Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i OV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985.
Þegar sjúkralið kom á staðinn
lá farþeginn meðvitundarlítill á
götunni en ökumaður kraup
máttfarinn við hlið hans.
EH DV-mynd S.
Hljóp f rá
læknum
á sokka-
leistunum
Haröur árekstur varö milli tveggja
bíla, Volkswagen Golf og Isuzu pall-
bíls, viö Sætún skammt frá gatnamót-
um Kleppsvegar og Laugamesvegar
laust f yrir klukkan tíu í gærkvöld.
Voru ökumaöur og farþegi annarrar
bifreiöarinnar fluttir á slysadeiid
Borgarspítalans. Þeir eru grunaöir um
að hafa verið ölvaðir. Skipti það eng-
um togum að þegar komiö var undir
læknishendur strauk ökumaðurinn af
sjúkrahúsinu. Hljóp hann út á sokka-
leistunum og hvarf út í náttmyrkrið.
Taldi lögreglan víst að maöurinn hefði
náð í leigubíl fyrir utan.
Areksturinn atvikaðist þannig að bíl-
amir óku eins og þeir væru í kapp-
akstri, austur Sætún, hvor á sinni ak-
reininni. Missti ökumaður Golf-bifreið-
arinnar vald á henni og rakst utan í
hinn. Lenti bíllinn síðan upp á umferð-
areyju og á ljósastaur. Draga varð
Golf-bifreiðina burt meö kranabíl.
-EH.
Frá og með 1. febrúar er áskriftar-
verð DV kr. 330,00 á mánuði. Verð
blaðsins í lausasölu er óbreytt. Frá
sama tíma er grunnverð auglýsinga
kr. 198,00 hverdálksentímetri.
Bílstjórarnir
aðstoða
SSJlDIBíLjRSTÖÐin
LOKI
Dýr verður Dorette ÖM
Bflainnf lutningur Mótorskips í rannsókn:
Framkvæmdastjóri
i gæsluvarðhaldi
Framkvæmdastjóri Mótorskips
hf. var í gær úrskurðaður í fimm
daga gæsluvarðhald vegna meintrar
fölsunar á reikningum fyrirtækisins
og tollalagabrota. Var gerð húsrann-
sókn hjá fyrirtækinu í gær og í
kjölfar þess var framkvæmdastjór-
inn handtekinn.
Ríkisendurskoðun hefur haft máUð
til rannsóknar að undanfömu. Það
var kært til ríkissaksóknara og rann-
sóknarlögreglunni fengið málið.
Fyrirtækið Mótorskip flytur inn
bifreiðar frá Þýskalandi, m.a. af
tegundinni Toyota. Hefur Mótorskip
haft samvinnu við fyrirtæki í Þýska-
landi vegna bUainnflutningsins.
Samkvæmt heimildum DV er hér
um umfangsmikið fjársvikamál að
ræða, þar sem stórar f járhæðir komi
við sögu.
-EH.
Gengið frá búningunum fyrir ferðina til Frakklands. DV-mynd KAE
Nýir búningar til landsliðsins
Halldór Einarsson hjá HENSON, Flugleiðir og DHL, hraðþjónusta á
islandi, hafa gengist fyrir þvi að senda nýja búninga til islenska lands-
liðsins i handknattleik sem nú keppir i Frakklandi.
DV skýrði frá því i gær að hluta af hvitu búningum landsliðsins hefði
verið stolið í London þar sem landsliðið millilenti á leið sinni til Frakk-
lands. Þrátt fyrir nokkra leit fundust búningarnir ekki. _sk.
Ríkisst jórn og þingf lokkar:
Mikil fundahöld
um tillögumar
,,Þá verður nú aðalumræðan,” sagði
Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráð-
herra í morgun í viötali við DV. Á ríkis-
stjórnarfundi í dag verða hinar marg-
nefndu efnahagstUlögur „aðalumræð-
an”.
Þrír ráðherrar sátu f und með forsæt-
isráðherra í gær þar sem fjallað var
um efnahagsmáUn.
I hádeginu sátu ráðherrar Sjálfstæð-
isflokksins fund og þar var þetta nýj-
asta afkvæmi ríkisstjómarinnar til
umræðu. Búist er við helgarfundum
um tiUögumar því stefnt er að því að
leggja þær fyrir fundi stjómarflokk-
anna á mánudag.
Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi
um þetta vinnuplagg forsætisráðherra.
Sumir heimildarmenn DV segja að
málið snúist eingöngu um hvemig eigi
að hrinda í framkvæmd þeim hlutum
sem löngu em ákveönir. Að standa við
gefin loforð. -ÞG/HERB.
Dorette í skaðabótamáli:
„Fyrir hvað?”
MálaferU söluaðila íslenskrar uUar-
vöru í Bandaríkjunum hafa tekið á sig
furðulega mynd. Ámi Egilsson og eig-
inkona hans, Dorette, krefjast nú
hárra skaöabóta, rúmlega 20 mUljóna
doUara, af Sambandi íslenskra sam-
vinnufélaga, Alafossi, Pólarprjóni,
Hildu, Otflutningsmiðstöö iðnaðarins,
Paul Johnson, tJlfi Sigurmundssyni og
Jens Pétri Hjaltested.
.Jfyrir hvað?” spurði Pétur Eiríks-
son, framkvæmdastjóri Alafoss, í
morgun. Ekki er nema von að Pétur
spyrji því að Alafoss, og reyndar einn-
ig Sambandið og Pólarprjón, kannast
ekki við að hafa höfðað mál gegn fyrir-
tæki Arna og Dorette, né að hafa veitt
öðrum aðila umboð til málaferla.
Þaö er vegna meintrar málshöfðun-
ar íslensku fyrirtækjanna sem hjónin
vestanhafs höfða nú gagnmál.
Paul Johnson, lögfræðingur í Chi-
cago og ræðismaður Islands, höföaði
mál gegn fyrh-tæki hjónanna, að því er
hann taldi, í umboði íslensku fyrirtækj-
anna. -KMU.
MANNSHVARFIÐ:
Málið vekur mikla f urðu
Leitin að Hafþóri Haukssyni ber
enn engan árangur. Þykir hvarfiö
mjög einkennilegt. Að sögn var Haf-
þór bæði reglusamur og í góöu and-
legu jafnvægi. Vekur furðu að jeppa-
blfreiðin sem Hafþór ók skuli ekki
koma i leitimar. Aö sögn lögreglu er
ekkert sem gefur til kynna að hér sé
á f erðinni sakamál.
Greint var frá því í DV í gær að
sést heföi til Hafþórs á Snæfellsnesi.
Töldu nokkrir bæjarbúar í Olafsvík
sig hafa séö piltinn þar um slóðir.
Kona á pósthúsinu sá ungan mann
klæddan leðurjakka sem henni þótti
svipa tU Hafþórs. Þá tók starfs-
maöur á hótelinu eftir sama manni.
Haft var samband við lögregluna.
Var máliö undireins kannað. Kom þá
í ljós að viðkomandi maöur, sem líkt-
ist Hafþóri svo mjög í útliti og klæöa-
buröi, er Bolvíkingur sem var i heim-
sókníOlafsvik.
Margir hafa komið að máli við lög-
regluna vegna hvarfsins. Að sögn
lögreglu getur minnsta vísbending
komið þeim á sporið.
Leitin að Hafþóri heldur áfram.
Eins og fram hefur komið í fréttum
telja vitni sig hafa séð jeppabifreiö
Hafþórs á ferð um Borgarfjörð
daginneftiraðhannhvarf. -EH.