Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985. 11 Fjarvistir þingmanna: „Ekki vanrækslu- syndirþingmanna” „Þingmenn eru ekki að drýgja einhverjar vanratelusyndir, ” sagði Birgir Isleifur Gunnarsson þingmaður sem að sögn segist vera um þessar mundir þrautavaraformaður þing- flokks SjáÚstæðisflokksins. A þingfundi í neðri deild gerðu þing- menn fjarvistir þingmanna að umtals- efni. Birgir Isleifur gerði grein fyrir þvi aö vegna undirbúnings Norðurlandaróösþings hér í mars sætu þingmenn úr öilum flokkum fundi. Samtimis væri einnig þing Evrópuráösins í Strasbourg sem nokkrir þingmenn sætu. -ÞG. INGHÓLL VÍGÐUR Frá Reginu, Selfossi: Þann 25. janúar sl. fór fram vigslu- hátíö á hinum flottasta og skemmtileg- asta veitingasal hér ó landi, Inghól, aö viðstöddu f jölmenni. Eg hef varia séð eins margt fólk jafnánægt og þá. Veislusalurinn er 380 f ermetrar að flat- armáli. Eru teppin svo þykk aö maður sígur niður í þau, bló á lit, með dröppuöum skáröndum. Hringstigi liggur upp á loft ó barinn. Arni Valdimarsson setti sam- komuna með stuttri en athyglisverðri ræðu. Árni þakkaði öllum sem höfðu unnið viö aö koma staðnum upp ó ótrúlega stuttum tíma. Aö lokum sagöi Arni: „Eg sendi eiginkonum okkar allra og fjölskyldum þakkir fyrir aö hafa umborið okkur í erli liðandi óra. Ámi veitti Snorra Sporrasyni og Agnari Péturssyni verðlaun fyrir að velja nafniö Inghóll. Auk þess var Herbert Granz veitt síöbúin viður- kenning fyrir nafnið Fossnesti. Guðmundur Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Fossnestis, fjallaði um byggingulnghóls áskemmtilegan hátt. Margir aðrir héldu stuttar og kjarn- góðar ræður. Ég vil óska eigendum Inghóls allra heilla i nútið og framtíö með hin glæsilegu húsakynni. Nú eru ellefu eigendur að Fossnesti og enginn þeirra stúdent. Verð ég að segja sem betur fer, því þeir hefðu ekki sýnt þann dug ogdáðef svo væri. Vistmenná elliheimilum: 310 á Grund Á árinu 1984 komu á elli- og hjúkrunarheimilið Grund 50 konur og 49 karlar. 20 konur fóru og 15 karlar. Alls létust 68 manns. I ársbyrjun 1985 eru ó heimilinu 225 konur og 85 karlar. I Ás/Ásbyrgi komu órið 1984 33 konur og 31 karl. 20 konur fóru og 28. karlar. Tveir karlar létust. I órsbyrjun 1985 eru í Asi/Ásbyrgi í Hveragerði 77 konur og 83 karlar. Stóri vinningurinn? Já, sá stærsti! Ef allir teldu rétt og samviskusamlega fram og greiddu skatta af raunveru- legum tekjum, gætu skattaálögur lækkað um tvo milljarða króna, miðað við óbreytt fjárlög. Og aukavinningurinn: Jafnari og réttlátari skattbyrði. Ef reiknað er með að skattsvik á íslandi séu hlutfallslega jafnmikil og í nágrannaríkjum okkar má búast við að vangreiddir skattar og gjöld á árinu 1985 verði á bilinu 1,7 - 2,0 milljarðar. Það er full ástæða til að velta fyrir sér hvar þessir fjármunir munu lenda og hversu mikið kæmi í hlut hverrar fjölskyldu á landinu í lækkuðum sköttum ef þeir skiluðu sér. FJARMALARAÐUNEYTIÐ Það væri nógu gam- an að vita hvað vinningslíkurnar yrðu miklar hjá Eiríki frænda! STORUTSALA SKÚLAGÖTU 26 Mikið úrval af fatnaði, t.d. gallabuxur flauelsbuxur háskólabolir jogginggallar úlpur jakkar vinnuskyrtur sokkar stígvél leðurjakkar VISA Sendum í póstkröfu VINNUFATABUÐIN Sími 11728 Auglýsingaþjónustan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.