Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985.
15
mg
Menning
Menning
Menning
Menning
kostnaðinn af kjaradeilunni) en hirða
síðan hagnaðinn af því, að önnur fyrir-
tæki sýndu þar festu.
Frá sjónarmiði annarra blaðaútgef-
enda en NT-manna séð var þessi
tilraun auðvitað ódrengileg. Og þeir
forystumenn Sjálfstæðisflokksins, sem
hótuðu stjórnarslitum, gátu ekki
heldur horft aðgerðalausir á það, að
annað eins blað og NT kæmi eitt út í
verkfallinu (en það er langt til vinstri
við Framsóknarflokkinn). Um
viðbrögð blaðaútgefenda og stjóm-
málamanna við tilraun NT-manna
mætti segja hið sama og um dýr eitt
ónefnt: „Það er ægilega grimmt. Það
ver sig, ef á það er ráðist.”
Umræður á Alþingi
Alþingi var sett 10. október — sama
dag og Hallvarður Einvarösson rann-
sóknarlögreglustjóri lét loka frjálsu út-
varpsstöðvunum tveimur með valdi.
Nærri má geta, að rætt var um
stöðvamar á þingi, og rekja
höfundamir þær umræður. Einkum
höfðu þeir Eiður Guðnason og Páll
Pétursson sig í frammi gegn útvarps-
stöðvunum, en þeir eru um margt í sér-
flokki á Alþingi. Þessir þingmenn
ætluðu að rifna af hneykslun yfir
ætluöum lögbrotum okkar,sem stóðum
að stöðvunum.
Baldur og Jón Guðni láta þess þó
ógetið, að báðir þessir umvöndunar-
„Einkum höfðu þeir Eiður Guðnason og Páll Pótursson sig í frammi gegn
útvarpsstöðvunum en þeir eru um margt i sórflokki ó Alþingi."
sömu þingmenn hafa brotið lög og
reglur, þegar þeim hefur hentað. Þá
hefur vandlætingarsvipurinn verið
fljótur að fara af þeim. Páll frændi
minn Pétursson rekur sín hross í hefð-
bundin upprekstrarlönd fyrir norðan,
þegar honum sýnist, þótt landbúnaðar-
ráðuneytið leggi við því bann, ef ég
man rétt. Og Eiður Guönason gekk út
af Sjónvarpinu í einni kjaradeilunni,
þegar hann var fréttamaður, ef marka
má Jón gamla Sólnes, sem víkur að því
í nýútkominni bók sinni, en með því
braut Eiður auðvitað lög.
Menn geta látið reyna á tiltekin lög,
þegar réttlætiskennd þeirra er mis-
boðið. Eitt lögbrot afsakar að visu ekki
annað, og aðstandendur útvarps-
stöðvanna hafa ekki réttlætt rekstur
, þeirra með því, að aðrir hafi brotið lög,
heldur með því, að þau lög, sem þeir
brutu sjálfir, verði að víkja fyrir eðli-
legri þróun, fyrir sérstökum
aðstæðum, tíðaranda og tækniþróun.
En þessir ágætu þingmenn breyttu
ekki í þingræðum sínum samkvæmt
því boði Krists, að þeir, sem syndlausir
væru, skyldu kasta fyrstu steinunum.
Þeir tóku satt að segja fremur að sér
hlutverk faríseanna og hræsnaranna.
„Frelsi fjármagnsins"
er ekkert annað
en frelsi neytenda
Minnast verður á annað sjónarmið,
sem mjög gætti í ræðum sumra vinstri
manna á þingi um málið og reyndar
einnig í bók þeirra Baldurs og Jóns
Guðna. Það er, að freisið til að útvarpa
' sé ekkert annað en „frelsi fjármagns-
ins”. Þetta sjónarmið er auðvitaö út í
hött. Einkarekin útvarpsstöð getur
ekki skilað arði nema menn hlusti á
hana, því að ella fást fyrirtæki ekki til
þess að auglýsa þar. Slík útvarpsstöð
hefur hag af því að fullnægja þörfum
hlustenda, en ekki af því að koma ein-
hverjum siðbótarboðskap á framfæri.
Það er því samkeppni slíkrar útvarps-
stöðvar við aðrar stöðvar, sem knýr
hana til þess að þjóna hlustendum,
jafnframt því sem þessi samkeppni
tryggir eðlilega skoðanamyndun.
Margumtalað frelsi f jármagnsins er
ekkert annað en vald neytenda yfir
þeim mönnum, sem með fjármagnið
fara. Það er lóðið. Þeir, sem fjand-
skapast við samkeppnina, eru gjarnan
menn, sem telja, að óskir almennings
séu aðrar en þær ættu að vera. Þeir
reyna að ala almenning upp, breyta
honum. Þeir telja, að útvarpsstöðvar
eigi ekki að þjóna hlustendum, heldur
mennta þá. En þeir láta að öllu jöfnu
þeirri spumingu ósvarað, hvers vegna
okkur venjulegu fólki, sem ekki er
treystandi til þess að velja um útvarps-
efni, er treystandi til þess að velja um
þá menn eða flokka, sem síðan velja
fyrir okkur útvarpsefni. Hvers vegna
erum við hæfari til að velja sem kjós-
endur en sem hlustendur? Þessa þver-
sögn hafa þeir talsmenn ríkisafskipta,
sem eru einnig lýðræðissinnar, aldrei
leyst. Og út í hana hafa þeir Baldur og
Jón Guðni, höfundar Verkfallsátaka og
fjölmiölafárs, áreiðanlega ekki hugsaö
— fremur en svo margt annað.
Oxford, i janúar 1985.
Hannes H. Gissurarson.
Nú er aldeilis kominn tími til að kíkja inn á veitingastaðinn HAUK í HORNl. HðttkUf vemngahús
HEITUR MATUR I HADEGINU - KRAARSTEMMNING A KVOLDIN I homi síml 26070
QUQlpS