Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Gtiðmundur Pétursson Samgöngur í kóngsins Kaupmannahöfn: Fyrst hjólið, svo strætó og bíllinn Þaö eru góðar almenningssam- göngur í Kaupmannahöfn. Bæði er strætisvagnakerfið gott og lestar- ferðir eru tíðar til úthverfanna. I miðbænum og nónasta umhverfi hans þarf sjaldan að lita á timatöflur leiöabókarinnar því að það er hægt að ganga út á næstu biðstöð með vissu um aö vagn komi innan f áeinna mínútna. Sums staðar ganga strætis- vagnarnir með allt að 2—3ja mínútna millibili en algengast er aö það líði 5 til 10 mínútur á milli feröa. En það er dýrt aö feröast með strætó, jafnvel miðað viö Reykjavík. Lágmarksgjaldiö er 6 kr. danskar (22 ísl. kr.) og getur farið upp í 65 ísl. kr. ef ferðinni er heitið tii eða frá út- jaðrinum og niður í bæ. Það er m.a. af þessum orsökum sem hjóliö er vin- sæll valkostur hjá mörgum bæjar- búa. Þeir sem ætla aö sinna erindum í miðbænum eða sækja vinnu nota í fæstum tilfellum eigin bíl jafnvel þó þeir eigi slikan grip. Það er einfald- lega of fyrirhafiiarsamt, götur flestar einstefnugötur og bílastæði takmörkuð. Það hefur verið mark- viss stefna bæjaryfirvalda að tryggja góðar aimenningssamgöng- ur og halda bílnum utan miðbæjar- ins og á þaö sinn þátt í að gera Kaup- mannahöfn að vinalegri og aðlaöandi borg. Hjólreiðamenning Dana I Danmörku er mikil hjólreiöa- menning og setur það sterkan svip á Kaupmannahöfn. Það er auövelt að hjóla og fjöldinn allur telur það mun hentugra aö fara ferða sinna hjól- andi en með almenningsvagnakerf- inu þótt þaö sé mjög gott. Það er líka staðreynd að innanbæjar er hjóliö mun lipurra farartæki en önnur viða- meiri ef ferðinni er ekki heitiö þeim munlengra. Fyrir mörgum Dananum er hjóliö meira en farartæki rétt eins og trylli- tækin hjó bílatöffurunum á Islandi. Þeir nota sumarleyfin til aö fara í hjólreiðatúra um Danmörku eða um útlönd, jafnvel alla leið til Spánar. Samtök hjólreiðamanna eru mjög sterk og láta mikið aö sér kveða. Þeir efna reglulega til mótmæla og hjóla þá auövitað um, krefjast fleiri hjól- reiöastiga og telja jafnvel holumar á þeim sem fyrir eru. Nú um daginn var sett fram lagafrumvarp um auk- ið öryggi hjólreiðafólks í umferðinni sem er mikið fyrir og eru allar líkur ó því að það verði samþykkt. óskar Magnússon, Washington: Bíllaus kemst maður ekkert íi Ameríku. Gangandi vegfarendur eru sjaldséöir í Mðarhverfum. Þrátt fyrir járnbrautarlestir og strætis- vagna er bíllinn samgöngutæki númer eitt. Mjög algengt er að tveir bílar séu á hverju heimili. Stundum fleiri. Amerískar húsmæður eru líka oft á tíöum hólfgerðir einkabílstjórar bama sinna. Þegar frá er skflinn' skólabíllinn sem sækir bömin ó morgnana og skilar þeim síðdegis, komast börnin ekki leiðar sinnar nema þau séu keyrð. Unglingar eru ekki sendir í strætó eða lest ef þeir ætla á skauta eða í pianótíma. Venju- lega keyrir húsmóðirin krakkana hvert sem þeir þurfa að fara. Bíllinn er lika lífsnauðsyn þó ekki sé til annars en aö skjótast út í búð. Kaupmaöurinn á horninu er sjald- gæft fyrirbrigði hér og því vísast að nokkur spotti sé i næstu verslun. En skoðum samgöngur í víðara sam- hengi í stórborg og nágrenni stór- borgar. Óskiljanlegt Með sameiginlegu ótaki hefur ráöamönnum hér tekist að gera stóran hluta af samgöngukerfinu óskiljanlegan. Þetta er ekki einungis skoðun Islendings sem er tiltölulega nýkominn hingað. Blaðamað- ur Washington Post, sem hefur það starf eitt að skrifa um þessi mál, samsinnir þessu fullkomlega i ræðu og riti. . Sjólf Washingtonborg er fremur Margur kemst hraflar yfir á reiðhjóli sínu en drossiunni i umferðaröng- þveiti öngstrætanna. Hjólreiðamenningin léttir mjög á bílaumferðinni, sérstaklega yfir sumartímann, og hefur mér oft verið hugsaö til Kaupmannahafnar þegar ég hef verið að berjast á milli bíl- anna í stórborginni Reykjavík. örn Jónsson í Kaupmannahöfn. Fyrst bfllinn, svo lestin og strætó lítill femingur. Utan á honum liggja svo ríkin Maryland og Virginia. Þar býr obbinn af því fólki sem stundar vinnu í Washington D.C. Greiðfær- asta leiðin fyrir þetta fólk til vinnu er neðanjarðarlest. Hálftíma ferö meö lestinni kostar um 40 krónur. Eins merkilegt og það kann að virðast eru aðeins um 10 ór síðan lestin hóf ferðir sínar. Kerfið er ekki fullkláraö. Ár- lega bætast við nýjar leiðir. Lestín fer hratt og hristist lítið. Hún er sögð sú fínasta í heimi að því leyti. Vandinn er ekki allur leystur þótt greiður aðgangur sé að lestinni. Þá á eftir aö komast á brautarstöðina. Og til þess má brúka strætisvagn með heföbundnu sniði. Og þá byrjar ball- ið. Númerakerfið á þeim er meö slík- um óiíkindum að talið er að enginn farþegi þekki aðra leið en þó sem hann notar sjálfur. Tveir eða enginn Einn strætisvagn heitir J5, annar Ae46 og sá þríðji kannski bara 8. Stundum keyra þeir tveir hver á eftir öörum sömu leiðina. Stundum líöur hálftími i næsta vagn. Margir aka ekkert yfir miðjan daginn. Fargjald- ið er um 30 krónur kvöldkortið. Algengt er að þéttvaxnar blökkukon- ur með stóra eyrnalokka séu bíl- st jórar á þessum strætóum. Á mínu svæði hafa bæjaryfirvöld komið upp nýju kerfi strætisvagna í beinum tengslum viö lestina og óháð venjulega kerfinu. Einn bílstjórinn á slíkum vagni sagði mér að tvær af hverjum þrem ferðum færi vagninn galtómur. Yfirvöld segja að kerfið sé svo nýtilkomiö að fólk sé eflaust ekki búið að læra að nota það. Neytandinn veit hins vegar vel hvers vegna þess- ir strætisvagnar eru ekki notaöir. Þeir keyra á hálftíma fresti, dul- arfullar leiöir, og stoppa þúsund sinnum á leiðinni heim til manns. Kosturinn er samt só aö komi maður úr lestinni kostar ekkert í þá. Bílastæði Bilastæöi inni í höfuðborginni eru óhemju dýr. Menn reyna því eftir fremsta megni að nota almennings- farartæki. En fari menn á sínum prívatbíl að járnbrautarstöðinni og hyggist skilja hann eftir þar er eins víst að þaö sé ómögulegt, aðeins fáir á brautarstöðvum í úthverfum gera ráð fyrir bílastæðum. Þá leggja menn viö nærliggjandi stórmarkaði. Ef markaösmenn komast að sliku hóttalagi og ætla að steyta göm skjótast menn inn og kaupa eins og einn bol og segjast hafa verið að versla. „Eg er góður kúnni héma, vinur.” Ibúar gatna í nágrenni lest- arstöðva kvarta líka sáran undan átroðningi. „Umferðarsulta" 6 neðanjarðarbrautarstöö i New York. Vísir menn hafa leyst þetta mál með mjúkmæli við maka sinn kl. 7 að morgni: „Heldurðu þú skjótir mér ekki í lestina, elskan?” og síðdegis: .JHeyröu elskan, ég er héma niðri á brautarstöö, varstu í baði? Heldurðu þú skjótist ekki eftir mér? ” Samgöngurí nágrenni stórborgarí Bandaríkjunum:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.