengst af í Landsbankanum. Utför hans verður gerð frá Fossvogs- kirkjuídagkl. 15. Rósa Friðjónsdóttir, Engihjalla 9, sem lést 3. desember, veröur jarösungin frá Kópavogskhkju miðvikudaginn 12. desemberkl. 13.30. Steinunn Jóhanna Jónsdóttir veröur jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 12. desember kl. 15. Tilkynningar Kvenfólag Bœjarleiða verður með jólafund ( safnaðarheimili Lang- holtskirkju þriðjudaginn 11. desember kl. 20.30. Munið jólapakkana. Farsóttir í Reykjavíkurum- dæmi í október 1984 samkvæmt skýrslum 11 lækna og læknavakt- ar: Inflúensa 32 Lungnabólga 78 Kvef, hálsbólga, lungnakvefo.fi. 785 Streptókokka-hálsbólga, skarlatssótt 18 Einkirningasótt 1 Kikhósti 4 Hlaupabóla 1 Mislingar l Iörakvef og niðurgangur 99 Kláði 4 Flatlús 17 Lekandi 23 Þvagrásarbólga (þar af chlamydia 35) 40 Utboð Rafmgansveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-84023: Aflstrengir, stýristrengir og ber koparvír. Opnunardagur: Föstudagur 11. janúar 1985 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir onunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 12. desember 1984 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík, 10. desember 1984. Rafmagnsveitur ríkisins. Best seldu bækurnar í Bókabúð Máls og Menningar, fram til 9. desember 1984. Fullorðinsbækur: 1. Á Gljúfrasteini .... kr. 998.- 2. Meö kveöju frá Dublin .... kr. 778.- 3. Jólaoratórian .... kr. 889.- 4. Guðmundurskipherra .... kr. 946.- 5. Ógnarráðuneytið .... kr. 298.- 6. Ekkertmál .... kr. 778.- 7. Glæpur og refsing .... kr. 1.170.- Einsoggengur .... kr. 1.170.- 8. Maðuroghaf .... kr. 698.- 9. Vertu þú sjálfur ib. kr. 966.- Vertu þú sjálfur kilja kr. 780.- 10. Þel .... kr. 778,- Barna- og unglingabækur: 1. Bróðirminn Ljónshjarta kr. 298.- 2. Sjáðu Madditt það snjóar kr. 238.- 3. Barnaljóð JóhannesarúrKötlum .. kr. 595.- 4. Elsku litla grís kr. 238.- 5. Af hverju afi kr. 398.- 6. Fimmtán ára á föstu kr. 398.- 7. Tröllabókin kr. 238.- Flugiðheillar kr. 448.- 8. .Iiilíns . . . kr. 321.- 9. Töfftýpaáföstu kr. 548,- 10. Karl Blomkvistog Rasmus kr. 420.- r |tyg| ^ Bókabnð LmáLS & MENNINGAR J LAUGAVEG118-101 REYKJAVIK SÍMAR: 2424C - 24242

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.