Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 16
16
DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985.
Hvafl ætlar þú afl gera um
helgina?
Siguröur Guðjónsson, vélstjórl að Geit-
hálsi: Eg verð að vinna um helgina. Eg
vinn vaktavinnu og þarf þar af leiðandi
oft að vinna um helgar.
Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðlr: Eg
ætla að vera heima hjá manninum
mínum og slappa af í rólegheitunum.
Guðrún Magnúsdóttir nemi: Eg fer í
afmæli um helgina. A laugardaginn fer
ég í barnaafmæli og á sunnudaginn í
fullorðinsafmæli.
Árni Hrafnsson sjómaöur: Eg verö að
vinna um helgina. Fer í kvöld út á sjó.
Eg finn ekkert fyrir þvi að vinna um
helgar.
Úlöf Hannesdóttir húsmóðir: Eg fer á
þorrablót heima hjá mér á laugardag-
inn og á sunnudaginn fer ég í sólarkaffi
hjá Norðfirðingafélaginu þannig að
nóg verður að gera h já mér.
Spurningin
Haukur Friðriksson bakarameistarl:
Eg verð að vinna um helgina við bakst-
urinn. En ég ætla líka að reyna aö taka
það rólega og borða vel.
Lúsarlaun í fiskvinnu
Bónuskona skrifar:
Hvenær ætla frystihúsaeigendur
og jafnvel þjóðin öll að fara að meta
störf fiskvinnslufólks og sjómanna?
Gerir fólk sér yfirleitt grein fyrir því
að undirstaða þjóðfélagsins byggist
á störfum þessa fólks? Nú er flótti úr
þessum störfum. Er einhver hissa á
því?
Eg er bónuskona i frystihúsi og ég
segi fyrir mig að mælirinn er aö
verða fullur hjá mér. Alltaf sömu
lúsarlaunin. Eg hef góðan bónus en
samt næ ég ekki sömu launum og fólk
fær í byrjunarlaun í öörum greinum.
Það er meira að segja betur borgað
aö pressa nærbuxur af varnarliðs-
manni uppi á flugvelli heldur en aö
vinna við undirstöðuatvinnugrein
okkar Islendinga. Er ekki eitthvað
bogið við þetta?
Eg hugsa aö margir viti ekki hvað
það er að vinna í bónus í frystihúsi.
Eg hef heyrt suma segja að það þurfi
ekki að hugsa í þessari vinnu. Hvem-
ig skyldi ganga að selja fiskinn á
þeim mörkuðum þar sem samkeppn-
in er mjög hörð ef ekki væri nein
hugsun hjá þeim sem hann vinna?
Fyrir þá sem ekki vita ætla ég að
upplýsa að þetta er þrælavinna.
Standa í sömu sporum allan daginn
og djöflast. En þú veröur aö passa
nýtinguna og eins gott aö taka alla
ormana úr og beinin annars verð-
urðu að gjöra svo vel að vinna þaö
allt upp aftur því eftirlitið er strangt.
Þaö eru ekki allir sem þola svona
álag og ílengjast þess vegna ekki.
Reyna frekar að £á einhverja létta
vinnu og betur borgaða sem von er.
En svo eru það konurnar sem þrauka
og eru orönar þrautþjáifaðar i öllu
sem snertir fisk. Þær eru líka að
flýja úr fiskinum í önnur léttari störf.
Hverjir eiga þá að vinna fiskinn?
Eigum við ekki bara aö hætta að
veiða fisk og setjast í einhvem skrif-
stofustólinn? Ætli fáist ekki gott verð
fyrir pappíra úti í Bandaríkjunum?
Þá væri farið að miða allt við pappir
enekkifisk.
Mánaðarlaun í frystihúsi eru 12.842
krónur en umsamin lágmarkslaun
eru 14.075 krónur. Hvemig semja
þessir menn? Þeir sem vinna í bónus
verða því að fá rúmlega 60 kr. á dag í
bónus til þess að ná lágmarkslaun-
um. Það er eins með uppsagnarfrest-
inn sem við fáum. Ein vika, takk. Þó
að þú sért búinn að vinna hjá sama
atvinnurekanda í 10—20 ár skiptir
það ekki máli! I samningum segir að
segja megi fólki upp með viku fyrir-
vara ef hráefnisskortur sé fyrir-
sjáanlegur. Hvers konar samningar
eru þetta? Það fólk sem kosið er til
að semja fyrir okkur hefur tekist þaö
heldur brösuglega. Er ekki hægt að
fá almennilegan mannskap til aö
semja fyrir okkur. Frystihúsaeig-
andinn getur sagt þér að fara heim
eftir viku ef honum hentar betur að
selja fiskinn óunninn úr landi, en svo
ef hagstæðara er að vinna hann í hús-
unum þá þarf aö drífa þetta af, fá
bara undanþágu hjá verkalýðsfélag-
inu fyrir fólkið tU að vinna langt
fram eftir nóttu því forða verður hrá-
efninu frá skemmdum! Þeir hafa
þetta aUt í hendi sinni. Það er bara
eitt sem þarf. Samtök fiskvinnslu-
fólks.
Aö lokum vU ég segja þetta: Al-
þingismenn! Hvernig væri að fara að
vinna fyrir kaupinu sinu og koma
svoUtlum jöfnuði á í þjóðfélaginu?
Ein reið.
Bónuskona spyr alþingismenn: „Hvernig vœri að fara að vinna fyrir kaupinu sínu og koma á svolitlum
jöfnuði i þjóðfólaginu?"
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Hvers vegna ekki
Whaml-hátíð?
— Duran-Duran flytur kraftmikla og ferska tónlist, segir aðdáandi.
Niður með Wham!
6509-6463 skrifar:
Hvernig væri aö halda Wham!-hátíö
á einhverjum skemmtistaðnum, t.d.
Traffic. Eg veit um marga krakka sem
hafa áhuga á þannig hátíð. Fyrir stuttu
voru haldnar tvær Duran-Duran hátíð-
ir. Sú fyrri var í Safari en hin síðari í
Traffic. Eg veit ekki hve margir komu
í Safari en í Traffic voru rúmlega 400
manns. Þetta er mikill fjöldi en ég er
viss um að fleiri kæmu á Wham!-hátíð
vegna þess að Wham! er best. Það
ættu allir að vita sem hlusta á vin-
sældalista rásar 2. Þess vegna vil ég
æ-------------->-
Hverjir eru bestir? Auðvitað félag-
arnir í Whaml
Bilelgandi skrifar:
Eg hef oft rekið augun í skrif ein-
staklinga á lesendasiðum dagblaöanna
varðandi slaka þjónustu bifreiöaverk-
stæða eða þá okur þeirra. Finnst mér
yfir höfuð alltof lítið gert af því aö les-
endur láti í ljós ánægju sína með það
sem vel er gert og á ég þá ekki frekar
við um bifvélaverkstæði en annað.
Fyrir skömmu lenti ég í vandræöum
með bifreiö mína og þurfti aö leita á
náðir verkstæðis sökum þess að kunn-
áttuleysi mitt varðandi bílaviðgerðir
er svo að segja algert. Eg valdi Bif-
reiðaverkstæði Asgeirs Kristófersson-
hvetja alla Wham!-aðdáendur til að
skrifa í blaðið svo að verði úr þessu.
ar sem er að Armúla 24. Viðgerðin tók
stuttan tíma, að því er mér fannst, og
greinilegt var, þegar ég sá reikning-
inn, að ekki voru óheiðarlegheit í heiöri
höfð varðandi kostnað við viðgerðina.
öll framkoma starfsmanna verkstæð-
isins var til svo mikillar fyrirmyndar
að ég hef aldrei kynnst ööru eins og hef
ég þó oft þurft að leita á náöir verk-
stæða með bifreið mína. Vil ég að end-
ingu þakka starfsmönnum verkstæðis-
ins fyrir frábæra þjónustu og eitt er
víst að þegar næst bilar hjá mér fer ég
með bílinn minn í Ármúlann jafnvel
þótt ég gæti gert við hann sjálfur.
Duran-Duran aðdáandi skrlfar:
Þaö er alveg merkilegt hvað tónlist-
arsmekkur sumra getur verið lélegur.
Ekki alls fyrir löngu skaut upp kollin-
um hljómsveit sem nefndi sig Wham!
Margir ruku upp til handa og fóta meö
stórar yfirlýsingar um að þetta væri
svo sannariega besta hljómsveitin sem
lengi hefði heyrst til. Svo gerir fólk sig
að bjánum með því að heimta plaköt,
hátíðir, heilu þættina í útvarpi og sjón-
varpi með þessum fyrirbærum.
Sannleikurinn er sá að hljómsveitin
Wham! er hrútléleg! Hún hefur ekkert
nýtt fram aö færa. Þessi lög sem heyr-
ast þessa dagana í útvarpi og eiga að
teljast ný láta i eyrum eins og margút-
þynnt tugga. Maður fær velgju þegar
maöur heyrir þessa súkkulaðimúsík
sem ekkert á skylt við sköpun.
Má ég þá heldur biðja um Duran-
Duran. Það er hljómsveit sem veldur
engum vonbrigðum. Þar er á ferðinni
kraftmikil músík, alltaf eitthvaö nýtt
og ferskt. Þeir liggja ekki á sköpunar-
gáfunni, piltarnir í Duran-Duran.
Hljómsveitin hefur svo sannarlega hitt
í mark hér á landi. Þaö sýnir stór hóp-
ur aðdáenda. Væri óskandi að útvarp
og sjónvarp kæmu enn frekar til móts
við þennan hóp en oröið er og flyttu lög
hljómsveitarinnar eins oft og kostur
er.
Stöndum saman, Duran-Duran aðdá-
endur!
Fyrirmyndarþjónusta
Skafti Jónsson hringdi: anir á vélinni og þvott sem eyöilagð-
Eg vil lýsa ánægju minni með ist. Þetta kalla ég fyrirmyndarþjón-
fyrirmyndarþjónustu sem ég fékk ustu sem sjálfsagt er að þakka rétt
hjá umboðinu fyrir Völund þvotta- eins og þegar kvartað er vegna
vélar. Umboðið bætti skilvíslega bil- slæmrar þjónustu.
Frábærþjónusta hjá
Bifreiðaverkstæði
Ásgeirs Kristóferssonar