Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985. Útlönd Útlönd Útlönd Koivisto f stríöi við sjónvarpið Frá Gunnlaugl A. Jónssyni, fréttarit- ara DV í Svíþjóð: Mauno Koivisto Finnlandsforseti á nú í stríði við ríkisfjölmiöla í Finn- landi. Koivisto krefst þess að starfs- reglum útvarps og sjónvarps verði breytt á þann veg að þessum f jölmiöl- um sé ekki heimilt að nota viðtöl viö hann sem eru meira en sólarhrings- gömul nema að fengnu leyfi skrifstofu hans. Fjölmiðiarnir mótmæla og segjast ekki vilja þola slika ritskoðun. „Koivisto getur auðvitað sniðgengið útvarp og sjónvarp ef honum sýnist svo en hann getur ekki sagt okkur fyrir verkum á þennan hátt,” sagði tals- Gro Harlem Brundtland á Norðurlandaráðsþingi: Ekkert bann við kjamorkuskipum við Noregströnd Gró Harlem Brundtland, fyrrum for- sætisráðherra Noregs, sagði í gær að hún myndi ekki fylgja fordæmi Nýja- Sjálands og banna bandarískum skipum sem geta borið kjamavopn að leggja að í norskum höfnum. Brundtland er formaður Verka- mannaflokksins og er talinn líklegur sigurvegari í kosningum sem fara fram í september. Hún sagði að það væri skilningur á því milli Noregs og NATO að ætlast væri til að þau skip sem kæmu í hafnir í Noregi væru ekki með kjamavopn. Engar sérstakar staðfestingar væm nauðsynlegar. En Bmndtland sagði að heimurinn mætti búast viö síauknum merkjum ó- þreyju ef sambúö stórveldanna batn- aði ekki verulega á næstu árum. Gro Harlem Bmndtland er nú á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík. maður finnska sjónvarpsins í viðtali við sænska útvarpið nú i morgun. Koivisto kom fram í finnsku sjón- varpi í einkaeign í fyrrakvöld og gagn- rýndi ríkisfjölmiðlana þaðan. Ástæðan er sú að ríkisrekna sjónvarpsstöðin haföi birt hluta af gömlu viðtali við Koivisto og slitið ummæli hans þar úr samhengi þannig að þau fengu aðra merkingu en þeim var upphaflega ætl- að að hafa, að því er Koivisto segir. Þá hefur tengdasonur Koivistos ver- ið milli tannanna á fjölmiölamönnum að undanförnu og á það vafalaust sinn þátt í óánægju forsetans. Dagblöð í Finnlandi hafa flest furðað sig á kröfu Koivisto og mörg þeirra gera grín að viökvæmni hans. Þó virðist nú sem samkomulag hafi tekist í deilunni og er það þó ákaflega loðið. Helst er að sjá að hvor um sig haldi fast við meginatriðin í fullyröing- um sínum. Annars vegar er sagt í samkomulag- inu að engar sérstakar reglur gildi um stöðu forsetans gagnvart útvarpinu. En Koivisto hafði haldið því fram að svo hefði verið frá forsetatíð Kekkon- ens. Koivisto Finnlandsforseti vill hafa hönd í bagga með fréttum sjónvarps- ins um hann sjálfan og forseta- embættið. Hins vegar segir í þessu dularfulla samkomulagi að það sé ósk forsetans aö fá fyrirfram að vita af fréttum er fjalla eiga um hann. Talsmenn útvarp vildu áður líkja þeirri kröfu við heimt- ingu á ritskoðun. Umsjón: Þórir Guðmundsson og GuðmundurPétursson „Útdauð réttindr Alþjóðablaðastofnunin, IPI, gagnrýndi fjötra sem frétta- mönnum eru settir víðs vegar um heim á fundi sem lauk í fyrradag. Stofnunin lagði að Suður-Afríku og Chile að létta hömlum á fjöl- miðlum, bað Filippseyjastjórn að leysa úr haldi blaðamann sem hefur verið í fangelsi í níu ár og gagnrýndi leyniskjalalög Bret- lands harðlega. Fundurinn byrjaði á mánudag á því að forstjóri stofnunarinnar, Peter Galliner, sagði að málfrelsi væriaðverða „útdauðréttindi”. Kaupahéðinn ísteininn Sovétkona sem stundaði verslun með erlendan vaming sem hún keypti af erlendum ferðamönnum og seldi aftur á margföldu verði hefur verið dæmd í níu ára fang- elsi. Konan stundaði verslun sína í Lvov. Unglingablaðiö Komsomolskaya Pravda sagði í gær að jafnvirði fimm milljóna króna — ógurleg upphæð á sovéskan mælikvarða — hefði verið gert upptækt hjá henni. Sósíalismi með fögruandliti Kínverjar héldu glimmersmurða fegurðarsamkeppni í Canton í íburðarmiklum samkomusal lúxus- hótels í borginni til að velja herra og frú Canton á miðvikudag. Þetta var fýrsta samkeppnin þessarar tegundar síðan byltingin var gerð fyrir tæpum 40 árum. Átta hundruð valdir áhorfendur mættu á staðinn og keppninni var sjónvarpað um borgina þrátt fyrir ótta um að miðstjórnin í Peking kynni að aflýsa keppninni. Dagblaðið Kína í dag hafði eftir einum keppendanna: „Sósíalism- inn þarfnast lika fégurðar.” Nú eru nær allir námamenn snúnir aftur til vinnu, en sjö þúsund þeirra halda þó áfram verkfalli sinu til stuðnings þeim sem hafa verið reknir. Sjö þúsund enn í námaverkfalli Leiðtogar breskra námamanna lofuðu því í gær að halda áfram bar- áttu sinni gegn lokun náma, þrátt fyrir að nú sé árslöngu verkfalli þeirra lok- ið. Leiðtogarnir samþykktu við at- kvæðagreiðslu að halda áfram 16 mánaða yfirvinnubanninu, og að þrýSta á áð 700 nátnamenn, sem voru reknir fyrir ofbeldi í verkfalls- vörslunni, verði endurráðnir. Þeir ákváðu einnig að setja upp sérstakan sjóð fyrir þá, fái þeir ekki vinnu á ný. Kolaráðið, sem rekur námurnar, sem eru allar í ríkiseign, hyggst loka fjölda náma sem ekki eru lengur arðbærar, til að minnka hið mikla tap í rekstri þeirra., Ráðið sagði að 96 prósent námamanna væru nú við vinnu. Um 7.000 hafa enn ekki snúið til vinnu. Þeir vilja þannig styðja þá 700 námamenn sem voru reknir. Talið er að verkfall námamanna hafi kostað að minnsta kosti þrjá milljaröa sterlingspunda, eða sem svarar um 120 miljörðum íslenskra króna. Mazda 626 '79, '80, '81, '82, '83, '84. 323 '80,'81,'82, '83, '84. 929 '80, '81,'82. Honda Accord '79, '80, '81, '82. Civic '80, '81, '82. Quintet '81, '82, '83. Toyota Corolla '80, '81, '82. Tercel 4x4 '83, '84. Cressida '78, '80, '81. Subaru 1600cc-1800cc '80, '81, '82, '83, '84. Hatchback '81, '82. Fiat 127 '79, '80,'81,'82, '83. Panda '81, '82, '83. Uno '83, '84. Lada Fólksbílar '81, '82, '83. Sport '78, '79, '80, '81. Jeppar og 4x4 Toyota Hilux '80, '81, '82. Suzuki Fox '81, '82, '83, '84. Isuzu Trooper '81, '82. Opið laugardaga kl. 10-18. BÍLASALAIM BUK Skeifunni 8 Simi 68-64-77 ; 'é s æt? f r; sasi s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.