Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985. „YFIRGENGILEG YFIRREAKSJÓN” Þaö má meö nokkrum sanni segja aö Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýöuflokksins, sé kominn upp á kant við alla forystumenn jafnaðarmanna- flokka á Norðurlöndum. Ástæöan er ýmis ummæli hans og skrif á síðustu vikum. Ummæli hans um „finnlandi- seringu” sem hann viöhafði í sjónvarpsþætti meö öðrum formönn- um stjórnmálaflokkanna þann 11. desember síðastliöinn, virðast þó alvarlegust. Jón Baldvin neitaði að hafa viðhaft þessi ummæli á blaðamannafundi í Þjóðleikhúskjallaranum sem hann boðaði sérstaklega tii að sverja af sér þessi ummæli. Frá þeim viðræðum er greint annars staðar hér á síðunni. Eftir að hafa svarið þetta af sér á fundinum var Jóni bent á aö ummælin hefði hann viðhaft í sjónvarpsþættin- um en ekki í blaðagreinum. Jón fór þá rakleiðis upp í sjónvarpshús og fékk að hlusta á þáttinn. Þar kom hið rétta í ljós. Þar frétti Jón einnig að Bjarni P. Magnússon, fyrrverandi formaður framkvæmdastjómar Alþýðuflokks- ins, heföi verið á ferð í sjónvarpinu þá um morguninn. Jón lagði saman tvo og tvo og fékk út að Bjarni heföi fengið upptöku af sjónvarpsþættinum 11. desember og komið honum til erlendra fréttamanna á Noröurlandaráðsþingi. Milli Jóns og Bjama ríkir lítil vinátta og hefur Jón því taliö að Bjami ætlaöi að koma höggi á hann meö þessum hætti. Rangar sakir á Bjarna P. Bjami P. Magnússon var hins vegar í sjónvarpshúsinu þeirra erinda að fá upptöku af Kastljósi sem sent var út þriðjudaginn 5. febrúar. Tveir -kunningjar hans, fyrrverandi og núverandi framkvæmdastjórar sam- taka jafnaðarmanna á Norðurlöndum, vildu eiga upptöku af þættinum. Astæðan var sú að í þættinum var þeim att saman Jóni Baldvin og Anker Jörgensen vegna ágreinings þeirra um kjarnorkuvopnalaus Noröurlönd. Þar sem það er nánast óheyrt innan norrænu kratafjölskyldunnar aö krata- foringjum sé att þannig saman vildu þessir menn eiga upptöku af því að því er Bjarni sagði í samtali viö DV í gær. Jón Baldvin bar þessar sakir á Bjarna í Morgunblaðinu í gær. Af þeim sökum hefur Bjami fengið skjalfestan vitnisburð um að hann hafi aðeins fengið afrit af þessum Kastljósþætti hjá starfsmanni sjónvarpsins. Hiö rétta í málinu er að ummæli Jóns í sjónvarpi 11. desember fóru ekki framhjá finnska sendiherranum á Islandi. Hann fékk þá þegar afrit af þessum ummælum og sendi þau eins og vera ber til utanríkisráðuneytisins í Finnlandi. Þaðan berast þau til Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands. Af þessum ástæðum ákvað Sorsa að mæta ekki í hóf sem Alþýðuflokkurinn hélt norrænum jafnaðarmönnum á Norðurlandaráösþingi síðastliðiö mánudagskvöld. Sorsa gaf finnskum blaöamönnum þá skýringu að honum hefði borist þessi ummæli Jóns Bald- vins til eyma. Finnsku fréttamennim- ir fengu síðan ummælin orðrétt hjá finnska sendiherranumí Reykjavík. En hver vom þessi ummæli sem hafa farið svo fyrir brjóstiö á finnskum jafnaðarmönnum? Ummælin viöhafði Jón Baldvin í svari við fyrirspurn frá fulltrúum Kvennalistans í fyrr- greindum sjónvarpsþætti 11. desemb- er. Hann var spurður hvort hann teldi að það væri ábyrgðarhluti aö lýsa Island kjamorkuvopnalaust svæði. Svar Jóns er þannig orörétt: Hin fleygu ummæli „Það breytir því hvernig að því er staðið. Eg rifja upp að það er eitt meginmarkmiö sovéskrar utanríkis- stefnu í okkar heimshluta og litið á það sem fyrsta skref að fá sum Noröur- landanna, þau sem í Atlantshafs- bandalaginu eru, Noreg, Island, Dan- mörk, til þess aö segja sig úr NATO og það á aö vera fyrsta skref í þá átt að rjúfa varnarsamstarf Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Ef að þetta er gert að sovésku frumkvæði og á sovéska ábyrgð þá gæti þetta oröið fyrsta skrefið að „finnlandiseringu” Norður- landanna og eyðilegging á öryggiskerfi lýðræðisríkjanna í okkar heimshluta. Ef hins vegar hér er um aö ræða gagnkvæmt samkomulag og þá ekki hvaö síst ef um væri að ræða kjamorkuvopnalaust svæði í Mið- Evrópu, þar sem báðir aöilar tækju á sig gagnkvæmar skuldbindingar, til dæmis Sovétmenn fjarlægðu líka fyrir sitt leyti þær eldflaugar sem nú ógna öryggi Evrópu, þá gæti þetta verið álit- legleið.” Þannig hljóðuðu þessu ummæli Jóns Baldvins sem urðu þess valdandi að Kalevi Sorsa kom ekki í kvöldveröar- boð Alþýöuflokksins og Jón Baldvin hefur nú séð ástæðu til að biðjast sér- staklega afsökunar á. Þá afsökun sendi hann á telexi til Sorsa í gær með þeim orðum að hann myndi aldrei taka sér þetta orð „finnlandisering” í munn aftur. Það er ekki gott að segja til um hvaða áhrif þetta kann aö hafa á sam- skipti Alþýöuflokksins við aðra jafiiaðarmannaflokka á Norðurlönd- um. Þessi ummæli hafa setið lengi í finnskum jafnaðarmönnum og sam- skipti þeirra við formann Alþýðu- flokksins síðan verið stirð þótt Jón Baldvin sé nú fyrst aö átta sig á ástæðu þess. Hann sagði í samtali við DV að hann hefði fyrst orðið þessa var á f undi jafnaöarmanna í Osló þann 17. janúar síðastliðinn. Þá kom það honum á — segirJón Baldvinum umfjöllun fjölmiðla um ágreining hansvið norræna krataforkólfa óvart aö Finnarnir heilsuðu honum ekki án þess að hann fengi á því nokkra skýringu. Skýringin kom ekki fyrr en eftir kvöldverðarboð Alþýðuflokksins síöastliðinn mánudag. Jón Baldvin sniðgenginn En það var ekki aðeins fjarvera Kalevi Sorsa sem varpaði skugga á það boð. Anker Jörgensen var varla kominn inn úr dyrunum er hann hóf mikinn reiðilestur yfir Jóni Baldvin vegna afskipta hans af fyrirhuguðum ræðuhöldum Ankers um kjarnorku- vopnalaust Island. Aðrir norrænir krataforingjar nánast sniðgengu for- mann Alþýðuflokksins í boðinu. Anker Jörgensen sagði í samtali við DV aö hann teldi þessi mál ekki myndu hafa veruleg áhrif á samskipti nor- rænna jafnaðarmannaflokka við Alþýðuflokkinn. Hann sagðist telja aö skoðanaágreiningur milli Alþýðu- flokks og annarra jafnaðarmanna- flokka á Norðurlöndum væri ekki eins mikill og fram kæmi í ummælum Jóns Baldvins. Gunnar Berge, varafor- maður þingflokks norska Verka- mannaflokksins, svaraöi sömu spurn- ingu á þennan veg: „Nei, þaö tel ég ekki. En það er háð því hvað maður tekur sérkennilegar fullyrðingar hans alvarlega,” og bætti því við aö það væri varla hægt að taka þær alvarlega. Sjálfur segir Jón Baldvin að hann geti ekki ímyndað sér að þetta hafi áhrif á samstarfið. Hann segir reyndar að öll þessi umræöa sé „yfirgengileg yfirreaksjón”. „Þetta er dauðþreytt blaðamannalið sem hefur hangið hér yfir engu á Norðurlandaráðsþingi og hleypur upp til handa og fóta þegar það heldur aö það sé að ná í frétt.” ÓEF/APH Þátttakendur i hinum umdeilda sjónvarpsþætti 11. desember ræða saman að þættinum loknum. Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Páll Magnússon fréttamaður. Væntanlega er eitthvað annað en finnlandisering á dagskrá. DV-mynd BJ. BJ. Jón Baldvin við norræna blaðamenn: Jón Baldvin Hannibalsson formaöur Alþýðuflokksins boðaöi norræna blaða- menn sem staddir voru á þingi Norður- landaráös til fundar í Þjóðleikhús- kjallaranum síðdegis á miðvikudag. Ætlunin var að sverja af sér ýmis móögandi ummæli sem hann átti aö hafa viöhaft um aðrar Norðurlanda- þjóöir og stjómmálaforingja. DV birtir hér orðréttar spumingar og svör sem fram komu á fundinum. En sem kunnugt er hefur Jón síðan breytt afstöðu sinni og viðurkennt að hafa viöhaft ummæli sem hann neitar á þessum f undi. „Um þetta mál vil ég segja þetta: Eg vissi ekki að finnski forsætisráð- herrann hefði verið aö mótmæla ein- hverju sem ég hafði sagt. Eg las fyrst um það í Þjóðviljanum að sú var staðreyndin. Þar stóð að mótmæli hans stöfuöu af einhverju sem ég átti að hafa sagt í einhverjum ræðna minna. Mitt svar við þessu er einfaldlega aö þetta er ekki rétt. Það hugtak (finnlandisering) hef ég aldrei notað. Ef einhver hefur sagt þetta við Finn- ana þá er það ósatt. Ég er m.a. komin hingað til að fá tækifæri til að útskýra þetta beint fyrir Kalevi Sorsa að þetta er ekki satt.” — Hvað ætlar þú að gera í þessari stöðu? (Spurning frá finnskum blaða- manni). „Það eina sem ég get gert er að ná sambandi við Sorsa og segja honum og sanna fyrir honum að þessir hlutir sem ALDREINOTAÐ HUGTAKIÐ „FINNLANDISERING” einhverjir aörir hafa sagt að ég hafi sagt séu ekki réttir.” — Þú ætlar sem sagt að biðja hann fyrirgefningar? (Spuming frá finnsk- umblaðamanni). „A ég að biðjast afsökunar á ein- hverju sem ég hef aldrei sagt. Eg held að ég verði að fá leyfi til að leiðrétta það sem aðrir hafa sagt. ” — En hvemig lítur þú á mótmæli Sorsa? „Eg get reyndar ekki myndað mér neina skoðun á því, ef það er rétt sem kommúnistadagblaðiö segir að þetta hafi verið gert í mótmælaskyni við um- mæli mín um Finnland. Ef Sorsa segir að honum hafi verið sagt þetta þá spyr ég hann hver sagði þér þetta? Ef hann segir að ég hafi sagt þetta einhvers staöar, þá spyr ég hann um hvar ég hafi sagt þetta. Eg hef skrifað nokkrar greinar um utanríkismál upp á síðkastiö. Eg hef lesiö þær allar núna og þar er ekkert sem bendir til þess að ég hafi sagt eitt- hvað móðgandi um Finnland. Um skeið var ég í bæjarstjóm Isa- fjarðar. Isafjörður á vinabæ í Finn- landi, í Karilja. Þar hef ég verið og þaðan hafa Finnar komið hingað í heimsókn. Eg vil aðeins segja það að ég hugsa sérstaklega hlýtt til Finna vegna þeirra samskipta sem ég hef haftviðþá.” — Hvaða augum lítur þú á hugtakið „finnlandisering”? (Finnskur blaða- maður) „Ég hef aldrei notað það. Aldrei.” Þá spurði blaöamaðurinn Jón hvort þetta hugtak væri til. Jón vitnar þá í bók sem gefin hafi verið út i Moskvu um ísland. Þar er ekki notað hugtakiö um að finnlandisera. Hins vegar er talað um að eitt af verkefnum Rússa sé aö koma Islandi úr NATO. Þar segir aö það mundi vera mikill sigur fyrir friðarbaráttuna ef það heppnaðist að koma Islandi úr NATO. Þar segir einnig að ef Island, Noregur og Dan- möric færu úr þessum hemaðar- samtökum og stofnsettu kjarnorku- laust svæði meö tryggingu af hálfu Rússa þá væri það fyrsta skrefið í átt að gagnkvæmum friði.” — Hvað átt þú við þegar þú talar um aö Finnar eigi erfitt með að spila út sínum spilum án sænskrar hjálpar? (sænskur blaðamaður) „An sænskrar hjálpar? Stóla Finnar ásænskahjálp?” — Hefurþúekkisagtþetta? „Nei, nei, ég hef ekkert sagt um sænskahjálp.” — En hvað úm utanríkisráðherrann sem ekki sér né heyrir? (sænskur blaðamaður) „Það er nú bara eitthvað sem ég les um í sænkumdagblöðum.” (Núlas Jón upp kafla sinn um Svíana. Þá las hann þá útgáfu þar sem ekki var minnst einu orði á utanríkisráðherrann.) — Þetta er allt sem þú sagðir um Svíana? „Já.þaðheldég.” Aftur var Jón spurður um utanríkis- ráðherrann. Þá rak hann augun í annað sem hann haföi skrifaö um Svía. I hans plaggi stóð — enda þótt sænski utanríkisráöherrann þykist hvorki heyranésjá. Þessi ruglingur mun þannig til kom- inn að Jón Baldvin skilar kjallaragrein sinni, sem birtist í DV í gær, síöastlið- inn mánudag. Þar segir orðrétt: „Aö sögn Svía er Eystrasaltið morandi í sovéskum kafbátum sem flytja kjamorkuvopn. Þá ber stundum upp á sker undir bólvirkjum hins konunglega sænska flota.” Snemma á þriðjudags- morgun hringir Jón Baldvin hins vegar til blaðsins og biður um að bætt verði við þessa setningu. Viðbótin hljóðaði svo: „... enda þóttsænskiutanríkisráð- herrann þykist hvorki heyra þá né sjá.” Meö þessari viðbót birtist greinin síðan í DV í gær. Hann hefur hins vegar látið Morgunblaðið hafa greinina án viðbótarinnar. Blaðamenn viröast hins vegar hafa ýmist fengið greinina með eða án viðbótarinnar. Það jók enn á ruglinginn. aph/oef VottorA Bjarna P. Magnússonar frá starfsmanni sjónvarpsins um að Bjarni hafi aðeins fengið hljóðupptöku af Kastljósþætti fró 5. mars. Þar með hreinsar Bjarni sig af þeim áburði Jóns Baldvins að hann hafi komið hinum fleygu ummælum Jóns til finnskra fráttamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.