Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 18
18 DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985. íþróttir__________________íþróttir íþróttir íþróttir íþr Landsleikir í blaki við Færeyjar Landsllð Islands i blaki, karla og kvenna, fara saman til Fœreyja og leUía þrjé leikl hvort viö heimamenn dagana 12. tU 16. íebrúar nœstkom- andl. íslensku llðin verða þannig skip- uð: KONUR Slgurborg Gunnarsdóttir, UBK Þorbjörg Rögnvaldsdóttir, UBK Sigurlín Sæmundsdóttir, UBK MáKríður Pólsdóttir, IS Gyða Steinsdóttir, IS Þóra Andrésdóttir, ÍS Stelna Ólafsdóttir, Þrótti Hulda Laxdal Hauksdóttir, Þróttl Snjólaug Bjarnadóttir, Þrótti Jóhanna Guðjónsdóttir, Völsungi. KARLAR Leifur Harðarson, Þrótti Lárentsinus Agústsson, Þrótti Jón Arnason, Þrótti Guðmundur E. Pálsson, Þrótti Samúel örn Erlingsson, Þrótti Hreinn Þorkeisson, HK Astvaldur Arthúrsson, HK Kristján Már Unnarsson, Fram Þorvarður Sigfússon, tS Haukur Valtýsson, IS. Þjáifarar kvennaUðsins eru Björg- óUur Jóhannsson og LeUur Harðarson. ÞjáUari karlaUðsins er Guðmundur E. Pálsson. __________________-KMU. Juventus nálg- ast toppliðin Juventus sigraði Lazlo, 1—0, í 1. deUdinni á Italíu í fyrrakvöld í Torino. Michei Platinl skoraði eina mark leiks- ins. Eftir sigurinn nálgast ItaUumelst- ararnir nú toppUðin. Eru komnlr i sjötta sæti, fimm stigum á eftir Verona sem er með 25 stig. Leik Juventus og Rómarliðsins Lazio var hætt eftlr 23 mín. hinn 13. janúar si. vegna snjó- komu og ísingar á veUlnum í Torino. hsím. Rúmenía sigr- aði Portúgal Sigurður Gunnarsson, Vikingurinn, sem leikur nú með Corona á Spðni. SIGGIGUNN VARAMAÐUR í HEIMSUÐI Danska handknattleikssambandið er 50 ára í ár og í tilefni þess verður af- mæUsleikur í Kaupmannahöfn 20. aprU. Þar leikur danska landsUðið gegn heimsUði, sem IHF hefur vaUð. Sigurður Gunnarsson er meðai vara- manna og verður með ef einhver for- faUast. Sigurður vakti gífurlega at- hygU með íslenska landsUðinu á ólym- píuleikunum í Los Angeles. Var meðal markhæstu ieikmanna í keppninni. f heimsUðlð voru valdlr Andreas Thi- el, Arnulf Meffle og Erhard Wunder- Uch, V-Þýskalandi, IngoU Wiegert og Gunther Wahl, A-Þýskaiandi, Peter Kovacs, Ungverjalandi, Waszkiewics, PóUandi, VasUe Stinga, Rúmeníu, Max Schar, Sviss, Claes HeUgren, Svíþjóð, Oleg Gagin og Schewzow, Sovét, MUe Isakovic, Júgósiavíu, og Morten Stig Christiansen, Danmörku. Varamenn auk Sigurðar eru Veselin Vukovic, Júgóslavíu, Mogens Jeppe- sen, Danmörku, og Kotrc, Tékkóslóva- kíu. hsim. Frakkar sigruðu íslendi Mjög gról svissneski íslenska liðið misnotaði Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni, Frakklandi. „Strákarnir náðu aldrei að einbeita sér í lelknum. Leikmenn Frakklands voru mjög grófir og tókst fljótlega að koma islenska Uöinu úr jafnvægi í skjóU frönskumælandi svissneskra dómara. Hvað eftlr annað rifu Frakkarnir i skyrtur islensku skot- mannanna án þess að nokkuð væri gert. Þá stöðvuðu dómaramir líka oft hraðaupphlaup islenska liðsins eftir að dæmt hafðl verlð á Frakka, létu taka aukakast aftur. AUt þetta varð tU þess að langskyttur íslenska Uðsins náðu aldrei að njóta sin i leiknum. Það er enn of einkennandi i íslenskum hand- knattleik að eftir stórleik, eins og fyrsta leikkvöldlð gegn Ungverjum, fylglr annar slakur,” sagði Bogdan Kowalczyk landsUðsþjáifari eftir að Frakkland hafði sigrað ísland, 19—16, í VUlafranche i gær. Lok lelkslns vom heldur ömurleg hjá islenska Uðinu. Mistök á mistök ofan siðustu níu mínúturaar. tsland skoraði ekki mark þá en Frakkar hlns vegar þrjú og tryggðu sér þar með sigur í leiknum. Vlssulega vonbrigðl eftlr leikinn við Ungverja og landsUðsþjálfari Frakka skUdi það vel. Hann sagði i leikslok: — „Lið eiga stórleik annan daginn en siðan gengur ekkert upp. Það sama gæti orðið uppi á teningnum hjá okkur gegn Ungverjum og Tékkum í loka- umferðunum. Þetta var mjög gleðUeg- ur sigur fyrir okkur og við erum nú í sömu stöðu og þlð eftir slgurinn á Ung- verjum.” Það kom strax i ljós að íslenska liöiö mundi eiga í erfiðleikum þegar Kristján Arason fékk að sjá gula spjaldið hjá svissnesku dómurunum eftir aðeins 90 sekúndur og það í sókn. Vora þeir að undirbúa að reka hann útaf? — og það kom í ljós hvað þeir ætluðu sér, á 10. mínútu. Kristjáni vikið af velU í stööunni 4—3 í varnar- stöðu þar sem hann var með spriklandi sóknarmann í fanginu án þess að taka utan um hann. Rétt á eftir i stöðunni 5—3 fyrir Frakka var brotið gróflega á Sigurði Gunnarssyni í dauðafæri. Frakkar brunuðu upp í hraðaupp- hlaupi og skoraðu 6—3. Mörg fleiri dæmi má nefna svipuð þar sem Frakkar högnuðust á dómgæslunni. Sjötugur í dag, æfir ennþá á hverjum degi Rúmenia sigraði Portúgal, 3—2, í vináttulandsleik í knattspymu i Lissa- bon á miðvikudagskvöid. Þó skoraði Portúgal tvö fyrstu mörk leiksins, Paulo Futre á 10. mín. og Carlos Manuei á 55. min. Minútu siðar skoraði Lacatus fyrsta mark Rúmena. Jafnaði síðan á 77. min. en Hagi skoraði slgur- tnarkið á 84. min. hsim. Opið mót í badminton A laugardag verður opið tvillðamót í karla- og kvennaflokki í badminton í KR-húsinu. Hefst kl. 13 og alit besta badmintonfólk landsins verður meöal keppenda. Grallarinn , Les Taylor Les Taylor, sem leikur með Watford, er fyrir löngu orðlnn frægur fyrir skemmtllegan „búmor” sinn. Eitt dæmi um Les Taylor: Watford var að lelka gegn Leicester. Miöherji Wat- ford, George Reilly, hafði skallað að markl Leicester og lá á jörðlnnl, meiddur. Taylor kom askvaðandi að Reiliy, sem spurðl hvort hann hefðl skorað. Því miður, George, það er markspyraa. Og það var ekki fyrr en Reiily stóð upp stuttu síðar að hann sá alla félaga sina í Watford við miöiinu að hann uppgötvaði að hann hafði skor- að. -SK. Einstakur feríll Sir Stanley Matthews hjá Stoke Blackpool og enska landsliðinu Þann 1. febrúar 1915 fæddlst á Englandi maður að nafni Stanley Matthews. Hann hóf snemma að sparka bolta og ungur að árum lék hann sinn fyrsta lelk i 1. deiid ensku knattspyraunnar með Stoke, þá 17 ára gam- all. Enginn enskur knattspyraumaður á lengri knatt- spyrauferil að baki en Stanley Matthews. Alls var hann í eldiinunni í 33 ár og lék slnn siðasta lelk í 1. deild með Stoke árið 1965. Hann var sem sagt fimmtíu ára gamail þegar hann ákvað að leggja skóna á hilluna og hefur enginn knattspyraumaður í 1. deild náð svo háum aldri. Matthews er einn besti knattspymumaður sem England hefur nokkru sinni átt og era flestir ef ekki allir sammála um það. Hann byrjaöi ótrúlega langan feril sinn hjá Stoke árið 1932. Þaðan var hann seldur til Black- pool fyrir 11.500 pund árið 1947. Með Black- pool varð hann enskur bikarmeistari 1953. Blackpool vann þá Bolton Wanderes í úr- slitaleik á Wembley með fjórum mörkum gegn þremur. Það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins að Blackpool tókst að tryggja sér sigurinn og átti . Stanley Matthews allan heiðurinn af markinu sem Bill Perry skoraði. Aftur til Stoke eftir 30 ár Árið 1961, þegar Matthews var 46 ára, var hann á ný keyptur til Stoke og þar lauk hann ferli sínum. Nú var kaupveröiö 2.500 pund en þrátt fyrir að kappinn væri orðinn 46 ára gamall jókst fjöldi áhorfenda á heimaleikj- um Stoke á Victoria Ground úr tæpum átta þúsundum i rúm þrjátíu þúsund. Það segir sínasögu. Matthews lék 701 leik í ensku deildakeppn- inni, 379 fyrir Blackpool og 322 fyrir Stoke City. Hann skoraði 71 mark fyrir Stoke. Knattspymumaður ársins í Englandi var hann kosinn árin 1948 og 1963. Knattspyrnu- maður Evrópu var Stanley Matthews kjör- inn árið 1956. I 23 ár var hann fastur leik- maður í enska landsliöinu. Alls lék hann 83 landsleiki fyrir England. Og ennþá leikur hann knattspyrnu Eftir að hafa búið í mörg ár á Möltu flutti hann til Ontario í Kanada og þar býr hann nú. Og enn er hann í knattspyrnunni. Þrátt fyrir háan aldur æfir hann í tuttugu mínútur dag hvem. Sir Stanley Matthews er mjög virtur um allan heim og er örugglega einn af mjög fáum sjötugum mönnum sem enn leika sér í knattspymu. -SK. íþróttir íþróttir (þróttir íþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.