Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1984, Side 2
2
DV. MIÐVIKUDAGUR12. DESEMBER1984.
Fyrirspurn um
norsktsjónvarp
Eiður Guönason, þingmaður Alþýðu-
flokksins, lagði fram á Alþingi í gær
fyrirspum til menntamálaráðherra
um móttöku á norsku sjónvarpsefni.
Sendingar norska sjónvarpsins munu
innan skamms sjást hér á landi ef viö-
eigandi móttökubúnaður er fyrir hendi
þar sem Norömenn munu senda sjón-
varpsdagskrána um gervihnöttinn
ECS2tilSvalbarða.
I fyrirspurninni er óskaö svara viö
hvort menntamálaráðherra hafi í
nafm ríkisstjórnarinnar hafið samn-
ingaviöræður við norsk stjórnvöld um
móttöku á þessu sjónvarpsefni hér á
landi og hvort það liggi fyrir hvaða
kostnað það mundi hafa í för með sér
fyrir Islendinga ef hafin yrði móttaka
og dreifing á dagskrá norska sjón-
varosins hér á landi. ÓEF
0-3400 snún./mín.,
snýst afturábak og áfram,
650 vött. Verð kr. 7.500.
sagardýpt í stál 3 mm,
í tré 50 mm,
350 vött.
3000 slög/mín.
Verð kr. 3.900.
PSS 230 slípivél (juðari),
150 vött,
slípiflötur 92x182,
sveifluhraði 10.000 snún./min.
Verð kr. 3.215.
PSP 70 sett:
málningarsprauta,
30 vött,
afköst 70 gr/mín.,
könnustærð 0,341.
Veró kr. 1.728.
PKP15
límbyssa,
límir öll efni fljótt og vel,
t.d. tré, fataefni, málma,
gler, leður og fleira.
Límnotkun 15 gr/min.
Verð aðeins kr. 998.
GunnarÁsgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200
Vélasalur frystihússins eftir brunann.
Bruni frystihússins
á Raufarhöfn:
„Þriðjungur starfandi
fólks er atvinnulaus”
„Þetta kemur þannig út að á miili
50 og 70 manns missa vinnuna en það
er um þriðjungur starfandi fólks í
bænum,” sagði Gunnar lidmarsson,
sveitarstjóri á Raufarhöfn, í samtali
við DV er við inntum hann eftir af-
leiðinguin bruna hraðfrystiiiússins á
bæjarlífið. „Þetta atvinnuleysi bitn-
ar aðallega á kvenfólkinu, á milli 35
og 40 missa vinnuna.”
Hvaö úrbætur fyrir þetta fólk varð-
aði sagði Gunnar að ljóst væri að
báðir togararnir inyndu landa afla
sínum á Þórshöfn og nú þegar væri
búið aö ráða á milli 10 og 15 manns
þangað frá Raufarhöfn. Yröi það
keyrt á milli staöanna á hverjum
degi.
„Þessi bruni er ákaflega bagaleg-
ur fyrir bæjarfélagið því aö við höfð-
um séö fram á vinnu í frystihúsinu
fram aö jólum og höfðum keypt við-
bótarkvóta tii að svo yrði,” sagði
Gunnar.
„Við erum að athuga nú livaö við
getum gert. Annar frystiklefinn
slapp og eldurinn náði ekki inn í
vinnslusalinn svo það er spurning
hvort við getum sett frystipressuna í
gang til bráöabirgða.”
-FRI
Framkvæmdasjóður samþykkir aðild að uppbyggingu nýs frystihúss á Raufarhöfn:
Beðið var um 10 millj. kr. aðstoð nýlega
Framkvæmdasjóður hefur sarn-
þykkt aðild aö uppbyggingu nýs
frystiliúss á Raufarhöfn í samvinnu
viö Fiskveiðasjóð og heimamenn.
Forráöamenn frystihússins Jökuls
hafa lengi átt inni beiðni hjá Fram-
kvæmdastofnun um aöstoð viö upp-
byggingu frystihússins, nú síöast í
lok nóvember sóttu þeir um 10
milljónirkr. tilslíks.
Samþykktin, sem afgreidd var á
stjórnarfundi hjá Framkvæmda-
stofnun í gærmorgun, er svohljóð-
andi: „Stjórn Framkvæmdastofnun-
ar samþykkir að Byggðasjóður taki
þátt í uppbyggingu hraðfrystihússins
á Raufarhöfn í samvinnu við Fisk-
veiðasjóð og heimamenn. Fram-
kvæmdastofnun fylgist náiö með
undirbúningi og framkvæmd verks-
ins.”
S/ökkvistarf i fullum gangi og menn á þaki hússins.
DV-myndir: Arnþór Páisson, Raufarhöfn.
Kristinn Zimsen, annar fram-
kvæmdastjóra stofnunarinnar, sagöi
í samtali viö DV aö beiðni Jökuls uin
aðstoð heföi hingaö til strandaö á
fjármálum fyrirtækisins.. . „þaö
hefur komiö fyrir að fjármál fyrir-
tækisins væru ekki á réttum kili,”
sagði hann.
Bruni frystihússins í fyrradag set-
ur strik í reikninginn og sagöi Krist-
inn að vegna hans væri erfitt að
segja til um framhald þessa máls.
Áður en húsið brgnn var rætt uin aö
koma upp viðbyggingu viö þaö en nú
þarf sennilega að byggja það aö
miklu leytifrágrunni.
„Næstu skref okkar verða aö setja
inenn í að skoöa þetta mál allt og
nýja stöðu í þvi eftir brunann,” sagöi
hann.
-FRI
Trén eru ódýrari en í fyrra
Stórkostlegt verð á eðalgrenitrjám
Eðalgrenimarkaðurinn
M/Miklagarð
Tækifæris-
gjafir ríkis-
stofnana
— verði bundnar
reglum
Jóhanna Siguröardóttir, þingmaður
Alþýðuflokksins, hefur lagt fram
þingsályktunartillögu um að settar
veröi reglur um notkun ríkisstofnana á
almannafé til tækifærisgjafa. Tillaga
þessi var flutt á síöasta þingi eftir uin-
ræöui- um gjafir Landsvirkjunar og
Seðlabanka til Jóhannesar Nordal
seðlabankastjóra.
Með tillögunni fylgja reglur sem
settar hafa verið í Noregi og Dan-
mörku um þetta efni. I Noregi gildir sú
regla að starfsmanni, sem starfað hef-
ur hjá norska ríkinu í 30 ár eða lengur,
má veita heiöursgjöf að verðmæti alit
aö 900 krónur norskar eöa um 4 þúsund
islenskar krónur. Þeim sem unnið hafa
skemur má færa gjöf fyrir allt aö 1300
krónuríslenskar.
ÓEF