Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Blaðsíða 25
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. 25 íþróttir íþróttir íþróttir Geir hef ur skrifað til Póllands Fré Jóni Einari Gufljónssyni, fréttamanni DV i Noregi: — Eftir hina góflu frammistöflu Pólverja hór i B-keppninni aukast likurnar á því afl Bogdan verfli áfram mefl íslenska landsliflifl fram yfir HM i Sviss, sagfli Jón H. Magnússon, formaflur HSÍ, i stuttu spjalli vifl DV i gserkvöidi. Jón sagði að Geir Hallgrúnsson, utanríkisráðherra, væri búinn að skrifa utanríkisráðherra Póllands bréf þar sem farið er fram á að Bogdan fái „grænt ljós” um að hann fái að vera áfram landsliðs- þjálfari íslands fram yfir HM. JEG/-SOS • Axel Nikulásson. TIU SPOR í TUNGUNA — Axel Nikulásson slasaðist ÍUSA Axel Nikulásson, körfuknatt- leiksmaflur úr Keflavik, sem stundar nám i Bandaríkjunum, varfl fyrir slœmu slysi á œfingu hjá skólaliði sínu nýlega. Fékk olnboga i andlitifl mefl þeim afleiflingum afl hann beit illa í tunguna. Þegar var farið með hann á sjúkra- hús og varð að sauma tíu spor í tungu Axels. Aðgerðin kostaði 320 dollara og af þeirri upphæð verður Axel að greiða Danir koma til íslands Frá Jóni Einari Guðjónssyni, frétta- manni DV i Noregi: — Danska landsliflifl í hand- knattleik kemur tii íslands um næstu jól þar sem Danir verfla i æfingabúflum i Reykjavík og leika jafnframt landsleiki gegn Is- lendingum. Þá hafa Danir endanlega staðfest að islenska landsliðinu hafi veriö boöið að taka þátt í Baltic Cup í Danmörku í janúar 1986 þar sem Danir, Rússar, A- Þjóðverjar, Svíar, Pólverjar, Islendingar, Finnar og V-Þjóðverjar keppa. -JEG/-SOS. Njarðvíkingar og Haukar unnu Tveir síðustu leikirnir í úrvals- deildinni i körfuknattleik voru leiknir um helgina. Njarðvik vann KR, 112—101, og Haukar unnu Valsmenn, 83—81. Urslitakeppnin um íslandsmeistara- titilinn hefst á miövikudaginn. Þá leika Haukar og Valur í undanúrslitum — fyrri leik og á föstudaginn leika Njarðvík —KR. íþróttir 200 dollara sjálfur. Hann gat ekki keppt í nokkrum leikjum vegna slyssins. Axel kemur ekki heim í sumar — mun starfa í Bandaríkjunum. Liði hans hefur gengið heldur illa í skóla- keppninni. emm/hsím. Markvarsla Peter Hoffmans braut heimsmeistarana — og Austur-Þýskaland vann auðveldan sigur í úrslitaleik B-keppninnar Frá Jóni E. Gufljónssyni, frótta- manni DV i Noregi. Þafl var hreint með ólikindum hvernig Peter Hoffmann varfli mark Austur-Þýskalands i úrslitaleiknum vifl Sovétrikin hér í B-keppninni i handknattleik í gær. Hann beinlínis braut niður leikmenn sovéska liðsins, varði hvað eftir annað frá þeim í dauðafærum og oft mátti sjá leikmenn sovéska liðsins stappa niður faeti eftir slíkt, ég segi ekki beint að þeir hafi froðufellt. Þetta varð til þess öðru fremur að Austur-Þjóðverjar sigruðu mjög örugglega í leiknum — sigruðu heimsmeistarana, 27—23, eftir að hafa tryggt sér yfirburðastöðu í fyrri hálfleik, 18—12. Austur-Þjóðverjar náðu strax undir- tökunum með stórgóðum leik og það var eins og þeir sovésku fyndu aldrei svar við því. Á köflum léku Þjóöverjarnir sér beinlínis að heims- meisturunum og er þá litið framhjá markvörslu Hoffmanns. Hraðinn var gífurlegur, fallegar fléttur og ótrúlega mörg mörk í fyrri hálfleiknum eða 30. 1 síöari hálfleiknum var hraöinn ekki eins mikill, A-Þjóðverjamir fóru sér hægar til að tryggja sér öruggan sigur. Það tókst þeim líka með glæsibrag og langt er síðan Sovétríkin hafa tapað með fjögurra marka mun í handknatt- leik. Frank Wahl var mjög snjall í sókn- inni hjá þýskum. Var markahæstur í leiknum með 9 mörk. Þá skoraði ’ Hauck sex mörk fyrir A-Þýska- land.Nikolai Zokov var markahæstur sovéskra með 8 mörk, mörg víti og Mikhael Wassiliew skoraði sjö. En maöur leiksins var Peter Hoffmann. Norðmenn ánægðir Auk úrslitaleiksins léku Norðmenn við Búlgari hér í Osló í gær. Unnu stór- sigur, 26—15, og voru mjög ánægðir með þann sigur. Hefur alltaf gengið illa með Búlgaríu. Norsku leik- mennimir voru greinilega mjög ákveðnir í leiknum, léku stíft til vinnings en sama er ekki hægt að segja um Búlgara. Leikurinn skipti þá sára- litlu máli. Bæði iið leika í B-keppninni 1987. Leikurinn var nokkuð jafn framan af. Noregur komst yfir, 6—5, um miðjan fyrri hálfleikinn. Búlgarar jöfnuðu og komust yfir en lok hálf- ieiksins voru Norðmanna. Staðan 12— 10 í hálfleik og í þeim síðari var einstefna á búlgarska markið. Norðmenn skoruðu þá 14 mörk gegn fimm og norski markvörðurinn leyfði sér aö leika á línu Búlgara loka- kafiann. Norski markvörðurinn átti góðan leik en besti maöur liðsins var Hans Inge Skadberg sem skoraöi sjö mörk. Hann hafði lítið áður leikið í B- keppninni ogkom mjög á óvart. -JEG/-hsim. Rússar bjóða íslendingum til Tbilisi Frá Jóni Einari Gufljónssyni, fréttamanni DV í Noregi: — Þafl hefur verifl gaman afl ræfla vifl forráflamenn landslifla A-Evrópu hér i Noregi. Vifl finn- um afl islenska iandsliflifi er nú talifl eitt af bestu landsliflum heims, sagði Jón Hjaltalin Magnússon, formaflur HSÍ. Jón sagði að Rússar væru búnir að bjóða Islendingum að taka þátt í geysilega sterku handknattleiks- móti í Tbilisi í desember. — Við munum kanna, hvort við séum til- búnir aö taka þátt í því móti, sagði Jón. Þá sagði Jón að V-Þjóðverjar og Svisslendingar væru tilbúnir að taka þátt i alþjóðlegu móti á ls- landi í lok janúar á næsta ári. — Við ræddum hér við Ungverja, Tékka og Pólverja og vonurast eftir að ein af þessum þremur þjóðum verði fjórða þjóðin í mótinu. Ef mótið heppnast vel þá höfum við hug á að það fari fram árlega, sagði Jón. — Það verður ekki ákveðið end- anlega hvemig landsleikjaplan Is- lands næsta vetur verður fyrr en dregið er í riðla í HM i Sviss. Það verður gert 14. mars í Sviss, sagði Jón. -JEG/-SOS. VIÐ LEGGJUM SPILIN Á BORÐIÐ ÞÚ HEFUR LÆRT NÝJA SÍMANÚMERIÐ OKKAR ENDA EINS GOTT- ÞAÐ ER EKKI KOMIÐ í SÍMASKRÁNA u TKYGGING HF LAUGAVEG1178 SÍMI621110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.