Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Blaðsíða 36
36 DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. Skipa- afgreiðslan r i Hafnarfirði hf.: REISIR MJSUND FER- METRA VÖRUSKÁLA Fyrirtækið eiga skipafélögin Nes hf. og Nesskip og f ramkvæmdast jórar BYKO „Ástæðan fyrir því að við erum að byggja í Hafnarfirði er sú að við fengum enga aðstöðu í Reykjavík,” sagði Þorvaldur Jónsson, stjómarfor- maður skipafélagsins Nes hf. Nes hf. er ásamt skipafélaginu Nes- skip og fyrirtækinu Jónar sf. eigandi fyrirtækis sem stofnað var á síðasta ári, Skipaafgreiðslunnar í Hafnarfirði hf. Og það er einmitt það fyrirtæki sem er að koma sér upp aöstöðu við höfnina í Hafnarf irði, nánar tiltekið við noröur- höfnina. Er aö byggja þar vöruskáln og lýkur fyrsta áfanganum af þremur í sumar. Nes hf. er skrásett í Grundarfirði en hefur haft aðstöðu í Hafnarhúsinu. Fyrirtækið var stofnað árið 1974. Það á þrjú skip, Hauk, Val og Svan. Þau hafa mest siglt til Englands og Noröurlanda, aöallega farið út með fiskimjöl en flutt oftast byggingavörur heim. Það er í gegnum byggingavörumar sem fyrirtækið Jónar sf. er komið inn í Skipaafgreiösluna. Eigendur Jóna sf. eru nefnilega framkvæmdastjórar acorn w electron J l-.L-I .L1.1.1 1,1. 1 .1 1 1,1 I I 1 i .1 I I I 1 1 1 I I 1 1 I I I I I I I I I CP FULLKOMIN FRAMTÍÐARTÖLVA FYRIR HEIMILI.SKÓLA, LEIKIOG L€RDÓM Eftlr 3 ára slgurgöngu hafa framleiðendur BBC tölvunnar hannað nýja undratölvu, sem gœdd er flestum helstu kostum BBC tölvunnar. ÍSLENSK RITVINNSLA ELECTRON TÖLVA FYRIR ALLA! Kr. 3.000.- útborgun og eftirstöðvar á 6 mánuðum. MIIIHMIIIIIIIIIJIIllHfTTITIITHm ÚTSÖLUSTAÐIR: Akranesi: Bókaskemman Akureyri: Skrifstofuval Bolungarvik: Einar Guðfinnsson Í>W/tryggvagötu • Húsavik: Kaupfélag Þingeyinga ísafirði: Póllínn Hafnarfirði: Kaupfélag Hafnfirðinga Patreksfirði: Radióstofa Jónasar Þór SÍIVII: 19630 Borgarnes: Kaupfólag Borgfirðinga Keflavik: Stúdeó Vestmannaeyjar: Músík og myndir Reykjavík: Hagkaup BYKO, Byggingavöruverslunar Kópa- vogs, nafnarnir Jón Helgi Guðmunds- son og Jón Þór Hjaltason. Samkvæmt upplýsingum Jóns Helga í gær hefur BYKO í mörg ár tekið skip á leigu til að flytja inn umfangsmiklar byggingavörur. Vörugeymslan, sem nú er að rísa í Hafnarfirði, er um þúsund fermetrar aðstærð. -jgh. Þórshöfn: Matarveisla ogdansleikur Frá Aðalbirni Arngrimssyni, Þórs- höfn: Slysavarnafélagiö Hafliði á Þórs- höfn hélt fyrir skömmu skemmtun til fjáröflunar fyrir starfsemi sína með matarveislu og dansleik. Fyrir dansinum spilaði nýstofnuð hljómsveit hér á staönum. Eitt aðalskemmtiefni kvöldsins var Hallbjöm kántrí- söngvari frá Skagaströnd. Sama einmuna veöurblíðan er hér ennþá. Snjólaust er í byggö og allir vegir færir. Eftir að happafleytan Stakfeil kom inn úr síðustu veiðiferö með 110 tonn af góðum fiski hélt skipið til Reykjavíkur þar sem til stendur að setja í það frystivélar. Mun það verk unnið hjá Stálvík hf. sem skilaði lægsta tilboði í verkið sem var um 30% lægra en næsta tilboð. -eh. Selfoss: Eldrí borgarar fá heimsókn AUtaf er gleði og glaumur á opnu húsi á Selfossi. Hrefna Jóhannsdóttir forstöðukona kom nýlega með 30 manna hóp frá starfi eldri borgara í Breiðholtinu til Selfoss. Var vel tekið á móti þeim í opnu húsi hér. Tekið var lagið og dáðist ég að því hve eldri borg- arar geta sungið af mikilli rausn. Þá var skipst á skoðunum, spilað og drukkiðkaffi. Guðjón Bjarnason, húsvörður Menningarmiðstöðvarinnar við Gerðuberg í Reykjavík, knálégur og ungur maður enda uppalinn á Stokks- eyri, var fararstjóri. Fór hann með eldri borgara úr Reykjavík til Eyrar- bakka og Stokkseyrar. Voru eldri borg- arar í Reykjavík svo hrifnir af hans landfræðilegu kynningum aö þeir ætla að minna Ragnhildi Helgadóttur menntamálaráðherra á hann sem kennara. Regína Thorarensen. Líffræði handa framhalds- skólanemum Mál og menning hefur sent frá sér bókina Liffræði handa framhaldsskól- um eftir Colin Clegg. Bókinni er ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir nýja kennslubók i líffræði handa framhalds- skólum, og hefur f jöldi líffræðikennara og annarra fræðimanna unnið aö þýðingu hennar og staðfæringu. Liffræöi handa framhaldsskólum er 328 bls. Fleirifrjálsir vöruflokkar Verðlagsráð hefur ákveðiö að fella niöur hámarksálagningu á nýjum vöruflokkum. Frá og með 1. mars er frjáls álagning á eftirtöldum vöru- flokkum: Rafmagnsvörum, bama- vögnum, bamakerrum, reiðhjólum, skrifstofuvélum, innfluttum hús- gögnum og hljóðfærum. -APH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.