Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Page 36
36
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985.
Skipa-
afgreiðslan
r
i
Hafnarfirði
hf.:
REISIR MJSUND FER-
METRA VÖRUSKÁLA
Fyrirtækið eiga skipafélögin Nes hf. og Nesskip og f ramkvæmdast jórar BYKO
„Ástæðan fyrir því að við erum að
byggja í Hafnarfirði er sú að við
fengum enga aðstöðu í Reykjavík,”
sagði Þorvaldur Jónsson, stjómarfor-
maður skipafélagsins Nes hf.
Nes hf. er ásamt skipafélaginu Nes-
skip og fyrirtækinu Jónar sf. eigandi
fyrirtækis sem stofnað var á síðasta
ári, Skipaafgreiðslunnar í Hafnarfirði
hf.
Og það er einmitt það fyrirtæki sem
er að koma sér upp aöstöðu við höfnina
í Hafnarf irði, nánar tiltekið við noröur-
höfnina. Er aö byggja þar vöruskáln
og lýkur fyrsta áfanganum af þremur í
sumar.
Nes hf. er skrásett í Grundarfirði en
hefur haft aðstöðu í Hafnarhúsinu.
Fyrirtækið var stofnað árið 1974. Það á
þrjú skip, Hauk, Val og Svan.
Þau hafa mest siglt til Englands og
Noröurlanda, aöallega farið út með
fiskimjöl en flutt oftast byggingavörur
heim.
Það er í gegnum byggingavörumar
sem fyrirtækið Jónar sf. er komið inn í
Skipaafgreiösluna. Eigendur Jóna sf.
eru nefnilega framkvæmdastjórar
acorn w electron
J l-.L-I .L1.1.1 1,1. 1 .1 1 1,1 I I 1 i .1 I I I 1 1 1 I I 1 1 I I I I I I I I I CP
FULLKOMIN
FRAMTÍÐARTÖLVA
FYRIR HEIMILI.SKÓLA,
LEIKIOG L€RDÓM
Eftlr 3 ára slgurgöngu hafa framleiðendur
BBC tölvunnar hannað nýja undratölvu, sem
gœdd er flestum helstu kostum BBC tölvunnar.
ÍSLENSK RITVINNSLA
ELECTRON TÖLVA FYRIR ALLA!
Kr. 3.000.- útborgun og eftirstöðvar á 6 mánuðum.
MIIIHMIIIIIIIIIJIIllHfTTITIITHm
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Akranesi: Bókaskemman
Akureyri: Skrifstofuval
Bolungarvik: Einar Guðfinnsson
Í>W/tryggvagötu •
Húsavik: Kaupfélag Þingeyinga
ísafirði: Póllínn
Hafnarfirði: Kaupfélag Hafnfirðinga
Patreksfirði: Radióstofa Jónasar Þór
SÍIVII: 19630
Borgarnes: Kaupfólag Borgfirðinga
Keflavik: Stúdeó
Vestmannaeyjar: Músík og myndir
Reykjavík: Hagkaup
BYKO, Byggingavöruverslunar Kópa-
vogs, nafnarnir Jón Helgi Guðmunds-
son og Jón Þór Hjaltason.
Samkvæmt upplýsingum Jóns Helga
í gær hefur BYKO í mörg ár tekið skip
á leigu til að flytja inn umfangsmiklar
byggingavörur.
Vörugeymslan, sem nú er að rísa í
Hafnarfirði, er um þúsund fermetrar
aðstærð. -jgh.
Þórshöfn:
Matarveisla
ogdansleikur
Frá Aðalbirni Arngrimssyni, Þórs-
höfn:
Slysavarnafélagiö Hafliði á Þórs-
höfn hélt fyrir skömmu skemmtun til
fjáröflunar fyrir starfsemi sína með
matarveislu og dansleik. Fyrir
dansinum spilaði nýstofnuð hljómsveit
hér á staönum. Eitt aðalskemmtiefni
kvöldsins var Hallbjöm kántrí-
söngvari frá Skagaströnd.
Sama einmuna veöurblíðan er hér
ennþá. Snjólaust er í byggö og allir
vegir færir. Eftir að happafleytan
Stakfeil kom inn úr síðustu veiðiferö
með 110 tonn af góðum fiski hélt skipið
til Reykjavíkur þar sem til stendur að
setja í það frystivélar. Mun það verk
unnið hjá Stálvík hf. sem skilaði lægsta
tilboði í verkið sem var um 30% lægra
en næsta tilboð. -eh.
Selfoss:
Eldrí borgarar
fá heimsókn
AUtaf er gleði og glaumur á opnu
húsi á Selfossi. Hrefna Jóhannsdóttir
forstöðukona kom nýlega með 30
manna hóp frá starfi eldri borgara í
Breiðholtinu til Selfoss. Var vel tekið á
móti þeim í opnu húsi hér. Tekið var
lagið og dáðist ég að því hve eldri borg-
arar geta sungið af mikilli rausn. Þá
var skipst á skoðunum, spilað og
drukkiðkaffi.
Guðjón Bjarnason, húsvörður
Menningarmiðstöðvarinnar við
Gerðuberg í Reykjavík, knálégur og
ungur maður enda uppalinn á Stokks-
eyri, var fararstjóri. Fór hann með
eldri borgara úr Reykjavík til Eyrar-
bakka og Stokkseyrar. Voru eldri borg-
arar í Reykjavík svo hrifnir af hans
landfræðilegu kynningum aö þeir ætla
að minna Ragnhildi Helgadóttur
menntamálaráðherra á hann sem
kennara. Regína Thorarensen.
Líffræði handa
framhalds-
skólanemum
Mál og menning hefur sent frá sér
bókina Liffræði handa framhaldsskól-
um eftir Colin Clegg. Bókinni er ætlað
að bæta úr brýnni þörf fyrir nýja
kennslubók i líffræði handa framhalds-
skólum, og hefur f jöldi líffræðikennara
og annarra fræðimanna unnið aö
þýðingu hennar og staðfæringu.
Liffræöi handa framhaldsskólum er
328 bls.
Fleirifrjálsir
vöruflokkar
Verðlagsráð hefur ákveðiö að fella
niöur hámarksálagningu á nýjum
vöruflokkum. Frá og með 1. mars er
frjáls álagning á eftirtöldum vöru-
flokkum: Rafmagnsvörum, bama-
vögnum, bamakerrum, reiðhjólum,
skrifstofuvélum, innfluttum hús-
gögnum og hljóðfærum.
-APH.