Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Harðorðar yfirlýsingar Mannróttindanefndarinnar um aðferðir Sovét- manna gegn ibúum Afganistan vekja athygli vegna þess að yfirleitt þykir ekki við hæfi að nota of sterkt orðalag hjá þeirri stofnun. Sovétar í Afganistan: Pyntingar, fjölda- morð og aftökur — segja Sameinuðu þjóðimar Óskar Magnússon, DV, Washing- ton: Haröar ásakanir í garð Sovétríkj- anna vegna innrásarinnar í Af ganistan koma fram í nýrri skýrslu sem skýrt var frá hér í Washington um helgina. Skýrsla þessi er unnin á vegum Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóöanna. Þykja ásakanirnar sýnu alvarlegri vegna þess að Mannrétt- indanefndin tekur alla jafna ekki svo djúpt í árinni sem gert er í þessari skýrslu. Sovétmenn eru ekki nefndir á nafn í skýrslunni en erlendar hersveitir sakaðar um sprengjuárásir á þorp, fjöldamorð og aftökur skæruliða sem berjast gegn stjóminni. Fulltrúi Bandarikjamanna í nefndinni segir að þetta se í fyrsta skipti sem hulunni sé raunverulega svipt af aðgerðum Sovét- mannaí Afganistan. I skýrslunni kemur meðal annars fram að 360 manns hafi verið drepnir á einum og sama deginum i árásum á þrjú þorp í Afganistan. Fyrir aöeins tæpum mánuði undirrit- aði Afganistan samkomulag hjá Sameinuðu Þjóðunum þar sem pynt- ingar eru bannaðar. Þykir skýrsla þessi ekki síður áhrifamikil fyrir það. Treholt skrökvaði um klámmyndimar Var aldrei þvingaður af KGB Frá Pétri Ástvaldssyni, fréttaritara DV i Osló: Arne Treholt endurtók margsinnis í réttarhöldunum á laugardagað margt af því sem fram kom í yfirheyrslunum yfir honum fyrir ári hafi veriö hreinn uppspuni. „Eg skáldaði þvi miður ýmislegt sem gaf til kynna að ég hefði verið beittur þvingunum af KGB,” sagði Treholt. Thor Aksel Busch saksóknari minnti á að eftir handtökuna hefði Treholt sagst vera hræddur um að KGB myndi gera syni sinum eitthvaö til miska ef hann héldi ekki áfram sam- starfinu. Nú segist Treholt hafa sagt þetta til að fá samúð leynilög- reglunnar. Samkvæmt upphaflegum framburði Treholts segist hann hafa séð myndir úr svallveislu í Moskvu hjá KGB- manniniun Titov og sér hafi verið hót- aðmeð þeim. Þessa sögu ber Treholt nú aö hluta til til baka. Hann hafi viljað láta í það skína að KGB hafi þvingað hann en staðhæfir nú að um slíkt hafi aldrei verið aöræða. Saksóknari hefur nú lokið yfir- heyrslum sínum yfir Arne Treholt að sinni en í dag mun Ulf Underland verjandi hefja sína yfirheyrslu yfir honum. Ekki er útilokað að vitna- leiðslur geti einnig hafist í dag. Að öllum líkindum veröur réttar- höldunum siðan lokað síðar í þessari viku og haldiö áfram fyrir luktum dyrum. Ellefu i snjóflóði Ottast er að 11 hafi farist i snjóflóði i Sviss. Atta lík hafa fundist og þriggja manna er saknað. Hinir látnu voru fimm Svisslendingar, tveir Þjóðverjar og einn sem ekki er vitað hverrar þjóðar var. Lik þeirra fundust undir mörgum tonnum af snjó sem steyptist yfir bíla þeirra milli Zermatt og Taesch í suð- vesturhluta Sviss. Þetta er versta snjóflóðaslys í Sviss í 15 ár. Iðnaðartaankinn -núrtíma banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.