Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ —VISIR 27. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985. Ráðherrarnir fjórir hér á myndinni sátu á morgun- fundi í gær og ræddu efnahagstillögurnar marg- nefndu. Þeir eru Matthías Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra, Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra, Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra og Albert Guðmundsson fjármálaráðherra. Sjá frétt á baksíðu. -ÞG/DV-mynd. Herra veimiítíta — sjá bls. 44 Veröaflugstjóri ogflugum- feröarstjórí ákæröir? - sjá bls. 2 • Hvaöeráseyöi umhelgina? - sjá bls. 19-30 Myndbandasiöa DV s «1 « Bessastaöir umflotnirsjó ánæstuöld - sjá bls. 5 Rútustríö geisarenn á Suöuríandi — sjá bls. 2 Bjarni Friðriksson: Ég met þetta meira en kjör íþrótta- fréttamanna „Þetta er mér og júdóíþróttinni mikils viröi og um leið hvatning fyrir mig til áframhaldandi æfinga og keppni. Eg met þetta meira en kosn- ingu íþróttafréttamanna, er segir sig sjálft, þar sem mun fleiri standa að þessu,” sagði Bjami Friöriksson er honum voru kynntar niðurstöður skoðanakönnunarinnar. „Ef til vill eru niðurstööur þessara umhugsunarefni, hvort ekki eigi fleiri en íþróttafréttamenn að hafa atkvæðisrétt í kosningu um íþrótta- mann ársins hverju sinni. Um Asgeir vil ég segja það að hann er frábær knattspymumaður og í miklu áliti hjá mér. Hefur það að s jálf- sögöu ekki minnkað þó svo ég hafi orðið að lúta í lægra haldi í kosningu íþróttafréttamanna. Mér þykir leitt ef gert er h'tið úr honum og afrekum hans í öllum þessum skrifum er orðið hafa vegnaþessa. Varöandi gagnrýni á val íþrótta- fréttamanna vil ég segja að öll gagn- rýni á rétt á sér því menn hafa misjafhar skoðanir á öllum málum. Slíkri gagnrýni verða menn að geta tekið,”sagöiBjamiFriðriksson. -KÞ Samúel Örn Erlingsson: Kemur mér ekki á óvart „Það kom okkur ekki á óvart að fólk- ið vildi frekar Bjarna Friöriksson sem íþróttamann ársins þar sem styttra er síðan hann vann sín afrek en Ásgeir og því ofar í hugum fólks,” sagði Samúel örn Erlingsson, formaður íþrótta- fréttamanna, í samtali við DV. „Við lítum á afrek íþróttamannanna á ársgrundvelli þegar við gerum upp hug okkar í kjöri þessu. I þeim saman- buröi hafði Ásgeir vinninginn, að okk- ar áliti. Auðvitað er ég ekkert aö verja þaö að við kusum Asgeir, því alltaf eru skiptar skoðanir um svona. Þá má fólk ekki gleyma því að viö emm í erfiðri aðstöðu þegar við þurfum að gera svona upp á milli manna,” sagði Samúel öm Erlingsson. -KÞ Sjá einnig bls. 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.